Vikan


Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 10

Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 10
YNDISLEGT AÐ GETA GEFIÐ AF SÉR Systkinin Sigurður, Kristín og Herdís Finn- bogabörn sáu á bak móður sinni, Sólveigu Sigurðardóttur, í júní síðastliðnum. Þau og faðir þeirra, Finnbogi Gíslason, eru á einu máli um að starfsemi Heimahlynningar hafi skipt sköpum fyrir Sólveigu síðustu vikurnar. Sólveig var með krabbameinsæxli í lunga og það færðist upp í heila svo að í hennar tilviki var sjúkdómurinn bráður. Eftir að heilaæxlið var fjar- lægt hresstist hún mikið, þó geisla- meðferðirnar tækju á. Heilaæxlið tók sig síðan upp aftur og þessi tæplega 55 ára kona varð ein þeirra er lotið hafa í lægra haldi fyrir þess- um illvíga sjúkdómi. „Þetta var afar sérstakur tími og við vorum öll mjög ánægð með þjónustu Heimahlynning- ar,“ segir Sigurður. „Þó maður vissi innst inni að stutt væri eftir var þetta samt yndislegur tími því við gátum gefið af okkur. Þjónustan gaf mömmu mikið og starfsfólkið er allt svo Ijúft að henni leið vel í návist þess. Þau eru öll eins að því leyti að vera gefandi og veita alla þá þjónustu og tima sem þau mögulega geta. Þau gerðu henni og auðvitað okkur þetta stríð miklu léttara. Vegna þessarar aðstöðu var okk- ur gert kleift að vera með henni allan þann tíma sem hún átti eftir. Hefði þessi þjónusta ekki verið fyrir hendi hefðum við ekki getað þetta. Þegar litið er til baka finnst mér þau ekki síst hafa verið okkur aðstandendunum góður bakhjarl enda er þetta alveg einstakt fólk. Þau leiðbeindu okkur til dæmis með hvað væri fram undan því vitanlega breytist margt þegar ást- vinur kveður. Þannig sinna þau ekki aðeins líkamanum heldur sálinni líka. Nú líður til dæmis að þeim árstíma að við verðum vör við fráfall hennar aftur, vegna jóla- hátíðarinnar. Hún var einmitt svo mikið fyrir að gera jólin hátíðleg. Hefðum við ekki getað gert þetta svona væri söknuðurinn miklu sárari og eftirsjáin vegna þess sem maður ekki gerði miklu meiri. Ég held að það sé miklu auðveld- ara að lifa með þessum missi af því að þau gerðu okkur mögulegt að gefa af okkur. Ég fékk að gera allt sem ég mögulega gat til að hlúa að henni. Það má vera gott fólk sem gefur sig í svona starf og ég myndi mæla með þess- ari þjónustu við alla, sérstaklega sjúklingsins vegna. Maður er bara hissa á að ekki skuli vera varið meiri fjármunum í þetta starf, því fyrir utan hvað það er miklu manneskjulegra er það miklu ódýrara, ef hagsýnisþátturinn er líka skoðaður." „Mamma ætlaði sér að lifa og hún kvartaði aldrei yfir sjúkdómnum. Innst inni vissi hún þó hvað var að gerast. Vissulega skiptir það okkur miklu máli að hafa verið þátttakendur, hafa fengið að hjálpa henni, hjúkra, hugsa um hana og vera meö henni allan tímann,“ segir Kristín. „Það er miklu auðveldara fyrir aðstandendur að sinna þeim sjúka þegar hann er heima. Líf- ið gengur meira sinn vanagang og það er meiri friður og ró í kringum aðhlynninguna en þegar fólk er að skiptast á um að þeysast upp á spít- ala í stutta heimsókn. Ég held að það hjálpi að- standendum mjög mikið að fá aðstoð Heima- hlynningar því hún er eins persónuleg og hún getur verið. Ef þessi leið er framkvæmanleg held ég að ekki sé spurning um að þetta sé leiðin sem á að fara.