Vikan


Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 80

Vikan - 28.11.1991, Blaðsíða 80
( Óðinsvéum svignar jóla- hlaðborðið undan danskætt- uðum réttum tólfta árið í röð. Matreiðslumennirnir í Óðins- véum urðu fyrstir til að inn- leiða hér „julefrokost“ að dönskum sið. Náði jólahlað- borð þeirra fljótlega vinsæld- um og mikið er um að sama fólkið komi ár eftir ár. Bjarni segir okkur að fólk sem ekki fékk borð í fyrra hafi þá lagt inn pöntun sína til þess að vera visst um að komast í mat- inn að þessu sinni. „Svo við erum með ársgamlar pantanir! Vegna þess að þetta hefur verið svona vinsælt og við höfum ekki getað tekið við öll- um sem hér hafa viljað vera ákváðum við að hafa opið úti í Viðey í desember. Þar er ætl- unin að taka á móti hópum og eru þegar farnar að berast pantanir." Á loftinu í Viðeyjar- stofu er rými fyriráannað hundrað matargesti í sæti. Trévirki þaksins nýtur sin vel og setur sérkenni- legan svip á salinn. „DANSKUR" MATUR - „DANSKT“ UMHVERFI Bjarni viðurkennir að það sé svolitið afstætt hvað sé hópur og þess vegna sé rétt fyrir fólk að hafa samband við þá, langi menn út í Viðey, því þegar kominn er hópur er alltaf hægt að bæta við fleirum. Það fer svo eftir efnum og ástæðum hvenær verður opið og getur það allt eins orðið bæði virka daga sem helga. Ekki þarf fólk að óttast ferðina út í eyju. Hún tekur aðeins fimm mínútur með Maríusúð Hafsteins Sveinssonar. Óski gestir þess mun séra Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey, flytja jólahugvekju til þess að auka á jólastemmninguna í eyjunni. Viöeyjarstofa átti upphaf- lega að veröa aðsetur dansk- ættaðra landshöfðingja og arkitektinn, sem teiknaði stof- una, var enginn annar en Eigt- ved sá er teiknaði dönsku kon- ungshöllina Amalienborg. Það fer því vel á því nú að njóta „dansks" jólamatar í hinu „danska" andrúrnslofti Viðeyj- arstofu. Þar sem og í Perlunni og í Óðinsvéum verða á boð- stólum frönsku Chaberley Nouveau vínin af síðustu upp- skeru, en í heimalandi þeirra þykir það mikill viðburður þeg- ar þau koma fyrst fram í nóv- ember ár hvert. Yfirmatreiðslumaður í Perl- unni er Snorri Birgir Snorra- son. Helga B. Finnsdóttir er yfirmatreiðslumaður í Viðeyj- arstofu en Steinar Davíðsson gegnir því hlutverki í Óðins- véum. Segja má aö andi Gísla Thoroddsen svífi yfir á öllum stöðunum en hann hefur starfað í Óðinsvéum í áraraðir og leggur jöfnum höndum á ráðin þar sem og í Viðey og Perlunni. Við fengum þrjá af matreiðslumönnum Óðinsvéa til þess að gefa lesendum Vik- Þeir eru orðnir margir sem ekki skynja nálægð jólanna fyrr en þeir hafa mætt í jólahlað- borð á veitinga- staðnum Óðinsvéum við Óðinstorg. unnar uppskrift að gómsætum jólamat. Matinn framreiddu þau Steinar yfirmatreiðslu- maður, Kristín Daníelsdóttir, sem Klúbbur matreiðslumeist- ara kaus „matreiðslunema ársins" þegar hún lauk námi fyrir ári, og loks matreiðslu- neminn Helgi Guðmundsson, sem er í læri hjá Steinari í Óðinsvéum. JÓLAMATURAÐ HÆTTI ÓÐINSVÉA Jólamáltíð fjölskyldunnar að hætti Óðinsvéa er þríréttuð. Fyrst er avocado með rækjum og sósu úr sýrðum rjóma fyrir sex. Helgi á heiðurinn af þeim rétti. AVOCADO MEÐ RÆKJUM OG SÓSU ÚR SÝRÐUM RJÓMA Avocado er skorið í tvennt og steinninn fjarlægður. Rækjur (magn eftir smekk hvers og eins) settar i helmingana og sósan sett yfir. Sósa er einnig borin fram í skál og ristað brauð með. HRÁEFNI: Þrjú avocado (hálft á mann). SÓSAN: 5 dl sýrður rjómi 1/2 tsk. dijon sinnep 1/2 rifin agúrka sítrónusafi arómat Á eftir forréttinum kemur grísasteik sem Steinar mat- reiddi fyrir okkur og er hún einnig ætluð sex manns. GRÍSASTEIK 1,5 kg svínasteik, krydduð meö salti og pipar. Skerið í puruna og steikið steikina í um það bil eina klukkustund og tuttugu mínútur við 180 stiga hita. Tíu mínútum áður en steikin er tilbúin eru 6 dl af vatni settir í ofnskúffuna. Soðið er sett i pott og út í það skorið eitt grænt epli, einn laukur, þrír negulnaglar og eitt lárviðarlauf. Þetta er soðið í um það bil 15 mínútur. Sósan er þykkt með sósuþykki og bragðbætt með kjötkrafti ef þurfa þykir. Það er við hæfi að bera fram með steikinni sykurbrúnaðar kartöflur, eplasalat og rauðkál. Loks er það punkturinn yfir i-ið, riz á l’allemande (jóla- grautur) fyrir tíu (svona ef gesti ber óvænt aö garði eða ef einhver borðar á við tvol). Það er „matreiðslunemi árs- ins“, Kristin Daníelsdóttir, sem framreiðir þennan sivin- sæla og gómsæta eftirrétt. RIZ Á L’ALLEMANDE 250 g hrísgrjón 11/21 mjólk 150 g flórsykur 150 g möndlur ofurlítið salt 1 stöng vanilla 12 g matarlím 3/4 I þeyttur rjómi Hrísgrjónin eru soðin í mjólk- inni með sykrinum, vanillu- stönginni og saltinu. Síðan er þetta kælt. Möndlurnar eru skornar í þunnarflögur. Matar- límið leyst upp í köldu vatni, síað og hitað. Rjóminn og möndlurnar settar í kaldan grautinn og síð- ast matarlímið. Sett í mót og látið storkna. Að lokum er rétt- inum hvolft úr mótinu á fat og hann borinn fram með ávaxta- sósu. k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.