Vikan


Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 46

Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 46
Brenmvínstengd offfilq bama JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA Kæra Jóna Rúna! Ég vil eiginlega byrja á ad þakka þér fyrir allt gott og gagnlegt hér á síðum Vikunnar. Þau mál sem ég vil bera undir þig eru kannski ekki stórmál en alla vega frekar óþægileg fyrir mig. Ég er undir sautján ára og alltof feitur, þannig að það veldur mér leiðindum. Ég hefbreyst að þessu leyti til hins verra á siðustu tveim árum. Flestir strákar á mínum aldri eru komnir með kærustu en ég hef greinilega enga möguleika á slíku. Stelpunum finnst - eins og mérsjálfum - ég alltof mikill hlunkur til að ég freisti þeirra. Þó hef ég reynt að vekja athygli á mér. Ég er sagður frekar fyndinn og léttur í skapi. Áður var ég frekar mjór ef eitthvað var. Mér leiðast allar íþróttir og þykir mjög gott að borða. Sæl- gæti af ýmsum gerðum á líka vel við mig. Ég veit ekki hvort það segir þér nokkuð en einmitt fyrir rúmum tveim árum skildu foreldrar mínir eftir mjög mikla erfiðleika i sambúð, meðal annars vegna drykkjuskapar beggja á tímabili. Pabbi er hættur núna. Mamma á og átti við áfengisvandamál að stríða og við búum saman eftir að pabbi fór, ásamt þrem systkin- um mínum sem eru yngri en ég. Ég hef mjög miklar áhyggjur af henni og við rífumst mikið. Henni finnst ég of afskiptasamur og gagnrýnir mig stöðugt, ef ekki fyrir þetta þá hitt. Hún vinnur alltaf en drekkur svo þegar hún kemur heim á kvöldin og um helgar líka. Það má segja að hún og flaskan búi í svefnherberginu á þessum stundum, saman í sátt og samlyndi ef enginn truflar þær. Ég þoli ekki að sjá hana eyðileggja sig svona og sjálfur hef ég aldrei smakkað vín og reyki ekki heldur. Þá má segja að ég verði að sjá um yngri systkini mín og hana líka. Mig langar í raun og veru ekki að lifa en líður þó beturefég bara borða og borða, reyndar liggur við að mér sé sama hvað það er. Mér finnst núna að ég sé bæði feitur og Ijótur og engum að gagni. Kæra Jóna Rúna, viltu vera svo góð að leiðbeina mér og kannski segja mér það sem þú skynjar og finnur, það sem þín skyggnu augu kannski sjá en ekki ég í augna- biikinu. Með fyrirfram þakklæti, Villi. Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.^ajj^ Elskulegi Villi! Kærar þakkir fyrir einlægt og skynsamlegt bréf, auk hvatningar til mín. Þú ert svei mér þá allur í steik og kannski ekkert skrýtið, þó ekki væri nema vegna heimilisaðstæðna. Eins og þú sérð hef ég vísvitandi breytt bréfinu þínu þannig að útilokað er að rekja slóð þess til þín. Eins og þú og aðrir lesendur vitið eru sérfræðingar í heilbrigðiskerfinu þeir einstakl- ingar sem eiga að fjalla um og meðhöndla vanda- mál þeirra sem eru sjúkir. Mitt hlutverk er fremur að styðja þá sem sýnilega eru heilbrigðir og eru að fara í gegnum eðlilega og tímabundna erfiðleika hins venjulega lífs. Ég nota eins og áður innsæi mitt, reynsluþekk- ingu og hyggjuvit til leiðsagnar og mögulegra ábendinga. I mínu hugskoti hvílir engin hefðbundin fagþekking sem líkleg er til að leysa nokkurs manns vanda. Allt sem fjallað er um hér er hugsað fyrst og fremst sem viðmiðun og möguleg huggun fyrir heil- brigt fólk en engar patentlausnir fáanlegar af neinu tagi. Ég vil benda á - sérstaklega þín vegna og ekki síður vegna þeirra ótal mörgu sem líða stórlega af svipuðum ástæðum og þú - að hyggilegt er, þegar vandi sem þessi er okkur ofviða, að snúa sér í upp- lýsingaskyni til að byrja með til skrifstofu SÁÁ sam- takanna í Síðumúla 3-5 í Reykjavík. Þar má afla sér gagna og upplýsinga um mögulegan stuðning fyrir þig og aðra vegna þess vanda sem ýmiss kon- ar vímuefnum fylgir og mögulegra afleiðinga þeirra fyrir þá sem fyrir afleiðingum þeirra verða; hafa ánetjast eða eru þolendur neytenda þessarar váar. Starfsfólk þessara ágætu samtaka getur örugglega opnað augu okkar fyrir margþættum möguleikum hinna ýmsu félagasamtaka og meðferðarleiða sem standa fólki opnar til stuðnings, fólki sem er annað- hvort að kljást við áfengissýki sína eða sinna og hörmulegar afleiöingar þessarar váar fyrir allt heil- brigt og stöðugt heimilislíf. Reyndu því til að byrja með jafnframt að kanna þessa áður sögðu möguleika, með því að hringja í síma 91-812399 sem er símanúmer það sem SÁÁ gefa upp og er á skrifstofu þeirra. Spurðu sérstak- lega um FBA. Það eru samtök kvenna og karla sem öll eiga það sameiginlegt að hafa fæðst eða alist upp við aðstæður þar sem vímuefnaneysla var vandamál og er jafnvel enn fyrir hendi á heimilum þeirra. Eins er hyggilegt að nota sér stuðning AA samtakanna og einnig Al-Anon. Eitthvað af þessu ættir þú hiklaust að notfæra þér, elsku drengurinn minn, og það sem allra fyrst. SAMBÚÐARSLIT ERFIÐ BÖRNUM Eins og greinilega kemur fram í bréfi þínu eru þeir erfiðleikar sem þú átt við að etja núna sennilega meðal annars afleiðingar af sambúðarörðugleikum sem foreldrar þínir áttu í fyrir skilnað og trúlega tengdust áfengi í einhverjum mæli. Eins er að eftir lifir og eimir duglega af þeim vanda í móður þinni elskulegri, sem ekki virðist hafa gert sín mál upp þrátt fyrir viðskilnað frá föður þínum. Hitt er svo aug- Ijós staðreynd og þekktur sannleikur að skilnaðar- börn þurfa að fara í gegnum miklar sviptingar i sínnu daglega lífi, svo sem umhverfisbreytingar, alls kyns aðstöðubreytingar og annað það sem upp- lausn heimila alltaf fylgir þó svo ekkert fyrirfinnist brennivínið í fjölskyldumynstrinu. Það þarf satt best að segja ekki endilega til svo að erfiðleikar skapist vegna þess arna. Ásamt áðursögðu eru innri þrautir alls kyns áhyggna, vonbrigða, vanræktra tilfinninga og al- mennur ótti við höfnun af hendi annars hvors for- eldris ef ekki beggja það tilfinningaflæði sem ekki síst kvelur svokölluð skilnaðarbörn. Rétt er að hafa í huga að áhyggjur sem skapast geta í huga barns vegna til dæmis þess foreldris sem hverfur af heimilinu og þá aðallega óttablandin umhugsun um að því líði ekki nógu vel, eru mjög al- gengar og kannski eðlilegar ef dýpra er kafað. Á stundum skilnaðar er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við hræringar af þessum toga í barnssálinni. Óeðlilegt er og óréttlætanlegt með öllu að foreldrar þessara barna taki ekki vegna eigin sálarkreppu eftir þessu eða átti sig ekki á vanda blessaðra barnanna. Það er því ekkert skrýtið þó í þjóöfélagi þar sem skilnaðir eru eins tíðir og hér á okkar ágæta landi séu til lífsleið og örvæntingarfull börn vegna ómeð- vitaðrar andlegrar vanrækslu foreldra sinna. Eins og við vitum getur þannig sálarástand einnig þrifist innra með barni þó það hafi ekki kynnst andlegum kvölum skilnaðar og búi með báða foreldra sína við nef sér öllum stundum. UMFRAMSKAMMTAR ÁSTAR OG ATHYGLi MIKILVÆGIR Skilnaðarbörn þurfa umframskammta af ást og at- hygli vegna þess að þaö er mikil og margþætt reynsla sem þeim er ætlað að takast á við og vinna úr, þó lítil séu og óþroskuð, þegar skilnaður foreldra fer fram. Unglingur eins og þú er ekki feitur og Ijótur eins og þú heldur fyrir alls kyns raðir af tilviljunum, þvert á móti. Raunveruleikinn segir sem betur fer oftast annað. Oftast er bara um að ræöa rangt sjálfsmat barna í þinni stöðu, á eigin ágæti og útliti. Þessi óhamingjusömu og illa þjáðu börn eru iðulega með kolvitlaust og alvarlega skert sjálfsmat og útlits- ímynd og það er ofureðlilegt miðað við erfiðleika þá sem þeim er ætlað að horfast í augu við og jafnvel yfirvinna. Flestum þeirra finnst því miður að þau séu óalandi og með öllu óferjandi, nema þeim sé ein- faldlega bent á að svo sé ekki. Vandi þeirra og sjálfsóánægjá er einungis partur ömurlegs ytra sem innra ástands. Ef við íhugum stöðu þína í mynstri því sem viðgengst heima hjá þér er margt sorglegt við hana að athuga og það alvarlega. Þú ert til dæmis bara unglingsstrákur með við- kvæma sál og særanlegt hjarta. Hvernig í ósköpun- um átt þú að kljást á sama tíma, án þess að eitthvað láti undan, við ótæpilega áfengisneyslu þeirra sem eiga að bera ábyrgð á þér en þú ekki þeim og þær skyldur sem þjóðfélagið reiknar þér að auki, svo sem skólann. Eins og flestir vita sem vilja vita lenda yfirleitt allir unglingar, mislengi þó, í sálarkreppu út af furðulegustu hlutum. Viðkvæmnisleg viðhorf til sjálfs sín eru ofarlega á blaði í þeim kreppum, oft tengd hormónabreytingum ýmiss konar og þeim augljósu þrautum sem fylgja því að vera hvorki barn né fullorðin manneskja. BÖRN OG UNGLINGAR EIGA SINN RÉH Stundum krefja foreldrar börn sín um þroska þess fullorðna, sér [ lagi ef þeim verður eitthvað á að 46 VIKAN 24. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.