Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 40
SMÁSAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON
BARN í VÆNDUM
Róbert starði agndofa á Lenu þar
sem hún sat í stofunni og hélt um
magann. - Nú er það að koma,
stundi hún og leit ásakandi á
Róbert. - Hvað er að koma? spurði
hann æstur. - Barniö er að koma, bjáninn
þinn, svaraði Lena gremjulega.
Undanfarnar tvær vikur höfðu verið Róbert
eins konar martröð. Lena var komin á síðasta
mánuð meögöngunnar og hafði sí og æ verið
að kvarta um verki. Hann vissi aldrei í hvorn
fótinn hann átti að stíga þegar Lena stundi og
sagði: Nú er það að koma.
- Lena, ertu alveg viss? Róbert tók að æða
um gólf. - Þú sagðir þetta líka síðaat þegar ég
fór með þig upp á spítala en þá varstu bara
send aftur heim.
Þetta varð ekki til að róa Lenu. - Ætlar þú að
standa þarnaog láta mig fæða hérna í stofunni
eða ætlar þú að keyra mig upp á spítala?
Róbert tók utan um hana. - Auðvitað fer ég
með þig upp á spítala, ástin mín. Ég vil bara
vera viss um að barnið sé í raun og veru að
koma núna. Hvernig getur þú verið svona
viss? Þú hefur aldrei átt barn áður. - Ég er búin
að tala við Ijósmóður á spítalanum og hún vill
að ég komi núna af því að þetta erfyrsta barn.
Lena varð náföl. - Aaaa! Hún greip um mag-
ann og setti neðri vörina yfir þá efri. Hún blés
ótt og títt upp á nefið á sér. Róbert varð mátt-
laus, þetta hafði hún aldrei gert áður. Hann sló
laust á bakið á henni. - Áttu eitthvað erfitt með
að anda? spurði hann hræddur. Verkurinn leið
hjá og Lena skellihló að spurningu hans. - Þú
hefðir betur komið með mér á fræðslunám-
skeiðið, þá værir þú kannski ekki alveg svona
uppspenntur og hræddur núna. Það mætti
halda að þú værir á leiðinni að fæða.
Þetta hafði Róbert einmitt fundist allan með-
göngutímann. Lena hafði reynt að draga hann
á hina og þessa fræðslufundi fyrir verðandi for-
eldra en hann gat ekki séð neinn tilgang í því.
Hann hafði þó látið tilleiðast einu sinni og farið
á fund þar sem fæðingin sjálf var til umfjöllun-
ar. Þar hafði Róbert að vísu staldrað stutt við
enda orðið nóg um við það eitt að sjá stórar lit-
myndir af konum í fæðingarstellingúm sem
þöktu stofuveggina. Honum hafði sýnst að nóg
yrði að kljást við þetta þegar þar að kæmi, í
það minnsta alveg óþarfi að velta sér upp úr
því löngu fyrir tímann.
- Róbert, sagði Lena rólega eins og til að
styggja hann ekki. Við verðum að fara að
koma okkur, það eru bara fimmtán mínútur á
milli hríða. Róbert stóð upp. - Allt I lagi, ástin
mín, við skulum þá koma. Annars þekki ég
konu sem fór ekki fyrr en þrjár mínútur voru á
milli. Lena sendi honum stingandi augnaráð. -
Ég skal láta þig vita það, Róbert, að ég ætla
ekki að koma niður á spítala meö barniö í nær-
buxunum, svo mikið veit ég.
Róbert vissi að Lena hafði rétt fyrir sér en til-
hugsunin um að stundin væri upprunnin gerði
það að verkum að hann vildi skjóta þessu á
frest. Hann hefði gjarnan viljað ná í þann fræð-
ing sem kom því í tísku að feður væru við-
staddir svona nokkuð.
Róbert þurfti að beita sig eins konar sefjun til
að aka slysalaust niður á spítalann. Þau tóku
lyftuna upp á þriðju hæð, Lena gekk rakleitt að
lúgu til hliðar við stóra hurð sem á stóð
stórum stöfum: Óviðkomandi bannaður að-
gangur. Hún kynnti sig og að vörmu spori kom
kona I hvítum slopp og opnaöi dyrnar. Hún
heilsaði Lenu með handabandi en lét sem hún
sæi ekki Róbert. - Ég ætla að biðja þig að
koma hérna í skoðunarherbergið. Hún teymdi
Lenu með sér og stóra hurðin sem opnaðist í
40 VIKAN 24. TBL.1991