Vikan


Vikan - 24.01.1994, Síða 44

Vikan - 24.01.1994, Síða 44
aðar. Nú ferðu að sjá fyrir endann á ýmsum hlutum, jafnvel sumum sem hafa vaxið þér í augum á sínum tíma. Um leið get- urðu lagt grunninn að þróaðri fyrirætlunum og þá verðurðu líka að snúa baki við ýmsu sem þú hefur vanið þig á undan- farið. Það gæti orðið erfitt í fyrstu en auðvitað tekur allt sinn tíma. Þótt ævintýri og spenna heilli þig að jafnaði má gera ráð fyrir að rólegt líf henti þér fyrri part sumars. Það verður ekki fyrr en ýmsar breytingar fara að gera vart við sig í haust að blóðið í þér fer að ólga aftur. Á sama tíma fara nýir straumar um huga þinn og hafa áhrif á persónuleika þinn fram í tfmann. Einbeittu þér því áfram að aðalatriðunum. SÉRSTÖK SKILABOÐ: FÆDD(UR) 2L JÚLÍ TIL L ÁGÚST: Kringumstæður á heimaslóðum eru jákvæðar í byrjun ársins en gætu þó komið róti á huga þinn þegar fram í sækir. Breytingar liggja í loftinu og það gæti tekið þig nokkra mánuði að aðlagast þeim. Oþægindi gætu skotið upp kollinum í október en ástand- ið batnar eftir það. FÆDD(UR) 2. TIL 12. ÁGÚST: Snöggar breylingar snemma árs 1994 gætu látið þig ofmeta sjálfa(n) þig í mars. Þú gætir dregið úr vandamálum í janúarlok og febrúar með því að fara þér hægt. Með vorinu birtir yfir framtíðinni en þó er ekki ástæða til mikillar bjartsýni fyrr en f haust. Þá heppnast þér flest. FÆDD(UR) 13. TIL 22. ÁGÚST: Óstaðfesta gæti verið fylgifiskur þinn af og til allt árið 1994, fyrst og fremst vegna breytinga sem eru að verða á þér. Þú ert að byrja nýja framlíð en átt erfitt með að kveðja fortíðina. í rauninni hefurðu þó ekkert að óttast svo að svartsýni er óþörf. 42 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.