Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 24
m
TEXTI: GUÐRÚN
BERGMANN
í kjölfar þeirrar athygli sem kvikmyndin Dansar viö úlfa (Dances with
Wolves) hefur dregið aö sér hefur kviknað áhugi hjá mörgum á því að
fræðast meira um indíána Norður-Ameríku og þá ef til vill sérstaklega
Sioux-indíánana, um lifnaðarhætti þeirra og heimspeki, svo og baráttu
þeirra fyrir auknum réttindum í landinu sem þeir „áttu“ þegar hvíti mað-
urinn kom. Vikan fór þess á leit við Guðrúnu Bergmann að hún ritaði
grein fyrir blaðið er varpaði Ijósi á líf og sögu indíána, en Guðrún hefur
kynnt sér það mál allrækilega og farið margar ferðir vestur um haf í
heimsókn í indíánabyggðir.
//
FJÖLDI ÞJÓÐA
Taliö er aö viö komu hvíta mannsins til Amer-
íku fyrir um fimm hundruö árum hafi búiö um
níu hundruð og fimmtíu þjóöir indíána í Norö-
ur-Ameríku, í noröurhluta Mexíkó og í Kan-
ada. Sé litið á hversu geysistórt landsvæöi þeir
byggöu þá er ekkert óeðlilegt viö það að ekki
hafi alltaf ríkt friður á milli þessara þjóöa er þar
bjuggu. Til samanburöar má skoöa Evrópu
þess tíma sem þó er miklu minna landsvæði
og þau stríö milli þjóða sem þar voru háö og
hafa verið háö meö reglulegu millibili á hverri
öld.
Ein meginástæöa þess að indíánarnir börö-
ust innbyrðis var sú áð þeir voru aö verja veiði-
lendur sinar eöa sækja inn á nýjar. Þjóðirnar
liföu fábrotnu lífi og þó akuryrkja væri einnig
stunduð hjá flestum þeirra reiddu þær sig mik-
iö á veiðina. Þar aö auki lifðu flestar þjóöirnar
eftir þeirri meginreglu aö væri eitthvað gert á
þeirra hlut bæri þeim skylda til aö hefna fyrir
þaö. Því var þaö svo að hæfust átök milli þjóöa
var erfitt aö Ijúka þeim, nema til kæmu friöar-
hugsandi höföingjar.
HEIMSPEKI INDÍÁNA
Flestar þjóöir indíánanna viröast hafa haft sina
útskýringu á því hvernig heimsmynd þeirra
varð til. Margar þessara útskýringa eru líkar en
þó er um blæbrigðamun aö ræöa. Heims-
myndin virðist aö hluta hafa aðlagað sig því
hvar þeir bjuggu og hvaöa hlutir höföu mest
áhrif á lífsafkomu þeirra. Þannig hefur mais-
kornið mikla þýðingu í trúarbrögðum Zuni,
Hopi, Navajo og fleiri þjóða á sama svæöi,
sem byggöu aö miklu leyti lífsafkomu sína á