Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 46

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 46
UMSJÓN: ÁSDÍS BIRGISDÓniR/UÓSM.: HREINN HREINSSON Víða á markaðnum, í verslunum og vefn- aðarvörubúðum, hef- ur borið á vefnaðarvöru sem kallast flís. Einkenni þessara efna er þétt, loðin áferð sem minnir í fljótu bragði á þæfða ullarvoð. En ekki er allt sem sýnist, við fyrstu snertingu áttar maður sig á að hér mun tæplega vera um ullar- efni að ræða heldur gervi- efni, 100% polyester, segir á upplýsingamiðanum. Og þetta er hið svokallaða flís sem allir eru að tala um. Flís, „fleece", heitið, sem framleiðendur hafa valið, gefur til kynna að þessu efni sé líkt við ullina en enska orðið „fleece“ þýðir einmitt ullarreyfi. En hvað á þetta polyester efni skylt við nátt- úruvæna ullina? Jú, þetta er nefnilega nátt- úruvæn vara í fyllstu merk- ingu þessa ofnotaða orðs. Flísið á uppruna sinn í heimalandi kókakóla og er m.a. endurunnið úr kókflösk- um úr plasti, Virt vefnaðar- vörufyrirtæki, Malden Mills, þróaði aðferðina. Þetta fyrir- tæki öðlaðist vinsældir sínar snemma á 20.öldinni fyrir framleiðslu á sundfatnaði og nærfatnaði úr ull. Síðan hóf- ust tilraunir með framleiðslu gerviefna á 7. áratugnum. Þar með hóf polyester-öldin innreið sína. A þeim áratug- um, sem síðan eru liðnir hef- ur polyesterframleiðslan tek- ið miklum breytingum og með flísefninu hefur tekist að gera efni sem er líkt ull að eiginleikum og uppfyllir nútímakröfur. Það er tiltölu- lega ódýrt, endingargott, gott að sauma úr því og auðvelt að þvo og þurrka. Auk þess heldur það vel hita á líkam- anum eins og ullin. Óhætt er að segja að það hafi valdið byltingu í gerð íþrótta- og úti- vistarfatnaðar og einnig barnafatnaðar, að mínu mati. Efnin eru framleidd víða, þau eru misjafnlega þykk, hafa mismikinn teygjanleika, eru einlit eða munstruð og fara misvel við notkun, svo sem hnökra, en það er ekki hægt að sjá fyrir. Hér fylgja einföld snið af barnatreyjum sem hafa reynst vel. Má leika sér með liti og munstruð efni á marg- an máta. Hér er saumað úr efnum frá VOGUE. □ ÚTSKÝRINGAR: Farið vel yfir stærðartöfluna og athugið að auðvelt er að lengja eða stytta ermar og bol og/eða breikka bolinn. Þegar taka skal upp snið skal gæta þess að hver rúða táknar 5 sm x 5 sm reit. Notið sníðapappír, málband og reglustiku en auðvelt er að teikna upp þessi snið. Þegar klippt er skal gæta þess að hafa 1 sm saumfar og alls staðar jafnt. Ef nota skal ólíka liti í ermar, bol og berustykki skal kaupa efni í samræmi við máltöfluna og athugið að það má nota afklippur sem stroffefni. Berustykki er jafnt ermabreiddinni ofanverðri og er merkt á sniðið. Gott er að nota beint teygjuspor (er á flestum nýrri saumavélum) en ekki er nauðsynlegt að víxlsauma allar saumbrúnir. 1. Nælið saman axlastykki og saumið axlasauma. 2. Nælið neðri brún kragans við hálsmál og saumið. 3. Þræðið rennilásinn í og saumið. Brjótið kragann yfir á röngu og stangið niður við hálsmál og meðfram rennilás. 4. Saumið neöri hluta framstykkis og bakstykkis við berustykki. 5. Nælið ermar við berustykki og saumið. 6. Saumið hliðar- og ermasauma í einu lagi. 7. Saumið stroff við ermar og bol svona: Byrjið á að sauma stroffin saman í hliðum svo þau myndi hólka. Stroff á erm- um eru í heilu lagi en á bol má það vera í tvennu lagi, saumað saman í sitt hvorri hlið. Stroff eru alltaf tvöföld svo þið skuluð brjóta þau saman til helminga og næla við ermar og bol. Skiptið ermi og erma- stroffi í tvo jafna hluta, merkið með títuprjónum, festið saman með títuprjónunum og teygið á stroffinu þegar saumað er saman. Gerið eins með stroffið á bolnum en merkið nú á 4 stöð- um. Gott er að sauma að lokum með þéttu víxlspori. Þegar búið er að ganga vel frá öllum saumum á að þvo peysuna á vægum hita og hengja til þerris en gott er að setja flíkina smá stund í þurrkara þegar hún er nánast orðin þurr. Mælist ég til að hugmyndaríkar konur noti afgangana til að gera húfur en snið af slíkum verða birtar í blaðinu síöar. □ 46 VIKAN 1. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.