Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 72
FORSÍÐUSTÚLKURNAR:
/
Nú hafa allir þátttak-
endur forsíðukeppni
SAM-útgáfunnar, átta
að tölu, verið kynntir á forsíðu
Vikunnar. Allar stúlkurnar
stunda nú líkamsrækt og
Ijósaböð fram til loka keppn-
innar sem verður haldin að
Hótel (slandi 2. janúar næst-
komandi. Hvað varðar undir-
búning keppninnar er það ný-
mæli að allar stúlkurnar hafa
fengið Academie snyrtistofu
sér til aðstoðar við undirbún-
inginn.
Það er í mörg horn að líta
þegar keppni sem þessi er
undirbúin. Fáir nema þeir sem
reynt hafa gera sér grein fyrir
öllu því álagi sem fylgir því að
vera á stöðugum þeytingi milli
skóla eða vinnu, mæta i
myndatökur, viðtöl o.fl.
Spenna og kvíði vegna þess
að vera allt í einu í sviðsljósinu
og eiga alltaf að líta vel út og
vera vel fyrirkallaður geta þeg-
ar verst gegnir orsakað bólur,
útbrot og bauga undir augum,
jafnvel svo að snilldarförðun
getur ekki bætt að fullu. Hend-
urnar verða líka að vera í lagi,
neglur helst langar og vel hirt-
ar og ekki er hægt að ætlast til
að svo ungar stúlkur sem velj-
ast til keppni sem þessarar
kunni skil á öllu þessu.
Þá þykir það ekki fallegt á
okkar menningarsvæði að
stúlkur séu með mikinn sjáan-
legan hárvöxt á fótleggjum
eða í andliti. Öllu þessu getur
góð snyrtistofa bætt úr. Því er
það mikill fengur fyrir kepp-
endur í forsíðukeppni SAM-út-
gáfunnar að fá Academie
snyrtistofurnar til að styrkja
sig á meðan á undirbúningi
keppninnar stendur. Hver
stúlka fær meðhöndlun á Aca-
demie snyrtistofu að verðmæti
frá 20 þúsund krónum í vörum
og vinnu.
Þátttakendur í
SAM-keppninni um
titllinn forsíðustúlka
ársins 1991 njóta allar
þess besta á Academie
snyrtistofum, hver á
sinni stofu.
vörur frá Academie eru of-
næmisprófaðar og framleiddar
án tilrauna á dýrum.
LÝSIR UPP
BRÚNA BLETTI
Ný sólkremalína var mark-
aðssett árið 1990 ásamt húð-
förðunarvörum. Það nýjasta
frá Academie og það sem vak-
ið hefur mesta eftirtekt er
„Whitening creme" en það er
krem sem lýsir upp brúna bletti
á húðinni. Þessir blettir geta
komið af ýmsum orsökum svo
sem vegna þess að farið hefur
verið í sólbað með ilmvatn á
hörundinu eða þá að konur fá
þessa bletti á meðgöngu eða
við notkun getnaðarvarnarpill-
unnar og gengur illa að losna
við þá aftur.
NÚ UM LAND ALLT
Academie vörurnar voru
upphaflega aðeins seldar á
Snyrtistofu Fanneyjar Hall-
dórsdóttur á Hverfisgötu 50 en
vorið 1990 tók Heildverslunin
Inga aö sér dreifingu á Acade-
mie á íslandi. Framkvæmda-
stjóri Heildverslunarinnar Ingu
er Inga Þyrí Kjartansdóttir
snyrtifræðingur. Útsölustaðir
eru nú um allt land, eftirtaldar
snyrtistofur: Snyrtistofan
Hilma, Húsavík, Snyrtistofa
Sigríðar, Patreksfirði, Snyrti-
stofa Önnu, Rifi, Snæfellsnesi,
Snyrtistofan Eva, Akureyri,
Snyrtistofa Lilju, Akranesi,
SELDAR í RÚMLEGA
25 ÞJÓÐLÖNDUM
Academie snyrtivörufyrir-
tækið var stofnað í Paris árið
1926. Fyrirtækið stendur því á
gömlum grunni en er enn þann
dag í dag rekið sem fjölskyldu-
fyrirtæki, eitt af fáum í Frakk-
landi. Stjórnarformaðurinn er
kona, Mrs Gay. Academie
snyrtivörurnar eru seldar í
rúmlega 25 löndum og síðan
1986 hefur fyrirtækið lagt aðal-
áherslu á þjónustu við snyrti-
stofur þar sem mikil áhersla
hefur verið lögð á ýmiss konar
sérmeðferð sem veitt er á
snyrtistofum. Hér á íslandi eru
Academie snyrtivörurnar ein-
göngu fáanlegar á snyrtistof-
um og seldar af fagfólki. Allar
68 VIKAN 24. TBL. 1991