“ ERU DAGLEGA í NÁVIST DAUÐANS Frh. af bls. 9 ekki að taka þátt í vanlíðan. Við þekkjum ekki einu sinni okkur sjálf - eðli okkar og þarfir. Allir þurfa að upplifa dauða, skilnað og sorgir en málið er hvernig við getum stutt hvert annað þannig að við komumst í gegnum slíkt á heil- brigðan hátt.“ ÞVERFAGLEG TEYMISVINNA Heimahlynningin sinnir á milli fimmtán og tutt- ugu manns á hverjum tíma. „Stærstur hluti þeirra er eldra fólk því flestir sem fá krabba- mein eru eldri borgarar," segir Bryndís. „Þó erum við alltaf með ungt fólk inn á milli og svo hefur þróunin orðið sú síðan í vor að leitað hef- ur verið til okkar með að styðja fólk sem ennþá er í lækningameðferð og það starf finnst mér hafa fariö vaxandi." „Hjúkrunarfræðin er mjög vítt svið,“ segir Hrund, „en þegar okkar þekkingu þrýtur höfum við svokallaða ráðgjafanefnd um líkn okkur til halds og trausts." Starfsfólk Heimahlynningar hittir ráðgjafanefndina hálfsmánaðarlega en auk þess sitja hana geðlæknir, sálfræðingur, félagsráðgjafi og sjúkrahúsprestur. Einnig hef- ur teymið aðgang að næringarráðgjafa, svæf- ingalækni og lyfjafræðingi. Á fundum ráðgjafa- nefndarinnar fer fram þverfagleg teymisvinna og kemur hver sérfræðingur með sitt innlegg. Hospice-hugmyndafræðin byggir einmitt mikið á teymisvinnu og þeirri staðreynd að enginn einn aðili geti sinnt öllu heldur sé það samvinn- an sem gildi. „Það er auðvelt að sjá gildi þessa samstarfs eftir að hafa verið inni á heimili hjá sjúklingi og reynt að greina þar vandamál sem einhver annar sér síðan allt annan flöt á og aðrar úr- lausnir," segir Bryndís. „Hver stétt virðir hinar og gerir sér grein fyrir því að þær eru allar nauðsynlegar til að vinna þetta starf.“ „Eftir að ég hóf störf með þessum hópi er ég orðinn miklu næmari á þætti sem mér voru ekki Ijósir áður,“ segir Sigurður. „Sem dæmi má taka alls kyns félagslega þætti. Við athug- um hve mikinn þátt sálarangist á í einkennum og reynum almennt að nálgast málin heildrænt. Stundum er nefnilega hættulegt að horfa á einstaka þætti sem hægt er að lagfæra, ef þeir þýða það að einungis er verið að framlengja dauðastríðið. Sígilt dæmi er að gefa sýklalyf við lungnabólgu því lungnabólgan getur komið sem hinn mjúki dauði, loksins, langþráður. Líf mannsins heldur ekki áfram þó svo unninn sé bugur á sýkingunni. Það framlengir aðeins kvölina, dauöastríðið, en verður ekki mann- eskjunni til góðs. Undantekningin á þessu er ef sjúklingurinn vill sjálfur fá lyfin. Hann á rétt á því að berjast á hvern þann hátt sem honum hentar. Almennt hjálpar þessi heildarsýn okkur þó að taka siðferðislega réttar ákvarðanir." STÓRI BOÐSKAPURINN „Þetta er mikilvægt starf og ég sé gjarnan að það vaxi,“ segir Sigurður. „Það er mikil þörf fyrir það og stóri boðskapurinn er að fólk fái vitneskju um að ekki sé sjálfgefið að ástvinir þess fari inn á sjúkrahús, séu þeir deyjandi, nema þeir vilji það sjálfir. Ég sé gjarna að við fáum aðstöðu á deild eða í heppilegu húsnæði öðru, þar sem við getum sinnt einstæðingum og þeim sem ekki geta veriö lengur heima af einhverjum ástæðum. Þessi þjónusta, sem við rekum hérna, er þar að auki miklu ódýrari en að hafa sjúkling inni á sjúkrahúsi enda hafa Tryggingastofnun og tryggingaráð stutt okkur vel. Rétt eins og fólk leggur að sér við börn sín leggur það að sér við móður sína deyjandi, af Frh. á bls. 12 1 0 VIKAN 24. TBL 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.