Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 15

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 15
hamingjuríka framtíð með unnustanum. „Ég reyni að gera gott úr öllu en ég er ánægð með að ég skyldi ekki fara í herinn. í ísrael þykir eðlilegt að konur gegni herskyldu. Þær eru aldar upp með þeirri vitneskju og í skólanum er mikið talað um herinn." Revital ólst ekki einungis upp með vitneskju um her- skylduna. í landinu ríkti ófrið- ur á milli ísraela og Palest- ínumanna um áratuga skeið. „í fjölmiðlum í ísrael heyrði maður alltaf um einhverjar óspektir og það var orðið að vana. En það var svo niður- drepandi að ég var hætt að fylgjast með fréttum.“ Hérna á íslandi er annað uppi á teningnum. Revital er það áhugasöm um gang mála í heimalandinu að hún spyr fólk oft og tíðum hvort það hafi heyrt einhverjar fréttir frá ísrael. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur hún ekki mynd- að sér neina skoðun á Pal- estínumönnum. „Ég vil bara að allir lifi í friði. Almenningur er á þeirri skoðun að Palest- ínumenn séu hvorki betri né verri en aðrir. Það er aðal- lega fólk sem er á kafi í pólit- ík sem hefur myndað sér skoðun á þeim. Þetta er eins og með stríðin - þetta geng- ur allt út á pólítík." ÚR HERNUM í HJÓNABANDIÐ í ísrael finnast ofsatrúar- menn og á þeirra bæjum er hart tekið á því ef ógift stúlka sefur hjá. Svo ekki sé minnst á það ef barn kemur undir. „Þær eru gerðar útlægar úr samfélaginu. Þær geta leitað athvarfs hjá konu einni sem býr þeim heimili. Hún sér um þær þar til þær ala börnin og kennir þeim umönnun þeirra.“ Revital tilheyrir ekki þessum hópi og hún segist ekki einu sinni vera trúuð. Hún segir að foreldrum sín- um finnist það vera í lagi að hún „lifi í synd“ með íslenska kærastanum. „Ég er yngst þannig að þau eru ýmsu vön.“ Þær stúlkur, sem verða ófrískar áður en þær gegna herskyldu, fara flestar í fóst- ureyðingu. Fjórar skólasyst- ur og vinkonur Revital hafa látið eyða fóstri. Og það hvarflaði ekki einu sinni að þeim að eiga börnin. „Þetta er eins og hér. Stelpur sofa hjá og verða ófrískar. Ég hef ekki hitt neina ógifta stelpu í ísrael á mínum aldri sem hefur átt barnið. Hins vegar er mikið um að stelpur gifti sig og eignist börn fljótlega eftir herskylduna. Þær hafa ekkert annað að gera. Flestir foreldrar í ísrael vilja að börnin sín giftist snemma en þannig er hugsunarháttur- inn. Mér finnst einstæðar mæður á íslandi mjög hug- rakkar. Ef ég yrði ófrísk, byggi í ísrael og sæi fram á að ég yrði einstæð móðir myndi ég ekki fyrir mitt litla líf þora að eiga barnið og gegna öllum þeim skyldum og ábyrgð sem fylgja því. Það er miklu erfiðara að vera einstæð móðir í ísrael miðað við það sem ég hef heyrt að sé hérna. Ríkisað- stoð er mun minni og heilsu- gæslan er rándýr. Það má líka geta þess að laun ómenntaðs fólks í (srael eru mun minni en hérna, verð á leiguhúsnæði er hærra í ísrael og verðbólgan er í kringum 13%.