Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 52
Heitt soufflé
með hindberjum
Eftirréttur
Fyrir 6
Höfundur: Guðmundur H. Halldórsson
HRÁEFNI:
300 g hindber
300 g sykur
3-4 dl hindberjasulta
5 dl mjólk
6 eggjarauður
50 g hveiti
30 g smjör
2 msk. hindberjalíkjör eða essens
10 eggjahvítur
safi úr 1 sítrónu
12 makkarónukökur
Fyrir soufflé skálarnar:
30 g bráðið smjör
70 g sykur
flórsykur
Ódýr □ Erfiður [Y| Heitur [xj
Kaldur □ Má frysta □ Annað:
AÐFERD:
■ Sósan: 300 g hindber (takiö frá 18 ber til skrauts) og 150 g sykur soðið augnablik,
maukað og síað. Líkjör og sítrónusafa bætt út í löginn.
■ Mjólkin og 90 g af sykri soðið í pönnu. Eggjarauðurnar eru þeyttar ásamt 50 g af
sykri í þykkt krem. Sjóðandi mjólkinni er hellt út í rauðurnar og síðan aftur í pönnu
og soðið í ca 3 mín. Allan tímann á að þeyta kremið vel. Sett í skál og smjörklípa
yfir til að fyrirbyggja skán.
■ Sex souffléform eru smurð að innan með bræddu smjöri og stráð sykri. Hind-
berjasultan er hrærð út í kremið þegar það er orðið kalt.
■ Eggjahvítan er stífþeytt ásamt örlitlum sykri (10 g) í þykka froðu. Þriðjungnum er
hrært vel út í kremið en restinni er blandað varlega saman við með sleif. Hellt í form-
in upp að helmingi, 2 makkarónukökur muldar út í hverja skál og fyllt upp með kremi.
Sléttað með spaða. Ristið hringinn með hnif til þess að kremið losni aðeins frá barm-
inum og lyfti sér betur.
■ Bakað í 10 mín. í 220°C heitum ofni. Þegar souffléð er bakað er stráð á það flór-
sykri og borið fram strax og það kemur úr ofninum.
■ Hlndberjasósan er borin með í skál.
Beikonvafinn
ýsuturnbauti
Fyrir 4
Áætlaður vinnutími 20 mín.
Höfundur: Ásbjörn Pálsson
Fiskur
HRÁEFNI:
AÐFERD:
600 g ýsa
4 sneiðar beikon
V4 dl sítrónusafi
15-20 sveppir
11/2 laukur
3 dl mysa
250 g smjör
2 dl rjómi
11/2 tsk saxaður kerfill
11/2 tsk söxuð steinselja
11/2 tsk saxaður graslaukur
1/2 tsk/eftir smekk söxuð koriander
kartöflur
gulrætur
blaðlaukur
blómkál
Ódýr □ Erfiður □ Heitur [x]
Kaldur □ Má frysta @ Annað:
■ Sveppirnir og einn laukur er saxað fínt og steikt á pönnu í smjörklípu. Sítrónu-
safanum bætt út í ásamt örlitlu salti. Tekið af hitanum og látið kólna.
■ Ýsan er beinhreinsuð og roðflett, skorin í 150 g bita og þeir bankaðir aðeins.
■ Látið flökin liggja þannig að roðhliðin snúi upp. Setjið sveppamaukið þar ofan á
og rúllið síðan flakinu upp, vefjið einni beikonsneið utan um og bindið um með garni.
■ Turnbautinn er síðan steiktur á pönnu við lágan hita.
■ Sósan: Hálfi laukurinn er saxaður og kraumaður í smjörklípu. Mysunni (eða hvít-
víninu) bætt út í og soðið niður um helming. Þar á eftir er rjómanum bætt við og rest-
inni af smjörinu. Saltað og piprað.
■ Rétt áður en sósan er borin fram eru öllum kryddjurtunum bætt út í hana.
■ Grænmetið er skorið fallega eins og hver og einn vill, soðið og borið með.
■ Kartöflurnar ætti þó að steikja í olíu.
TESCO VÖRUR
STRAUMNES
S 91-72800
SPORHAMRAR
S 91-675900
FJÖLNISGÖTU 4b
S 96-27908
GRfMSBÆ
S 91-686744
ÁLFASKEIÐ 115
S 91-52624