Vikan


Vikan - 24.01.1994, Síða 52

Vikan - 24.01.1994, Síða 52
um, þegar þú hefur e.t.v. verið alvarlegri meðlimur hjóna- bandsins, gætirðu nú orðið léttlyndari og gáskafyllri meðlimur þess. Þessi afstaða getur varla annað en lífgað upp á sambúð- ina. A hinn bóginn gætu komið upp vandamál í febrúarlok þegar þú gætir átt erfitt með að koma hugmyndum þínum á famfæri við maka þinn. Sambandsleysi af því tagi gæti leitt til rifrilda eða særðra tilfinninga. Um miðjan mars verður þó allt orðið gott aftur. Besti tími hjónabandsins verður í ágúst og septem- ber. ÁSTAMÁL ÓBUNDINNA: Ástarsambönd verða ofarlega í huga þér þetla árið og þú virð- ist laðast meira að vel þroskuðum persónum en undanfarin misseri. Breytingar á persónuleika þínum koma ekki síst fram í samskiptum þínum við annað fólk. Astarævintýri þín gætu orðið fyrirferðarmikil á þessu ári en í rauninni hneigistu helst að varanlegu, innihaldsríku sambandi. Nýfenginn gáski og jákvætt viðmót auka á persónutöfra þína en um leið þroskast tilfinningalíf þitt, sérstaklega síðuslu mán- uði ársins þegar Plútó styrkir áhrif Júpíters. Náið samband, sem stofnað er til þá, verður mjög ákaft og farsælt. Ef um eldra samband er að ræða nær það hámarki seint í haust. Það sam- band gæti hafist í mars eða apríl, vaxið og dafnað með sumrinu og orðið varanlegt. Einu hættumerkin varðandi ástarsamband gætu orðið á vegi þínum í júní þegar ágreiningur og jafnvel þrjóska gælu komið upp. Þá gætu líka komið upp léttúðugar tilhneigingar sem best væri að kveða í kútinn í fæðingunni Þegar á heildina er litið verður þelta mjög gotl ár, a.m.k. hvað rómantíkina varðar, jafnvel eitt af bestu árum aldarinnar. TÆKIFÆRI OG FREISTINGAR: Júpiter og Salúrnus hafa í sameiningu áhrif á bestu og verstu þættina í fari þínu árið 1994. Júpíter fyllir þig bjartsýni og já- kvæðum viðhorfum, sem gætu leitt til velgengni, en Satúrnus setur þér takmörk, bindur þig við jörðina og firrir þig öfga- 50 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.