Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 35
yfirbragði flutningsins. „Segja
má að við séum svolítið að
reyna að bæta upp það sem á
vantaði," segir hann, „þegar
við höföum hvorki tíma né
tæknilega möguleika á að
gera hlutina eins vel og við
vildum hafa gert. Gömlu upp-
tökurnar hafa geymst illa,
bæði sjálf upptökuböndin og
síðan plöturnar. Hljómgæðin
hafa horfið með árunum og að
okkar dómi hefði ekki komið til
greina að láta nægja að notast
við gömlu upptökurnar og gefa
þær út á ný.
Mismunur á flutningnum þá
og nú er einkum fólginn í upp-
tökutækninni auk þess sem
hljóðfærunum hefur fjölgað
nokkuð. Áður fyrr var allur
undirleikurinn tekinn upp á
einum degi og síðan söngur-
inn á öörum og þar með var
því verki lokið. Nú er þetta orð-
ið miklu flóknara en um leið
fullkomnara í alla staði.
Hljóðblöndunin þekktist varla í
gamla daga, þegar hljóöið var
blandað um leið og það var
tekið upp. Þess vegna hljómar
tónlistin miklu betur núna.“
Það er á þremenningunum
að sjá og heyra að þeir meina
það sem þeir segja og gera.
Þeir ætla sér að standa og
falla með þessari nýju plötu
sem er skemmtileg blanda af
gömlu lögunum þeirra og titl-
um sem þeir hafa ekki sungið
fyrr opinberlega. Björn segir
að Troels hafi safnað óhemju
mörgum plötum með tónlist af
þessu tagi og safn hans sé
óþrjótandi uppspretta. Aðal-
lega er þar um að ræða þjóð-
lagatónlist frá Bandaríkjunum,
Bretlandi og írlandi. „Þegar
kom til tals að við æfðum ný
lög fyrir plötuna," bætir Björn
við, „sóttum við í þennan
gnægtabrunn. Lögin, sem síð-
an urðu fyrir valinu, höfum við
þekkt lengi og langað til að
flytja einhvern tíma. En þegar
menn eru að fást við allt aðra
hluti gefst hvorki tími né rúm til
þess. Við höfum því haft
ómælt gaman af því að setjast
niður saman á nýjan leik. Við
fengum þrjá textasmiði til aö
semja nýja texta við öll þau lög
sem bættust við, þá Jón Örn
Marinósson, Jónas Árnason
og Aðalstein Ásberg Sigurðs-
son. Því má síðan ekki gleyma
að Sigurður heitinn Þórarins-
son jarðfræðingur samdi flesta
textana við gömlu lögin.“
Þeir félagarnir spila allir á
plötunni en líklega er þó hlutur
Þóris mestur þar eð hann leik-
ur á hin fjölbreytilegustu hljóð-
færi ef því er að skipta. Ýmsir
góðir hljóðfæraleikarar veita
þeim liðsinni, eins og Gunnar
Þórðarson og Friðrik Karlsson
á gítar og Birgir Baldursson á
trommur.
í FLUTNINGI
ÞRIGGJA PILTA
Liðinn er aldarfjórðungur síð-
an Savanna-tríóið lét í sér
heyra síðast. Þegar þeir eru
spurðir að því hvort þeir séu
ekkert smeykir við að leika inn
á plötu svo gamla tónlist sem
raun ber vitni - á tímum síbylj-
unnar - svara þeir því neitandi
allir í kór.
„Helmingurinn af plötunni
var sérstaklega hugsaður fyrir
þá hlustendur sem muna eftir
okkur síðan í gamla daga,“
segja þeir. „Hinn helmingurinn
fyrir þá sem fæðst hafa
síðan."
Mörgum kann að finnast
nafnið Savanna-tríó frekar
eiga við fjöllistamenn utan úr
hinum stóra heimi en þrjá
Frónbúa sem gert hafa vinsæl
rammíslensk lög á borð við Á
Sprengisandi og Suðurnesja-
menn. Hvers vegna Savanna-
tríó?
„Á þessum árum tíðkaðist
að láta sönghópa og hljóm-
sveitir heita eftir ýmsum stöð-
um og fyrirbærum, eins og
Plútó, Úranus, Lúdó og þar
fram eftir götunum," svarar
Troels og Björn bætir við:
„Áður en Savanna-tríó kom til
spilaði ég í hljómsveit sem hét
Diskó-sextett, löngu áður en
diskó-æðið greip um sig og allt
sem því fylgdi."
Þeir höfðu ákveðna fyrir-
mynd, hið víðfræga Kingston-
tríó í Bandaríkjunum. Á tíma-
bili lék Þórir til dæmis á svo-
kallaðan tenór-gítar, sem er
fjögurra strengja, svo allt væri
nú eins og það ætti að vera.
„Þeir nefndu tríóið eftir
ákveðnum stað og því var við
hæfi að við gerðum það líka,“
segir Björn. „Þegar hér var
komið sögu vissum við auðvit-
að ekkert hvort framhald yröi á
þessum ferli. Við höfðum að-
eins komið fram á skóla-
skemmtunum en þá varð úr að
við létum í okkur heyra í sjálfu
útvarpinu. Þar lentum við
meira að segja í öðru sæti á
einhverjum vinsældalista með
lagið Cotton Fields. Þegar síð-
an var kynnt hverjir syngju
sagði þulurinn aðeins „Nokkrir
VIÐ ERUM
í KIRKJUHVOLI
gegnt Dómkirkjunni
Fjölbreytt úrval gjafavöru:
Kertastjakar, krossar, helgimyndir (ikonar)
biblíur, bækur og kirkjumunir.
Einnig mikið af jólavöru á hagstæðu verði.
Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni, Rvík., sími 21090.
SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND.
24. TBL1991 VIKAN 35