Vikan


Vikan - 24.01.1994, Page 58

Vikan - 24.01.1994, Page 58
Áhrif Úranusar eiga það til að gera þig eirðarlausa(n) og opna augu þín fyrir nýjum draumsýnum sem þú vilt láta rætast sem fyrst. Pú átt því líklega oft eftir að skipta um skoðun næsta vor og fram eftir sumri. Pað gæti orsakað óstöðugeika í hjóna- bandinu. Maki þinn finnur ekki aðeins fyrir óöryggi af þessum sökum heldur áttu sjálf(ur) eftir að furða þig á því á stundum hvað hlaupið hefur í þig. Þetta nýja frjálsræði er ekki slæmt í sjálfu sér en sýndu makanum þó hæfilega tillitssemi. ÁSTAMÁL ÓBUNDINNA: Á síðasta ári snérusl helstu óskir þínar um starfsframa, jafnvel svo að tækifæri til skemmtilegs einkalífs urðu stundum að sitja á hakanum. Árið 1994 verður allt öðruvísi að þessu leyti. Press- an er að mestu liðin hjá og stafsvettvangurinn er að komast í sléttan jarðveg. Um leið opnast þér nokkrir nýir og spennandi möguleikar í einkalífinu þótt þú getir átt erfitt með að gera upp við þig hvað þú vilt fá út úr samskiptum þínum við fólk. Úranus og Neptúnus hafa mest áhrif á þessar viðhorfsbreyt- ingar sem lýsa sér í því að þú metur persónulegt frjálsræði meira en áður. Ef þú ert ekki nú þegar í föstu ástarsambandi er ekki líklegt að þú hefjir langvarandi samband á árinu, a.m.k. ekki fyrr en um mitt haustið. Spennandi möguleikar á rómant- ískum samböndum eru að vísu fyrir hendi en vegna hugsanlegs tilfinningaágreinings er ekki líklegt að þau verið langvinn, enda bendir ýmislegt til að til þeirra verði stofnað í þröngum hópum, t.d. samkvæmum eða vinnustaðamótum. Á rómantíska sviðinu verður þér mest ágengt í samskiplum við fólk sem hugsar svipað og þú. TÆKIFÆRI OG FREISTINGAR: Ef þú getur tamið þér vissa aðlögunarhæfni mun þér farnast vel á ýmsum sviðum árið 1994. Á meðan Úranus og Neplúnus halda áfram að vera helstu áhrifavaldar merkis þíns (megnið af árinu) má búast við að hugsanir þínar verði töluvert á reiki. Ósveigjanleiki í skoðunum og tregða lil breytinga gætu gert þér erfitt fyrir í mikilvægum málum. Lykilorðið er því: Aðlög- unarhæfni. 56VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.