Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 37

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 37
maður á endastöð, þaðan varð ekki auðveldlega farið í framhaldsnám. Annars dreymdi mig á tímabili um að verða hjúkr- unarkona og ég held að þar hafi Sigríður Eiríksdóttir, sem kenndi svokallaða heimahjúkrun við Kvenna- skólann, haft einna mest áhrif á mig. Sigríður var móðir Vigdísar Finnboga- dóttur forseta, einstaklega góður kennari og skemmti- leg kona. Af þessu varð þó aldrei og heldur ekkert af öðrum draumi þar sem mig langaði að verða ballerína.'1 Eftir útskrift úr Kvenna- skólanum og sumarið góða í Mosfellssveitinni fór Salome að leita sér að vinnu og réð sig á skrifstofu heildverslun- ar. Tíðarandinn var ennfrem- ur þannig að ætlast var tii að konur störfuðu fyrst og fremst sem húsmæður. Og þeirri reglu fylgdi Salome eft- ir að hún gekk i hjónaband. Næstu tíu árin tóku við barneignir og uppeldi auk umfangsmikillar garðyrkju eftir að Jóel tók við rekstri garðyrkjustöðvar Reykjavík- urborgar í Reykjahlíð. Sal- ome gerðist þá húsmóðir yfir fjölmennu búi en auk þess að þar væri nokkur fjöldi vinnufólks þá eiga þau Sal- ome og Jóel þrjú börn; Önnu, sem er fædd 1947, Jóel Kristinn, fæddan 1951, og Þorkel, fæddan 1952. Og nú eru barnabörnin orðin sjö. Í FRAMBOÐI FYRIR KOMMÚNISTA! Tilurð þess að Salome fór að hafa afskipti af stjórnmál- um liggur í starfi kvenfélags- ins í Mosfellsbæ. Henni bár- ust fundarboð frá félaginu. „Þá var ég rétt rúmlega tví- Ef fólk er við góða heilsu um sjötugt þó er það jafnvel enn ó besta aldri. tug og hélt að allar konur gengju f kvenfélagið og fór því á fund. Síðar kom þó í Ijós að þetta var alls ekki sjálfgefið og ekki nærri allar konur í sveitinni í félaginu. Þannig álpaðist ég inn í kvenfélagið af algerri tilviljun og barnaskap! Fram að því hafði ég aldrei tekið þátt í neinu af þessu tagi og ekki dottið í hug að ég ætti eftir að standa upp og halda ræður opinberlega. En að því kom og ég man að ég var fyrst í stað taugaóstyrk í meira lagi. Ég iét í Ijós ýmsar hugmyndir mínar sem var mörgum hverjum vel tekið, meðal ann- ars því að fólk hætti að kasta sorpi í árnar og að leikskóla væri komið á fót. Ég veit ekki hverj- ir stóðu fyrir því að koma þessari umræðu af stað þótt ég hafi ókveðna aðila grunaða. En þegar óþsegileg staða kemur upp virðast aðgerðir yfirleitt beinast að konum. Árið 1962 var ég síðan beðin um að gefa kost á mér í hreppsnefnd. Ég varð skelfingu lostin og skildi ekk- ert í konunni, sem fór þessa á leit við mig, að láta sér detta þvílíkt og annað eins f hug. Það varð hins vegar úr að ég færi í framboð fyrir svokallaðan „Lista laun- þega“. Þegar dró að kosn- ingum komst ég að því að ég væri eiginlega ekki á rétt- um lista, að ég væri þarna í framboði með kommúnist- um! Ég hafði ekkert hugsað út i þessi mál á þennan hátt, enda ekki beinlínis skipað á listann eftir flokkapólitík. Áróðurinn var samt sem áð- ur rekinn þannig að komm- únistum var sagt að þeir gætu ekki kosið lista sem á væri „íhaldskerling" og við sjálfstæðismenn var sagt að ekki væri hægt að kjósa list- ann, sem Salome ætti sæti á, því þar væru eintómir kommar! Þessi listi, sem fyrirfram var talinn geta komið þremur mönnum í hreppsnefnd, kom aðeins einum manni inn. Ég hafði verið í öðru sæti og fór inn í hreppsnefnd á síð- asta ári kjörtímabilsins sem fyrsti varamaður." Salome var 16 ár í hreppsnefnd og starfaði sem oddviti Mos- fellshrepps þegar hún var kosin á þing árið 1979. Eftir að hafa hlotið félagslegt