Vikan


Vikan - 21.10.1993, Qupperneq 35

Vikan - 21.10.1993, Qupperneq 35
Þær kvikmyndir sem Stockwell hefur leikið í síðan bera flestar merki óvenjulegra leikstjóra og sérkennilegra viðfangsefna. Hann hefur leik- ið undir leikstjórn Lynch, Francis Ford Coppola og síð- ast en ekki síst eins besta vin- ar síns um margra ára skeið, Dennis Hopper. „Við Dennis Ijúkum stundum við setningar hvor fyrir annan,“ segir Stockwell og hlær. „Það frá- bæra við að vinna með Denn- is er að hann lætur mig í friði. Þannig leikstjórn kallar fram það besta í mínum leik.“ Stockwell var mjög ánægð- ur með að fá annað tækifæri til að vinna með David Lynch. Það var í myndinni Blue Vel- vet þar sem hann kom fram í afar sérkennilegu hlutverki sem nautnalegi söngvarinn sem raular lag Roy Orbison, „In Dreams". „Blue Velvet var líka svona skemmtilega súrr- ealísk," segir hann, „og ég hafði mjög gaman af persón- unni sem ég lék. Hann var svo skemmtilega ruglingsleg- ur, bæði sem kynvera og sem mannvera.“Auk þess má nefna myndina Married to the Mob frá 1989 þar sem hann lék undir stjórn Jonathan Demme á móti Michelle Pfeif- fer. Hann segir að hlutverk mafíuforingjans hafi verið mjög skemmtilegt. „Þetta kom alveg eins og skot,“ segir hann hlæjandi. „Það var eins og ég væri að endurlifa eitt- hvað úr fyrra lífi. Ég er náttúr- lega af ítölskum ættum." En síðustu árin er það sjónvarps- þátturinn Quantum Leap sem hefur átt hug hans allan. AÐ STÖKKVA UM TÍMANN Það var höfundur og framleið- andi Quantum Leap sem hafði samband við Stockwell þegar hugmyndin að þáttunum var að fæðast. „Hann hafði séð mig í Married to the Mob og sá að ég gat leikið gamanhlut- verk," segir Stockwell. „Ég las handritið að fyrsta þættinum og leist strax vel á þetta. Mér fannst hugmyndin bæði frum- leg og framúrstefnuleg, að minnsta kosti borið saman við meirihlutann af sjónvarpsefn- inu í dag.“ í Quantum Leap fylgjast á- horfendur með Sam sem má sætta sig við það að vera á sífelldu flakki um tímann. Og það er ekki nóg með að hann skipti um tímasvið heldur skiptir hann líka um hlutverk. Þannig getur hann birst sem leigubílstjóri í New York á væg og alvarleg málefni eins og umhverfismál og stjórnmál en það myndi ég aldrei gera. Hann hugsar um það eitt að njóta lífisns - á allt annan hátt en ég ímynda mér það - og lætur ekki vandamál heimsins íþyngja sér hið minnsta. Sjálf- ur lætur Stockwell sér annt um ýmiss konar mikilvæg málefni. Hann er sér ákaflega meövitandi um þær ógnir sem steðja að umhverfinu og þess vegna tók hann því fagnandi þegar honum bauðst tækifæri til að taka þátt í teiknimynda- flokki fyrir börn sem miðast að því að uppfræða þau um um- hverfismál og ýmislegt í þeim dúr. „Ég er ákaflega ánægður með að geta nýtt mér þá hóf- legu frægð sem ég nýt til að hafa jákvæð áhrif á krakk- ana,“ segir þessi hæverski, elskulegi leikari. Hver sem framtíð Quantum Leap kanh að verða er það Ijóst að Stockwell kvíðir ekki framtíð- inni. Hann er loksins kominn til að vera, □ „Þaó er eins gott aó okkur Scott kemur vel saman,“ segir Stockwell, „því aó hann er eini leikar- inn sem ég vinn meó í þættinum! til dæmis aldrei bærast hár á höfði hans, enda eiga heil- myndir ekki að haggast þó blási um þær. Þetta olli erfið- leikum einhverju sinni þegar Al og Sam voru staddir úti í miklum vindi. „Það þurfti að klessa niður á mér hárið og fötin með alveg viðbjóðslegri af honum," segir Stockwell. „Það er erfitt fyrir hvaða leik- ara sem er.“ Stockwell segir að persóna Al sé afar ólík hans eigin per- sónuleika. „Al er miklu kæru- lausari og óskammfeilnari en ég,“ segir hann. „Hann getur til dæmis grínast með mikil- ÁNÆGÐUR í AUKAHLUTVERKUIWI sjötta áratugnum eða hafna- boltaleikari í miðjum leik á „Yankee Stadium" árið 1948. Með hlutverk Sam fer ungur leikari, Scott Bakula, en Stockwell fer með hlutverk aðstoðarmanns hans, Al, sem fylgir honum eftir á flakkinu og gefur honum nauðsynlegar upplýsingar um kringumstæð- urnar hverju sinni. Hann er þannig eins konar verndar- engill Sam. „Það sem mér finnst skemmtilegt við söguna er að ólíkt öðrum sögum, sem hafa tímaferðalög að þema, lendir Sam í mannlegum, hversdagslegum kringum- stæðum en ekki tómum stór- viðburðum úr mannkynssög- unni,“ segir Stockwell. „í þátt- unum eru sagðar sögur af venjulegu fólki en ekki bara risaviðburðum eins og Titanic- slysinu eða Pearl Harbour eða einhverju í þeim dúr.“ Al er á ýmsan hátt óvenjuleg persóna. Til að byrja með er hann ósýnilegur öllum nema Sam og birtist á skerminum sem hólógram eða heilmynd. Þannig eiga aðrar persónur í þættinum að vera alls ómeð- vitaðar um hann og jafnvel ganga í gegnum hann. Sjálfur gengur Al í gegnum veggi og hurðir og labbar auðveldlega yfir umferðargötur á anna- tíma. Bílarnir keyra bara í gegnum hann. Af þessum sökum þarf Stockwell að leika atriðin sín við bláan skerm en ekki raunverulegt umhverfi at- riðanna. Atriðin sjálf eru síðan felld inn á bláa skerminn og þannig birtist Al í miðju atrið- inu án þess að hafa í raun leikið í því. „Þetta getur verið erfitt,“ viðurkennir hann. „Okk- ur Scott Bakula, sem leikur Sam, kemur sem betur fer mjög vel saman, annars væri þetta alger hryllingur þar sem hann er eini leikarinn sem ég leik á móti í þáttunum!" Það er auðvitað Ijóst að Al lýtur öðrum lögmálum en venjulegar persónur. Það má feiti svo ég var allur klístraður í marga daga á eftir,“ segir Stockwell hlæjandi. „Á end- anum urðu þeir að setja mig á bak við sérstakan skerm til að hlífa mér við vindinum." En tæknibrellurnar ganga vel upp. „Þetta er kannski erfið- ast fyrir aukaleikarana sem vita að Al er þarna einhvers staðar og þurfa að vita hvar hann á að vera en mega samt ekki líta út fyrir að víta 21. TBL. 1993 VIKAN 35 STOÐ2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.