“ HÁSKÓLINN - EKKI FYRIR ALLA Hlutfall þess fólks sem fer í háskólanám í ísrael er ólíkt því sem þekkist hér á landi. En þess má geta að konur stunda háskólanám til jafns við karla. Það er dýrt að stunda háskólanám í ísrael og af þeim sökum verður margur maðurinn af því þótt ófús sé. Þó eru það ekki ein- ungis börn hinna efnameiri sem stunda hin ýmsu fræði enda segir Revital að það fólk fari til útlanda í frekara nám. „Þeir krakkar sem búa hjá foreldrum sínum og spara geta margir hverjir far- ið í háskóla. Það er þó mjög erfitt að fá inngöngu en það fer eftir því á hvaða grein viðkomandi ætlar að leggja stund. Þeir sem eru með há- ar einkunnir úr menntaskóla eiga auðvelt með að komast í greinar eins og lögfræði og læknisfræði." BRJÁLAÐ NÆTURLÍF Á ÍSLANDI Það skiptir engu máli hvort fólk er í Reykjavík, Moskvu eða Jerúsalem. Ungir sem aldnir flykkjast í skemmtanaleit á kvöldin. í heimalandi Revital þekkist ekki að heilu hóparnir af út- úrdrukknu fólki ráfi um göt- urnar. „Ég hafði aldrei séð hóp drukkinna manna fyrr en ég kom til íslands. Næturlífið héma er brjálað. í ísrael fer það eftir því hvar fólk býr. Þar sem ég bjó var það frek- ar leiðinlegt en í stórborgun- um er aðra sögu að segja. Flest diskótek eru lokuð á sunnudögum en opið er á virkum dögum. Á þriðjudög- um og fimmtudögum fá kon- ur meira að segja frítt inn.“ Já, Revital er hissa á drykkjuvenjum íslendinga. Mjöðurinn fer bara svo fjári illa í marga sem búa á norð- lægum slóðum. Hvað veldur veit enginn. Kaffihúsið er orðið fullset- ið. Við næsta borð setjast sex konur og skvaldrið berst úr öllum áttum. Kaffi er á borðum. Heitt kakó. Osta- kökur. Viðtalinu er lokið. Revital stendur upp, kveður, gengur að síma og hringir í kærastann. □ Talið er aö þetta sé gröfin sem Jesús var lagóur í. MEÐAL EFNIS ALNŒMI, ÞRIÐJA HEIMS- STYRJÖLDIN Bergþór Bjarnason ræóir við (ormann ACT UP-PARis hreyfingar fólks sem notar ýmsar aóferðir til að vekja athygli á alnæmisvandanum. Einnig er rætt við Simon Wain Hopson sem hefur unniö að rannsóknum á alnæmi hjá Pasteur-stofnunni t Parls. LEIÐIR AÐ BETRA KYN- LÍFI Þótt margar konur séu ánægbar með kynlífið vilja þær oft prófa nýjungar. B&B minnir á tíu leiðir til aö bæta kyn- llfið. SAGA BRESKRA VÆNDIS- KVENNA Upphaf vændisstarfsemi I Bretlandi má rekja til reglugerðar sem Henry II setti árið 1161 I því skyni að koma á góðum og siðuöum viðskiptaháttum I vændi. NEYÐARLEGAR UPPÁ- KOMUR Nokkrar neyðarlegar sögur af óhöpp- um á kynlífssviðinu sem leiddu til þess að hringja varð í neyðarllnuna 911. KYNLÍF OG ÁTVANDAMÁL KVENNA Sigtryggur Jónsson sálfræðingur fjall- ar hér um tengsl milli átvandamála hjá konum og kynlífsvandamála. SÁTTUR VIÐ SKROKKINN Sérfræðingar segja að þeir, sem eru sáttir við líkama sinn, þar með talið undirhökur og varadekk, lifi betra kyn- lífi. Hér er hulunni svipt af sannleikan- um um líkamsímyndina og ástallfið, DULARFULLI ELSKHUG- INN íslensk smásaga um hana Fanný sem átti innilegt samtal í síma við karlmann sem hafði hringt I skakkt simanúm- er... KYNLÍF ÞEKKTRA MANNA Sagt írá undarlegri kynlífshegðun 19 heimsþekktra manna, m.a. Napó- leons, Karls Marx, Caligúla og Alex- anders páfa VI, RÓTTÆK SAMFÉLÖG OG KYNLÍF Ingólfur V. Gíslason segir frá all óvenjulegu samfélagi sem John Humprey Noyes mótaði I Nýja Eng- landi í Bandarikjunum. Þar voru farnar harla sérstæðar leiöir i kynferðismál- um. NAUTNIN ÓTTALEGA Afar athyglisverð grein um fullnæg- ingu eftir Sallie Tidsdale. DÝRIN GERA ÞAÐ LÍKA Tilhugali! dýra er ekki siður fjölbreyti- legt og spennandi en hjá mannfólkinu. SPURT UM KYNLÍF Kynlífsfræðingur svarar sex spurning- um lesenda um kynlíf. ÁSKRIFTARSÍMI 581 2300 1. TBL. 1995 VIKAN 15 ÞJÓÐFÉLAGSHÆTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.