Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 24

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 24
VOLVUSPAIN Þetta veröur erfitt ár hjá bresku konungs- fjölskyld- unni af ýmsum ástæö- um. .. varlega eftir mitt árið til þess að varast hættur sem hon- um eru búnar. Sama má segja um Sihanouk, prins í Kambódíu, og Rússann Vladimir Zhirinovsky, leið- toga öfgafullra þjóðernis- sinna í Rússlandi. Háttsettur maður í fyrrum Sovétríkjunum verður myrtur á árinu. Balkanlöndin reynast Moskvu óþægur Ijár í þúfu og Sovétmenn gætu þurft að kveða niður uppreisn í Úkra- ínu á árinu. Rússar hafa þó æ minni áhuga á stjórnmál- um, hrár kapítalismi á hug þeirra allan og er það afl sem mun breyta fjármálum þjóðarinnar árið 1995. Jeltsín þrjóskast við að kalla herinn heim úr Grosníu en íbúar hennar eru herská þjóð og ekki á því að gefast upp átakalaust. Segja má að Viö eig- um eftir aö veröa talsvert vör viö Gor- bachev á næsta ári. rússneska mafían hafi verið fundin upp á þessum slóð- um og þaðan flætt yfir hinn vestræna heim. Völvan segir að því sé það með blendn- um huga sem menn slá á fingur Jeltsíns og hún bætir þvi við að henni sýnist átökin í Grosníu eiga eftir að minna mest á átökin í Afganistan. Völvunni sýnist átökin vara mánuðum eða árum saman og einnig að Tjetjenar eigi eftir að berjast til síðasta blóðdropa. Jeltsín á eftir að verða fyrir þungu áfalli á árinu. Gorbachev á eftir að koma skyndilega áberandi fram í sviðsljósið á næsta ári og í Ijós kemur að hann er langt frá því að vera dauður úr öllum æðum. Hörmungunum í Bosníu- Herzegóvínu er engan veg- inn lokið ennþá og mikill titr- ingur verður í samskiptum Serba og Júgóslava á árinu, þótt öldurnar eigi eftir að lægja vel fyrir aldamót. Tyrkir fara í stríð við Kúrda sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Þras og vesen verður milli aðildarríkja EES á árinu og nokkur smáríki hóta að segja sig úr sambandinu vegna þess að þótt mark- miðin segi að allir eigi að sitja við sama borð er svo ekki í raun, og gróflega er brotið á smáríkjunum. NORDUR- OG SUÐUR- AMERÍKA Um allan heim eru landa- mæri að hverfa um leið og aldamótin nálgast. Kanada- menn munu varpa fram þeirri spurningu hvort nokk- urt vit sé í að halda áfram að vera sjálfstætt land þegar landsvæði, sem eiga sam- eiginlegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta, taka hvarvetna höndum saman og þjóðfánar eru hættir að skipta máli. Breytingar á heilbrigðis- málum Bandaríkjanna líta illa út á árinu og spurt verður hvernig eigi að borga fyrir allar þær breytingar sem for- setinn vill gera. Of flókið og of dýrt, segja kjósendur. Fleiri fjármálamisferli Clin- tonhjóna, frá því áður en Clinton varð forseti, koma fram í dagsljósið. Fasteigna- mál á við Whitewatermálið munu herja á Clinton á ár- inu. Þessi mál verða síst til að bæta stöðu hans, auk þess sem Hillary og Bill munu eiga í miklum pers- ónulegum örðugleikum inn- an hjónabandsins. Upplýsingar um dauðsföll tveggja nánustu vina og samstarfsmanna forseta- hjónanna koma fram í dags- Ijósið og skekja gjörvalla bandarísku þjóðina. Annar þeirra var sagður hafa fram- ið sjálfsmorð sem þótti frá upphafi vafasöm skýring. Þótt reynt hafi verið að halda lokinu á potti þessa máls mun sjóða upp úr á árinu og ýmislegt skuggalegt koma á daginn. íþrótta- og sjónvarpshetj- an O. J. Simpson verður fundinn sekur um að hafa myrt Nicole, konu sína, og kunningja hennar, Ron Gold- man, en hlýtur ekki daúða- dóm. Kviðdómur kemst að sameiginlegri niðurstöðu þrátt fyrir margra vikna erfiða einangrun. Róttækra breytinga er að vænta á fjármálasviði í Bandaríkjunum snemma árs. Verðbólgan kemst á aukinn hraða, sem leiðir til meiri spákaupmennsku og óstöð- ugleika á markaði. Fólk tek- ur meiri áhættur og sýnir af sér öfgakennda hegðun. Fé- lagslegar siðvenjur verða mun frjálslegri og það dregur úr hömlum. Á Haiti eru vandamálin síður en svo leyst; heldur halda þau áfram að verða flóknari og flóknari þar til þar að kemur að Bandaríkja- stjórn verður að taka í taum- ana. TÆKNI OG VÍSINDI Krabbameinsrannsóknum hefur fleygt fram þótt hljótt hafi farið og lyf við krabba- meini finnst á árinu. Nú verð- ur léttara fyrir fólk að lifa með krabbameini og þær svæsnu ráðstafanir, sem einar hafa dugað fram til þessa, verða á undanhaldi. Búast má við mikilvægri þróun í meðferð HlV-veir- unnar þegar lyf, sem heldur niðurbroti ónæmiskerfisins í skefjum, kemur fram á sjón- arsviðið, hugsanlega frá nor- rænu landi, þótt helst sé bú- ist við landvinningum Frakka í þessum efnum þar eð þeir hafa fram til þessa verið virk- astir í að finna lyf og leiðir. Alnæmissjúklingar geta nú lifað miklu lengur með sjúk- dómnum með því að taka lyfin að staðaldri. Þær fram- farir sem verða á árinu, hafa einnig jákvæð áhrif á með- ferð annarra ónæmiskerfis- sjúkdóma. Tölvudrifin samskiptatækni verður breytingaaflið í heim- inum á næsta ári. Tæknin mun flytja fjármuni yfir landa- mæri þeirra landa, sem streitast á móti nýrri verald- arsýn, og knýja fram breyt- Völvan sér fyrir niöurstööu kviödómsins í máli O. J. Simp- son. 24 VIKAN 1. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.