Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 60

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 60
MATUR ur í salati meö gulrótum og skalotlauk. Þótt rannsóknir á þara séu skammt á veg komnar er hann þekktur fyrir aö vinna vel gegn veiru- og bakter- íusýkingum. Einnig er taliö að þari vinni gegn magasár- um og í Japan er neysla brúns þara talin koma í veg fyrir of háan blóðþrýsting. Sumar rannsóknir gefa til kynna að spírúlína lækki kól- esterólmagn í blóði og aðar rannsóknir benda til að lág tíðni brjóstakrabbameins í Japan sé að þakka mikilli þaraneyslu japanskra kvenna. Þær þarategundir sem fást hér heita Wakame, Nori og Kombu eða kelp. Wakame er afar trefjaríkur, auk þess sem hann inniheldur mikið kalíum, magníum og járn. í Nori, sem er notað utan um sushi, er auk þess mikið magn af C-vítamíni. Kombu eða kelp, er enn ein þaraaf- urðin á boðstólum en kelp er sömuleiðis hlaðið hinum lífs- nauðsynlegu steinefnum, sem íslendingar fá almennt allt of lítið af, meðal annars vegna mýktar drykkjarvatns- ins. Auðvitað er engin skylda að kaupa þarann sinn úti í búð. Það er ekkert sem mæl- ir gegn því að ganga fjörur og tína sinn eigin þara úr hreinasta hafi veraldar eða þar um bil og fá þannig holla hreyfingu og súrefni í kaup- bæti.D HOLLUSTA UR HAFINU GETUR ÞARI UNNIÐ GEGN BRJÓSTAKRABBA, OF HAUM BLOÐÞRÝSTINGI OG MAGASÁRUM? TEXTI: ÞÓRDÍS BACH- MANN UÓSM.: M.H. Sushibakki frá Hótel Borg, fram- reiddur af Tsuneo sushi- meistara frá Japan. Matur fer misjafn- lega vel í fólk og sest misskemmti- lega utan á það. Þeir, sem kynnst hafa japönsku sushi, kunna ekki síður að meta vellíðanina og léttleikann að máltíð lokinni en bragðið af hráa fiskinum, hrísgrjónun- um og þaranum utan um. Nú er þari kominn á hvers manns borð og þarf engan að undra. Innrás þarans er þó ekki vegna neinna vís- indalegra uppgötv- ana. Mestar líkur eru á því að stöðug leit að fæðu, sem getur varið fólk fyrir sjúk- dómum, hafi gert að verkum að farið var að skoöa þara nánar. Ástæður fyrir vin- sældum þarans eru að hluta þau rakagefandi og þar með yngjandi áhrif sem hann hef- ur á húðina og í annan stað má nefna hið eilífa aðdrátt- arafl hafsins. Framtíðarspár hafa lengi vel spáð þeim degi að stór hluti fæöu muni koma úr sjávargróðri. Þetta er ekki svo langsótt vegna þess að þang og þari eru löðrandi af mikilvægum næringarefnum. Flestir hugsa líklega fyrst og fremst um þara sem vafning utan um sushi en fegrunariðnað- urinn er líka farinn að nota þara í alls kyns yngingar- vöru, frá sápum til raka- krema. Heilsan er eitt, en hvernig bragðast þarinn ein- tómur, án hrísgrjóna og fisk- fyllingar? Bragðið hefur hnetukeim og þarinn er svo- lítið saltur. Hann bragð- ast þó vel snögg- steikt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.