Vikan


Vikan - 24.01.1994, Page 49

Vikan - 24.01.1994, Page 49
Þótt einhvers konar þráhyggju verði vart hjá fólki í flestum merkjum þegar líða fer á haustið þá er ekki krafist annars af þér en að þú slakir á og sinnir maka þínum eins og ekkert hafi í skorist. Helstu álagstímarnir í hjónabandinu verða í janúar og febrú- ar og aftur frá september fram í miðjan nóvember. Þá er það undir þér komið hvernig til tekst. Mundu bara að kæfa ekki til- finningar þínar vegna of mikils ytra álags. ÁSTAMÁL ÓBUNDINNA: Óbundið Vogarfólk upplifir sennilega svipað ár og gift Vogar- fólk. Samskiptamálin virðast einfaldlega ekki vera eins áríð- andi nú og undanfarin misseri vegna annarra áhugamála. Ef þú ert nú þegar í föstu sambandi gætu komið veikir hlekkir í það í janúarlok, nema þú leggir þig alla(n) fram. Ef þú ert óbundin(n) í ársbyrjun verða bestu tækifærin til að kynnast nýju fólki, bæði í ástamálum og á öðrum sviðum, helst á vegi þínum með vorinu - ef þú hefur augun opin. En hvernig er hægt að hugsa sér Vogarmanneskju án róm- antískra samskipta? I lok febrúar og allan ágústmánuð er fullt af tækifærum en þá er allt eins víst að þú hafir meiri áhuga á skammtímakynnum en varanlegum samböndum. Þó gæti stóra ástin birsl þér í ágúst, ef hún hefur ekki þegar gert það í maf. Þá er þér óhætt að hefja leikinn því að persónutöfrar þínir verða með besta móti. Aðalatriðið er að sýna engan yfirgang og kunna að vega og meta kringumstæðurnar. Síðustu mánuðir ársins gætu brugðist til beggja vona; annað- hvort gætirðu baðað þig í rómantík - eða verið ein(n) á báti. TÆKIFÆRI OG FREISTINGAR: Helstu tækifæri þín á árinu tengjast útsjónarsemi þinni, hvort sem hún er verklegs eða fjármálalegs eðlis, en jákvæð áhrif frá Júpíter benda til að þú eigir auðvelt með að afla fjár árið 1994. Þitt er að koma auga á þessi tækifæri og nýla þér þau skynsam- lega en án þess að byggja úr þeim loftkaslala. Áhrif Satúrnusar í sjötta húsi þínu benda nefnilega til þess að útsjónarsemin ein nægi ekki heldur þarf vel ígrundaðar VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.