Vikan


Vikan - 24.01.1994, Page 50

Vikan - 24.01.1994, Page 50
áætlanir til að hrinda hugmyndunum í framkvæmd. Tveir nei- kvæðir eiginleikar gælu spillt þessum tækifærum. Annars vegar tilhneiging til eyðslu og óhófs en hins vegar gætirðu átt á hættu að gefast upp þegar á móti blæs. Meiri velgengni en þú átt að venjast gæti orðið á vegi þínum árið 1994 og þú ættir að grípa gæsina þegar hún gefst. Ef þú hefur taumhald á eyðslunni og ef þér tekst að yfirstíga tíma- bundna erfiðleika þá mun vel fara. Hafðu þó jafnframt hugfast að það er ekki gott fyrir samskipti þín við fólk ef þú sekkur þér um of í vinnu þína. Hinn gullni meðalvegur er Vogarfólki yfir- leitt notadrjúgur. SÉRSTÖK SKILABOÐ: FÆDD(UR) 23. SEPTEMBER TIL 3. OKTÓBER: Viss utanaðkomandi ábyrgð þarfnast athygli þinnar megnið af árinu en auðvitað færðu líka tíma út af fyrir þig. Pú verður lík- lega einum of önnum kafin(n) í febrúar og júní en að öðru leyti verður árið árckstralítið. Forðastu að láta sem þú vitir alla hluti. FÆDD(UR) 4. TIL 13. OKTÓBER: Mikil fjáraukning í lok ársins 1993 fer að hægja á sér í mars. Frá þeim tfma og fram eftir sumri hefur þú því nóg að gera. Seinni part sumars bjóðast þér gullin lækifæri, jafnvel gróða- möguleikar. Undirbúðu þó jarðveginn áður en anað er út í nýj- ar framkvæmdir. FÆDD(UR) 14. TIL 23. OKTÓBER: Snemma árs 1994 gætu orðið einhvers konar breytingar á heim- ilishögum þínum. I janúar og febrúar gæti þér fundist fólk vera að ráðskast með þig. Staðreyndin er hins vegar sú að þú hefur í nógu að snúast. Það sem eftir er ársins hefurðu fulla yfirsýn og stjórn á þínum málum. 48 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.