Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 11

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 11
TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ/UÓSM.: HREINN HREINSSON Þórunn Valdimarsdótt- ir rithöfundur getur hugsað sér að eyða tíma sínum í flest annað en viðtal. „Ég fæ alltaf á tilfinning- una að ég sé einhvers konar viðundur þegar taka á við mig viðtöl, konan með skeggið eða eitthvað álíka,“ segir hún. „Mér líður best þegar ég elda mat og hef börn í kringum mig svo ég fái útrás fyrir umönnunartil- finninguna, með öðrum orð- um, fæ að vera kerling." En viðtöl fylgja baráttu bókaútgáfunnar um athygli. Fyrir jól kom út eftir Þórunni bókin Flöfuðskepnur - Ástar- bréfaþjónusta og vakti hún mikla athygli fyrir frumleg efnistök. Ung kona tekur að sér að skrifa ástarbréf til út- lendings gegn borgun. Kon- an segir frá sjálfri sér og veltir meðal annars fyrir sér stöðu rithöfunda í samfélag- inu. SKAMMARBRÉF FRÁ LESANDA „Mér finnst ástin mikil- væg,“ segir Þórunn. „Svo margir eru lasnir af ástleysi og ganga um eins og ekkert líf sé fyrir dauðann. Ég er heppin að hafa áttað mig á dauðanum en boðskapur endurreisnartímans var sá að hugsa um dauðann til að fá meira út úr lífinu. f bókinni minni boða ég að lygi, tví- skinnungur og hömlur séu af hinu illa." Þórunn tekur líka á málum eins og ást og kynlífi sem virðast ekki vera viðkvæm lengur því ekki hafa þau far- ið fyrir brjóstið á neinum nema manni nokkrum á Neskaupstað sem hafði fyrir því að senda Þórunni skammarbréf. Þar fjargviðr- aðist hann yfir hispurslausri orðanotkun og sendi hann Þórunni jafnframt eintak sitt af bókinni. Þórunn er mjög ánægð með þau viðbrögð sem Flöf- uðskepnur - Ástarbréfaþjón- usta hefur fengið, enda var vel skrifað um hana í dag- blöðunum. „Gagnrýni dagblaðanna skiptir rithöfunda máli því það eru svo margir sem frétta af henni en fáir sem lesa sjálf verkin. Ég lagði mig fram um að skrifa bók sem yrði vel tekið. Það er ópraktískt að fara langt frá því sem fólk kann að meta.“ Höfuðskepnur-Ástarbréfa- þjónusta er sjöunda bókin sem kemur út eftir Þórunni. Hún leikur sér að ýmsum formum en meðal bóka hennar eru sögulega skáld- sagan Snorri á Húsafelli, skáldsagan Júlía og Ijóða- bókin Fuglar. „Það er mikil ögrun að fást við nýtt form. Að reyna nýja hluti er eins og missa meydóm.“ Þórunn er sagnfræðingur að mennt og um þessar mundir er hún að skrifa kristnisögu 19. aldar fyrir Al- þingi í tilefni af 1000 ára af- mæli kristni á íslandi. „[ sagnfræðinni er hægt að komast inn á aðra öld og það er raunveruleg drauma- reisa. Mér finnst góð, skap- andi fræði stundum vera há- punktur skrifanna. Skemmti- legast er þó að skrifa frjálsan texta og þurfa ekki að gæta ábyrgðar. Fegurðin er til að gefa hana og maður á að vera óhræddur við að segja hvað sem er meðan eftir- spurn er eftir því.“ SIGLING UM SVARTAHAF Rétt fyrir jól fór Þórunn í mikla ævintýrasiglingu um Svartahaf og Eyjahaf á fleyt- unni Mts Renaissance. Með í ferð voru um 420 aðrir rit- höfundar frá um 30 löndum. Frá íslandi voru, auk Þór- unnar, þau Sigurður A. Magnússon, Steinunn Sig- urðardóttir, Jóhannes Helgi og Sigurður Pálsson. Þetta er í annað sinn sem rithöfundum er hóað saman í slíka ferð en fyrir þremur árum sigldu rithöfundar um Eystrasalt. Ástæðan fyrir því að Svartahafið varð fyrir val- inu að þessu sinni var sú að fátæktin, sem hefur ráðið ríkjum meðal íbúa þeirra landa sem liggja að Svarta- hafi, hefur komið í veg fyrir að aðrar þjóðir hafi fengið að kynnast menningu þeirra að einhverju ráði. Vonast er til þess að ferð að þessu tagi komi því til leiðar að stofnuð verði skrifta- og þýðinga- miðstöð til að koma bókmennt- um þjóðanna við Svarta- og Eyjahaf á framfæri í heim- þeim og þetta samdi Þórunn að ferðinni lokinni: „Tyrkland er fullt af köttum. Ketti sá ég alls staðar þarna í Litlu-Asíu. Glaðvakandi, gáfaða, kurteisa og fallega. Kattargyðjan ræður enn ríkj- um fyrir framan moskurnar í Istanbúl og fólk biður til hennar með því að gefa kött- unum. Grikkland er aftur á móti fullt af hundum. Hundar liggja á götunum, liggja fyrir utan flugstöðvarnar, liggja endilangir rétt eins og þeir þykist vera dauðir. Ég talaði líka við þá. Bæði kettirnir og hundarnir sögðu að siglingin fyrir- inum. Á siglingunni nutu rithöfundarnir lestra, kvikmyndasýninga og upplestra. Efnt var til Ijóða- samkeppni og gerðust ís- lendingarnir svo frægir að vinna til silfurverðlauna í keppninni. Rithöfundarnir gerðu sitt besta til að að- stoða þá sem ranglæti eru beittir í þeim löndum, sem þeir heimsóttu, og sendu meðal annars bréf til tyrk- neskra stjórnvalda þar sem þeir fóru þess á leit að þeim rithöfundum, sem þar eru í haldi, yrði sleppt. Einnig kröfðust þeir svara við því hvað orðið hefði um þá rit- höfunda sem hafa „horfið'1 þar í landi. Nýjar upplifanir fæða af sér þörfina fyrir að segja frá Skemmtiferöaskipiö Mts Renaissance sem sigldi meö rithöfundana um Eyja- og Svartahaf. hefði heppnast, næst ættum við þó að bjóða þeim af- gangana. Ég sagði þeim að mér fyndist Tyrkiand eins og köttur en Grikkland eins og hundur og þau mættu fara að vefja skottum saman." Þórunn segist ekki vera söm eftir ferðina og hún hafi vakið upp hjá henni löngun til að ferðast meira. „Ég sá svo mörg lönd og kynntist svo mörgu fólki. Það er skemmtilegt að fá tæki- færi til að kynnast öðrum rit- höfundum. Ekki aðeins til að geta borið saman bækur sinar heldur líka til að stað- festa skynjun sína og finna aö til er alls konar fólk sem er að fást við það sama og maður sjálfur." □ 1. TBL. 1995 VIKAN 11 BÓKMENNTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.