Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 8
Þóra Björg Þórhallsdóttir
Guðbjörg Jónsdóttir
■ Það eru veruleg
forréttindi að starfa
við heimahlynningu.
Flestir leggja gífur-
lega mikið upp úr þvi
að vera heima og það
er afar gefandi að
geta stuðlað að því.
■ Það getur verið
mjög þroskandi og
jákvæð reynsla að
upplifa dauðann, sé
hún tekin þannig. Fái
börn að fylgjast með
þessu ferli, svipað
og þegar beðið er eftir
barnsfæðingu, mynda
þau sér sinn eigin
heilbrigða
skilning ...
■ Svona hópvinna
krefst meira af manni
sjálfum en á móti
kemur að maður fær
miklu meira líka.
Fjöldamörgum finnst
mjög óþægilegt að
vinna með deyjandi
sjúklinga og það er
ekkert óeðlilegt...
fylltar verður einstaklingurinn hæfari til að tak-
ast á við lífið og líður betur. Snerting skiptir
afar miklu máli í okkar starfi og oft byrjum við á
því að gefa fólki nudd. Þar skapast ákveðin
tengsl sem opna ýmsar rásir og veita almenna
vellíðan," segja þær stöllur. „Mottóið er að lifa
þann tíma sem eftir er og það er alveg yndis-
legt að sjá hvernig fólki tekst það með þessari
meðferð okkar.“
FIMM STIGA FERU ELÍSABETAR ROSS
Bandaríski læknirinn Elísabet Kubler-Ross
kom fram með hið svonefnda fimm stiga ferli
dauðvona einstaklinga. Stigin fimm eru: Afneit-
un, reiöi, samningastig, þunglyndi og sáttun.
„Þessi stig taka mislangan tíma, stundum fer
fólk í gegnum þau öll, stundum eitt eða tvö,
stundum koma þau hvert I annars stað eða eru
fyrir hendi samtímis... en það eina sem yfir-
leitt varir meðan á þessu ferli stendur er
vonin. “
Elizabeth Kubler-Ross
Stigun Elísabetar Ross hefur verið mjög um-
deild og mikið gagnrýnd allar götur síðan hún
kom fram á sjónarsviðið, en hefur hún verið
hjálpleg?
„Krabbameinssjúklingar fara í gegnum
þessi stig, það er enginn vafi, og aðstandendur
þeirra með,“ segir Bryndís. „Skilgreiningar
Kubler-Ross hafa hjálpað okkur heilmikið við
okkar sjúklinga. Gegnum þær getum við gert
okkur grein fyrir því hvenær sjúklingur er í af-
neitun og beitum þá þeim viðbrögðum sem við
eiga. Við getum einnig greint hvenær sjúkling-
ur er í þunglyndi, sem vissulega er mjög al-
gengt að grípi okkar fólk, og hvenær þunglynd-
ið er hætt að vera eðlilegt. Reiði kemur einnig
oft upp hjá skjólstæðingum okkar og sumir eru
reiðir allan tímann. Sumir eru líka sáttir allan
tímann en hvort tveggja er mjög sjaldgæft."
Sigurður Árnason segir þessa greiningu
Elísabetar Ross afar örvandi. „Vissulega er
ekkert staðlað dauðaferli til en aðferð hennar
til að vekja fólk á Vesturlöndum til umhugsunar
um dauðann skipar henni sjálfkrafa á háan
stall. Hver sá sem vekur annan til dagsins hef-
ur gert honum greiða, burtséð frá því hvaða
aðferð hann beitir til þess."
LÆKNISFRÆÐIN OG LÆKNISLISTIN
„Vonin er mikilvæg og er ekki alltaf fólgin í því
að halda lífi,“ segir Hrund. „Markmiðin eru
önnur en alveg jafnmikilvæg. Fólk veit að það
deyr en vonin tengist þá því að ná einhverju
ákveðnu markmiði. Við vinnum mikið með
þetta ferli og vitum að vonin tengist allt öðru en
því að viðkomandi lifi sjúkdóminn af. Einhvern
veginn vill fólk þó alltaf fá aðeins lengri tíma og
þá skiptir ekki máli hve gamalt það er. Gamla
fólkið, sem komið er um og yfir nírætt, er oft
mjög ósátt við að vera að deyja og getur verið
í mikilli afneitun."
Á samningastiginu er samiö við almættið og
oft beðið um að fá að lifa fram yfir einhvern
vissan atburð, fermingu, giftingu eða skírn.
„Þaö tekst ótrúlega oft,“ segir Hrund. „Menn
ætla sér að lifa fram yfir einhvern vissan
atburð. Svo tekst það og fyrir kemur að við-
komandi deyr einum til tveimur dögum síðar."
„Þá stendur fólk keikt fram yfir þennan at-
burð og deyr sátt,“ segir Bryndís og bætir við
að svo séu margir sem reyni að semja áfram.
„Þá er það fólk sem veröur engan veginn sátt
við að deyja og vitanlega deyja margir ósáttir."
„Það kemur aö því að það er eftirsóknar-
verðara aö deyja en að lifa og það er meginið
með sátt,“ segir Sigurður.
„Við reynum aö vera vel vakandi yfir sálar-
þáttunum," bætir hann við. „Við reynum að
gera allt sem við getum til þess að auka vellíð-
an sjúklings og það kemur aldrei að því að
„ekkert" sé hægt aö gera. Þegar ekki er lengur
viturlegt að sprauta lyfjum í æðar eða álíka er
þó ennþá til rétt meðferð, sem er sú að gefa
velgjuvarnarlyf, hjálpa fólki að borða og ganga
frá sínum málum í sátt við ættingja. Þegar allt
annað þrýtur er samt það eftir að vera til staöar
og halda í hönd. Það er óendanlega miklu létt-
ara að skrifa út diazepam heldur en að sitja hjá
sjúklingi, kannski í klukkutíma og halda í
höndina á honum. Það að halda í höndina get-
ur þó verið rétta meðferöin, ekki út frá læknis-
fræðinni heldur út frá læknislistinni."
PER ARDUA AD ASTRA
„Lykillinn að þroska manneskjunnar er ekki
aðstæðurnar sem hún lendir í heldur hvernig
hún bregst við aðstæðum," segir Sigurður og
vindur sér síðan í skilgreiningu Hemingways á
hugrekki, það að sýna þolgæði undir álagi.
„Það er ekki af engu sem hugrekki er talið til
dyggða í öllum menningarsamfélögum," segir
hann. „Hugrekki er einfaldlega fólgið í því að
gera eins gott úr hverjum aðstæðum og unnt
er á hverjum tíma. Krabbamein er hábölvað en
það er sama hve bölvuðum aöstæðum fólk
lendir í; skylda þess og mælikvarði á þroska
þess er hversu gott það gerir úr þeim. Per
ardua ad astra, - það er torveld leiðin til stjarn-
anna, erfrasi í fullu gildi. Það eina góða við erf-
iðar aðstæður á borð við krabbamein er sá
þroski sem sjúklingurinn öðlast og getur miðl-
aö til ástvina sinna.“
Sem fræðigrein fer líknarmeðferð sífellt vax-
andi, rétt eins og aðrar fræðigreinar innan
læknisfræðinnar. En hvers vegna leitaði Sig-
urður eftir þessu starfi öðrum fremur?
„Þegar ég byrjaði í krabbameinslækningum
fannst mér deyjandi sjúklingum oft undarlega
sinnt og lítið," segir Sigurður og neldur áfram:
8 VIKAN 24. TBL1991