Vikan


Vikan - 24.01.1994, Síða 65

Vikan - 24.01.1994, Síða 65
Þú gætir þurft að beita skynsemi í vissum utanaðkomandi málum en með kostgæfninni ættirðu að komast yfir allar fyrir- stöður. Bestu tækifæri þín byggjast á því að geta breytt draum- um þínum í veruleika á hagnýtan og skipulagðan hátt. Að vísu munu jarðbindandi áhrif Satúrnusar og óhófsáhrif Júpíters tog- ast á í þér svo að þá skiptir miklu að rata hinn gullna meðal- veg. Ahrif Júpíters gætu fengið þig til að eyða tímanum til einskis eða stefna að óraunhæfum markmiðum sem ekki er hægt að ná meðan áhrif Satúrnusar gætu dregið úr andlegri orku þinni og látið þig gefast upp við ókláruð verk. Með því að beita skyn- semi af og til og berja niður letitilhneigingar ætti þér því að geta orðið vel ágengt á ýmsum sviðum - jafnvel þannig að þú gætir notið umtalsverðrar velgengni á flestum sviðum áður er árinu lýkur. SÉRSTÖK SKILABOÐ: FÆDD(UR) 19. TIL 29. FEBRÚAR: Frá janúar og fram í apríl gætu verkefni, sem þú vinnur að, orðið fyrir ófyrirsjáanlegum töfum og þú þarft e.t.v. að meta stöðuna upp á nýtt. Þú verður aftur komin(n) á fullt skrið í júlí og ágúst. Þér væri hollt að læra reglur kerfisins í stað þess að reyna að berjast á móti því. FÆDD(UR) L TIL 10. MARS: í júní og júlí gæti komið til minniháttar árekstra þar sem þýð- ingarmikilla ákvarðana er þörf. Þú kemst ekki lengra í ákveðnu máli og stendur því á krossgötum en ættir að bíða með að velja þér leið þar lil í september til nóvember. Haustið verður besti tími ársins. FÆDD(UR) 11. TIL 20. MARS: Reyndu samvinnu í ár í stað þess að vilja gera sem flest ein(n). Þér gengur betur ef þú leyfir öðrum að aðstoða þig eða a.m.k. að fylgjast með. Vart verður pressu í febrúar og júlí en frunt- leiki og sköpunarhæfni gegna þýðingarmiklu hlutverki síðustu mánuði ársins. VIKAN 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.