Vikan


Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 92

Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 92
TEXTl OG LJÓSMYNDIR: ÞORSTEINN ERLINGSSON Nágrannakonurnar. F.v. Hrefna Guðmundsdóttir, Helga Eyjólfsdóttir, Auður Björg Sigurjónsdóttir og Sigurbjörg samankomnar á heimili þeirrar síðastnefndu í góðri stemmningu við að undirbúa jólin fyrir heimili sin, vini og vandamenn, með gerð fallegra muna úr bútasaumi. BÚTASAUMUR ER BRÁÐSMITANDI Fallegir hlutir geta skreytt ótrúlega mikiö híbýli manna og ekki er minni ánægja af þeim ef maður hef- ur gert þá sjálfur. Þaö eru ótelj- andi möguleikar á að skreyta heimilið fyrir jólin. Vikan heim- sótti nokkrar hressar konur sem koma saman fyrir jólin til að vinna að því sameiginlega hugðarefni sínu að skreyta heimili sitt fallegum hlutum gerðum úr bútasaumi, ásamt því að lauma nokkrum slíkum í jólapakkana. Að þessu sinni komu þær saman f Keilufelli í Breiðholti, á heimili Sigurbjargar Júlíus- dóttur bókavarðar og fjöl- skyldu hennar, þeirra Þorgeirs Elíassonar framkvæmdastjóra og dótturinnar Þórunnar, tólf ára. Þau eiga þrjú önnur börn en þau eru flogin úr hreiðrinu. Sigurbjörg starfar á bóka- safninu í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. „Á bókasafn- inu vinna eingöngu konur og eru þær um fjórtán talsins," segir Sigurbjörg. „Það má segja að bútasaumsáhuginn hafi smitað út frá sér því að- eins eru um tvö ár síðan ég hóf störf þarna og nú stunda líklega tólf þeirra hann af kappi. Við saumum saman reglulega og höfum tekið sal á leigu þar sem við getum komið saman og stundað þessa iðju okkar yfir vetrarmánuðina. Konurnar eru á öllum aldri. Þetta byrjaði allt saman þann- ig áð ég fór að miðla af þeirri reynslu sem ég hef fengið í þessu í gegnum árin. Sjálf byrjaði ég fyrir tíu árum með því að fara á námskeið hjá vefnaðarvöruversluninni Virku og einnig hjá Sigrúnu Guð- mundsdóttur hannyrðakonu sem meðal annars hefur sam- ið bækur um saumaskap. Þetta hefur þýtt það að við á bókasafninu erum alltaf að sauma í frístundum okkar og nú saumum við saman fyrsta laugardag í mánuði og jafnvel eitt kvöld til viðbótar. Ég er einnig með námskeið fyrir ein- staklinga og svo einstaka hópa en það er hvort tveggja í mjög takmörkuðum mæli.“ NÁGRANNAKONUR SAMEINAST „Ég bý í mjög skemmtilegri götu, Keilufellinu. Hún saman- stendur af viðlagasjóðshúsum sem byggð eru úr timbri og eru þau mjög vinaleg," segir Sig- urbjörg. „Samkomulagið er sérstaklega gott hérna, mikil samheldni og engin leiðindi hafa komið upp í sambýlinu. Ef svo er hlýtur það að hafa farið framhjá mér. Bútasaumurinn hefur herjað hér í götunni, ef svo má að orði komast. Nú er það svo að við, nokkrar nágrannakonur, komum saman fyrir jólin f skemmtilegri stemmningu, annaðhvort með jótaglögg og piparkökur eða rauðvín og osta og saumum saman. Eng- in önnur en ég hafði lagt stund á bútasaum áður og því var þetta mjög skemmtileg reynsla. Við höfum stundum tekið fyrir einn hlut og saumar hann síðan hver og ein eftir sínum smekk. Sem dæmi saumuðum við doppóttan kött fyrir ein jólin. Þetta er virkilega skemmtileg hefð og hefur allt- af verið mjög glatt á hjalla hjá okkur þessi kvöld." í fáfræði sinni langaði blaðamann að vita nákvæm- lega hvað bútasaumur væri. „Bútasaumur er upphaflega amerfskt fyrirbæri," segir Sig- urbjörg, „og að einhverju leyti 88 VIKAN 24. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.