Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 74
SAM-UTGAFAN OG KORPUS AÐ SAMEINAST
Aukin útgáfa - meiri tækni
Aðaleigendur hins sameinaða
fyrirtækis staddir i höfuðstöðv-
um Crosfield i Hemel Hempstead
i Englandi að kynna ser þa
tugmilljóna krona samstæðu.
sem nú er á leiðinni til landsins.
Stóra myndin er samsett i
tölvunni goðu ur litlu myndunum
þrem sem sjást fyrir ofan.
Tvö af öflugustu fyrirtækj-
um landsins, hvort á
sínu sviði, SAM-útgáfan
hf. og Korpus hf., eru að sam-
einast. Fyrirtækin voru bæði
stofnuð árið 1974 og hafa þvf
verið starfandi í 17 ár. Bæði
hafa fyrirtækin átt mikilli vel-
gengni að fagna, SAM-útgáf-
an á sviði tímaritaútgáfu og
Korpus á sviði almennrar
prentþjónustu.
SAM-útgáfan gefur út tíma-
ritin Vikuna, Bleikt og blátt,
Samúel og Hús og híbýli. Á
þessu ári hefur oröið 30 pró-
sent söluaukning hjá fyrirtæk-
inu.
Korpus starfrækir umfangs-
mikla prentþjónustu og prent-
miðlun og vinnur fyrir þekktar
auglýsingastofur, prentsmiðjur
stórar og smáar, bóka-, hljóm-
plötu- og myndbandaútgef-
tekinn í notkun svokallaður
„stúdíólinkur", sem gerir fyrir-
tækinu kleift að taka við hvers
kyns verkefnum frá þeim sem
vinna á Macintosh og PC tölv-
ur og fella inn í litskeytingar-
tölvuna til framhaldsvinnslu.
Nýja fyrirtækið mun bera
nöfn beggja fyrirtækjanna og
heita SAM-útgáfan / Korpus hf.
og hefst starfsemi þess 1.
janúar 1992. Verður öll starf-
semi fyrirtækisins í rúmgóðu
húsnæði í Ármúla 22 þar sem
Korpus er til húsa.
Á myndinni sjást þeir Helgi
Agnarsson og Sigurður Bjarnason
sitjandi en standandi eru þeir
Sigurður Fossan og Þórarinn Jón
Magnússon frá SAM
endur auk margs konar vinnslu
fyrir félagasamtök og stofnanir.
Markmiðiö meö sameiningu
þessara fyrirtækja er að ná
fram meiri hagkvæmni í
rekstri. Um leið eru fyrirhuguð
aukin umsvif í útgáfustarfsemi
og þá m.a. ráðist í útgáfu
vasabrotsbóka. Einnig er ætl-
unin að auka útgáfuþjónustu
við félög og fyrirtæki.
Við sameininguna verður
tekin í notkun fullkomnasta lit-
skeytingartölva sem völ er á í
dag. Tölva þessi, sem er algjör
nýjung hér á landi, ber heitið
„Studio 920“ og er framleidd
af fyrirtækinu Crosfield Elec-
tronics í Bretlandi. Tengist hún
tveim litgreiningarskönnum frá
sama fyrirtæki. Að auki verður
70 VIKAN 24. TBL. 1991