Vikan


Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 59

Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 59
Um þessar mundir er aö koma út hjá bókaútgáfunni Hildi bók eftir Normu Samúelsdóttur. Hún ber nafnið Fundinn lykill. Sagan hér í opnunni er úr bókinni og birt meö leyfi höfundar. Myndskreytingin á síöunni hér viö hliðina er eftir Dóslu. þekkti einu sinni. Svona kærasti. Var einu sinni góð við, eins og væri hann blómið hennar, en hann vildi ekki láta vökva sig eins og blóm og veran Bera sá að hann var að kveikja sér í sígarettu. (Sígaretta var sívalningur sem sumar verur settu upp í munn- inn á sér, kveiktu í endanum með eldspýtu og kom þá reykur út um munn verunnar eftir að hún saug ...) Sumar verur vildu frekar svona sívalning en vini sem nenntu ekki að reykja. - Svona létu nú mannverurnar, alltaf að skipta sér hver af annarri. Þessi vildi gera þetta, hin vildi gera hitt og verunni okkar, henni Beru, fannst sá sem stóð á torginu minna sig á pottablóm þar sem ekkert var nema rætur en eiginlega engin mold. Moldin gaf næringu og vítamín og súrefni til að geta hugsað eða vaxið betur. Það var stundum erfiðara að rækta hreyfan- legu verurnar en þær rótföstu. Þær voru alltaf á fleygiferð og sögðu kannski nei þegar þær áttu aö segja já og þegar þær áttu að segja já þá fóru þær bara í stríð í staðinn. Hreyfanlegu verurnar, þær sem sagt var að væru gerðar eftir Guðs mynd (sþyrjið einhvern hvað Guð sé), voru alltaf í stríði. Kannski var það af því þær héldu alltaf að þær, hver og ein, vissu allt best. Þær voru í stríði við hver aðra, stríði við náttúruöflin. Vildu - og það var stundum ansi gott hjá þeim - beisla hitt og þetta. Fossana til að fá rafmagn til að sjóða matinn og sjá vel þegar veturinn er kolsvartur á nóttunni, ekki bara nóttunni, stundum allan sólar- hringinn. Sum stríð voru bara góð, til að beisla eitt- hvað, rækta eitthvað. Hreyfanlegu verurnar, kallaðir menn, voru í stjórn landanna, og, æ, það var bara voöalegt ástand sums staöar, eins og ómögulegt væri að ráða við það ... eins og eitthvað óheillavænlegt, einhver öfl sem voru myrk létu Ijóta hluti gerast. Litlar hreyfan- legar verur, börn, dóu vegna hungurs og of mikils þurrks í litlu líkömunum. Mannverur hafa líkama; hreyfanlegt höfuð, búk, hendur og fætur sem geta hlaupið. Ef hreyfanlegu verurnar fá ekki neinn mat eða eitthvað að drekka deyja þær fljótlega, hreyfast þá ekki meir og enda í moldinni í sérstökum garði, kirkjugarði eða stórum safnhaug. ( striði voru sprengjur sem voru látnar detta á hreyfanlegar og rótfastar verur og þær dóu. - Auðvitað var hægt að deyja svokölluðum eðlilegum dauðdaga, verða gamall, gömul, gamalt tré, en það er önnur saga . . . Nú var maímánuður, bráðum júní og veran okkar gekk á lifandi jörðinni sinni, horfði á rótföstu verurn- ar og sá að enn voru laufin krumpuð, eins og ný- fædd mannsbörn. Sá að fæðing var í aðsigi, opnun afla sem voru hlýrri og hlýrri með hverjum degin- um ... Það var fallegt... Þessi saga endar dálítið einkennilega. Þannig var að dag einn byrjaði Bera allt í einu - hún hafði týnt lykli, fór að leita og fann - að moka og moka og moka holu. Svo þegar holan (þetta var mold) var orðin nógu stór hoppaði hún niður í hana og fór svo og safnaði henni saman með höndunum upp að mitti, lét hana detta á sjálfa sig og þjappaði saman. Nú var hún alls ekki mjög hreyfanleg vera. Bara handleggir lausir og hún með lykilinn sinn í festinni um hálsinn. Ekki er almennilega Ijóst höfundi þess- arar sögu hvort Bera hélt hún gæti orðið tré eða kartafla með rætur, en vinur hennar sem heitir Demus kom þarna og kiþpti henni upp, hlæjandi. Og var ekki lengi að því. Það sást svo síðast til þeirra er þau gengu saman áleiðis heim og Demus sagði; „Nú ætla ég sko aö baða þig, Bera!" Endar svo þessi sumarsaga ... □ VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: f^Ídólbadstoían | Laugavegi NÝJAR COSMOLUX RS PERUR OPIÐ Virka daga 08.00 - 22.00 Laugardaga 09:30-19.00 LAUGAVEGI 99 Sunnudaga 11:00 - 17:00 Símar 22580 og 24610 AFMÆLISTILBOÐ: Andlitsbað, handsnyrting og fótsnyrting. Aðeins kr. 4.500,- Bjóðum frábæra jurtakúra fyrir bóluhúð, eldri húð og háræðaslit. Einnig Depigel eftir vax, lýsir hár og dregur úr hárvexti. SNYRTISTOFA ÁRBÆJAR SÍMI 68 93 10 REYKJAVÍKURVEGI 64 ■ HAFNARFIROI ■ SÍMI 652620 • HEIMASÍMI 52030 Hreinsum allan venjulegan fatnaö með bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. ANDLITSBÖÐ, HÚÐHREINSUN, LITUN, FÓTSNYRTING, HANDSNYRTING DAG- OG KVÖLDSNYRTING V AXMEÐFERÐ Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elín Jónsdóttir, hárgreiöslumeistari, Ásta K. Árnadóttir, Elva B. Ævarsdóttir, Þórunn A. Gylfadóttir, Halla R. Ólafsdóttir. 24. TBL 1991 VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.