Vikan


Vikan - 28.11.1991, Síða 40

Vikan - 28.11.1991, Síða 40
SMÁSAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON BARN í VÆNDUM Róbert starði agndofa á Lenu þar sem hún sat í stofunni og hélt um magann. - Nú er það að koma, stundi hún og leit ásakandi á Róbert. - Hvað er að koma? spurði hann æstur. - Barniö er að koma, bjáninn þinn, svaraði Lena gremjulega. Undanfarnar tvær vikur höfðu verið Róbert eins konar martröð. Lena var komin á síðasta mánuð meögöngunnar og hafði sí og æ verið að kvarta um verki. Hann vissi aldrei í hvorn fótinn hann átti að stíga þegar Lena stundi og sagði: Nú er það að koma. - Lena, ertu alveg viss? Róbert tók að æða um gólf. - Þú sagðir þetta líka síðaat þegar ég fór með þig upp á spítala en þá varstu bara send aftur heim. Þetta varð ekki til að róa Lenu. - Ætlar þú að standa þarnaog láta mig fæða hérna í stofunni eða ætlar þú að keyra mig upp á spítala? Róbert tók utan um hana. - Auðvitað fer ég með þig upp á spítala, ástin mín. Ég vil bara vera viss um að barnið sé í raun og veru að koma núna. Hvernig getur þú verið svona viss? Þú hefur aldrei átt barn áður. - Ég er búin að tala við Ijósmóður á spítalanum og hún vill að ég komi núna af því að þetta erfyrsta barn. Lena varð náföl. - Aaaa! Hún greip um mag- ann og setti neðri vörina yfir þá efri. Hún blés ótt og títt upp á nefið á sér. Róbert varð mátt- laus, þetta hafði hún aldrei gert áður. Hann sló laust á bakið á henni. - Áttu eitthvað erfitt með að anda? spurði hann hræddur. Verkurinn leið hjá og Lena skellihló að spurningu hans. - Þú hefðir betur komið með mér á fræðslunám- skeiðið, þá værir þú kannski ekki alveg svona uppspenntur og hræddur núna. Það mætti halda að þú værir á leiðinni að fæða. Þetta hafði Róbert einmitt fundist allan með- göngutímann. Lena hafði reynt að draga hann á hina og þessa fræðslufundi fyrir verðandi for- eldra en hann gat ekki séð neinn tilgang í því. Hann hafði þó látið tilleiðast einu sinni og farið á fund þar sem fæðingin sjálf var til umfjöllun- ar. Þar hafði Róbert að vísu staldrað stutt við enda orðið nóg um við það eitt að sjá stórar lit- myndir af konum í fæðingarstellingúm sem þöktu stofuveggina. Honum hafði sýnst að nóg yrði að kljást við þetta þegar þar að kæmi, í það minnsta alveg óþarfi að velta sér upp úr því löngu fyrir tímann. - Róbert, sagði Lena rólega eins og til að styggja hann ekki. Við verðum að fara að koma okkur, það eru bara fimmtán mínútur á milli hríða. Róbert stóð upp. - Allt I lagi, ástin mín, við skulum þá koma. Annars þekki ég konu sem fór ekki fyrr en þrjár mínútur voru á milli. Lena sendi honum stingandi augnaráð. - Ég skal láta þig vita það, Róbert, að ég ætla ekki að koma niður á spítala meö barniö í nær- buxunum, svo mikið veit ég. Róbert vissi að Lena hafði rétt fyrir sér en til- hugsunin um að stundin væri upprunnin gerði það að verkum að hann vildi skjóta þessu á frest. Hann hefði gjarnan viljað ná í þann fræð- ing sem kom því í tísku að feður væru við- staddir svona nokkuð. Róbert þurfti að beita sig eins konar sefjun til að aka slysalaust niður á spítalann. Þau tóku lyftuna upp á þriðju hæð, Lena gekk rakleitt að lúgu til hliðar við stóra hurð sem á stóð stórum stöfum: Óviðkomandi bannaður að- gangur. Hún kynnti sig og að vörmu spori kom kona I hvítum slopp og opnaöi dyrnar. Hún heilsaði Lenu með handabandi en lét sem hún sæi ekki Róbert. - Ég ætla að biðja þig að koma hérna í skoðunarherbergið. Hún teymdi Lenu með sér og stóra hurðin sem opnaðist í 40 VIKAN 24. TBL.1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.