Vikan


Vikan - 24.01.1994, Síða 59

Vikan - 24.01.1994, Síða 59
Helstu tækifæri þín þetta árið eru á skapandi sviðinu og krefjast einmitt sveigjanleika. Vertu því óhrædd(ur) við að reyna ýmsa möguleika sem gælu virst óraunsæir í fyrstu. Stað- festa þín mun hvort sem er hindra þig í því að fara út yfir skyn- semismörkin. Helstu freistingar þínar eru að forðast hið óþekkta og komast hjá því að takast á við það. Ef þú lætur undan þeim freistingum gætirðu misst af góðurn tækifærum. Þér á kannski eftir að finnast eins og þú sért línudansari án öryggisnets, sér í lagi um mitt sumar þegar framandi tækifæri verða á vegi þínum. En þitt er að taka ákvarðanirnar, hvort sem þú slærð til eða ekki, og með haustinu verður „hættan" liðin hjá. FÆDD(UR) 22. TIL 3L DESEMBER: Of margar ábendingar úr ólíkum áttum gætu ruglað þig í rím- inu í ársbyrjun. Þú þarft því að taka þér tíma til að legga höf- uðið í bleyti. Ný vináttusambönd gætu hafist í haustbyrjun og boðið upp á ýmsar nýjar víddir seinna meir en það kemur bet- ur í ljós árið 1995. FÆDD(UR) L TIL 10. JANÚAR: Hið óvænta verður frekar regla en undantekning stóran hluta ársins 1994 og þú átt eftir að verða áberandi á vissum sviðum. Áhrifarík sambönd gætu orðið á vegi þfnum í maf til ágúst og í framhaldi af því gætirðu þurft að fásl við framandi verkefni. Beittu þá sveigjanleikanum. FÆDD(UR) 1L TIL 19. JANÚAR: Leiðtogahæfileikar þfnir fá að njóta sín á árinu, sérstaklega varðandi vissa ábyrgð. Gerðu það sem gera þarf, hvort sem það er vinsælt eða ekki, sérstaklega í febrúar, júní og október. Fjármálin gætu reynst óstöðug í janúar en fara batnandi eflir það og verða smám saman stöðug. VIKAN 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.