uppeldi í kvenfélaginu og vera orðin ágætlega fær í ræðuhöldum var Lóa litla, sem nú var orðin stór og kjarkmikil, komin á Alþingi íslendinga og aldeilis farin að láta að sér kveða. Kaldhæðni örlaganna hef- ur hagað því þannig að Sal- ome, sem nú hefur fengið reisupassann úr Alþingi sök- um aldurs, öðlaðist þingsæti sitt eftir að Oddur heitinn Ól- afsson hætti þingmennsku fyrir aldurs sakir, þá sjötugur. „Hann sagði við mig að nú ætlaði hann ekki aftur í fram- boð. Ég sagði að mér þætti það út í hött að hann ætlaði að hætta og aldurinn ætti engu máli að skipta. En Oddur sat við sinn keip, hætti og ég hellti mér út í prófkjörið með góðum stuðn- ingi hans. Þar hafnaði ég í þriðja sæti. Þannig fór ég ekki á þing vegna þess að metnaður minn stæði sérstaklega til þess heldur fyrir áeggjan Odds og fleiri góðra manna. Ég hef nefnilega aldrei viljað standa í „blóðugri" baráttu, ekki viljað beita þvingunum af neinu tagi. En þarna reyndist laust pláss fyrir mig og þess vegna lét ég slag standa. Síðar, þegar Matthí- as Á. Mathiesen hætti þing- mennsku, sóttist ég eftir öðru sætinu því mér þótti það eðlilegur framgangur á listanum þar sem Ólafur G. Einarsson, sem var fram að því í öðru sætinu, færðist upp í fyrsta sæti. Og þróunin varð þá í samræmi við þær óskir mínar.“ ÚT í HÖTT AÐ SETJA ALDURSMÖRK Eftir fimmtán ára þingsetu hugðist Salome sitja eitt kjör- tímabil til viðbótar. Henni var hafnáð í prófkjöri. „Það hafði svo sem hvarflað að mér að hætta áður en ég fór í síðasta prófkjör. Mér finnst ég bara miklu kraftmeiri nú en nokkru sinni fyrr og þess albúin að bæta við mig fjórum árum. Það skiptir höfuðmáli að á Alþingi sé góð aldursdreif- ing. Þingið á, að mínu mati, ekki að vera vettvangur fyrir stúdentaþólitík. Þar þarf að vera fólk sem hefur bæði lífsreynslu og þroska. Stað- reyndin er sú að það er ekki nóg að vera útskrifaður úr einhverjum skóla ef engin er reynslan úr skóla lífsins. Mér þykir að þessu gefnu gild- andi aldursmörk út í hött. Síðan 70 ára reglan var sett hefur lífaldur fólks hækkað til muna. Ef fólk er við góða heilsu um sjötugt þá er það jafnvel enn á besta aldri. Við íslendingar þurfum að gæta okkar á því að gera ekki lítið úr eldra fólki. Horfum til dæmis í kringum okkur í heiminum. Hverjir það eru sem stjórna? Það eru menn um eða yfir sjötugt. Það gildir t.a.m. um mikilvægustu samstarfs- menn Clintons Bandaríkja- forseta. Einnig má nefna ný- kjörinn forseta japanska þingsins sem er kona á mín- um aldri og á þessu ári er verið að kjósa hana í emb- ætti í fyrsta skipti," segir Sal- ome. í máli hennar kemur einnig fram að yngri kynslóðirn- ar mættu gera meira af því að hlusta á hinar eldri til að læra af þeim og öðlast þroska. Hún segir engum manni hollt að koma reynslulitlum inn á þing. Davíð Oddsson ber á góma í þessu sambandi. „Davíð kom úr umhverfi ólíku þingmennskunni. Emb- ætti forsætisráðherra er allt annars eðlis en borgarstjóra. En hann gerir meira af því nú að hlusta á fólk heldur en hann gerði við upphaf þing- mennsku sinnar. Mér finnst Davíð hafa staðið sig mjög vel í embætti forsætisráð- herra þrátt fyrir að það hljóti að hafa verið honum erfitt að hefja þingferil sinn í ráð- herrastól.“ ÓSÖNNUM KVITTI KOMIÐ Á KREIK Alþingi verður, að mati Sal- ome, að endurspegla þjóð- félagið og skiptir höfuðmáli að þar sitji bæði konur og karlar. „Fólk er, sem betur fer, að átta sig í auknum mæli á þessu þótt það gangi nokkuð treglega. I margum- ræddu prófkjöri í Reykjanes- kjördæmi voru þrjár konur af níu frambjóðendum og af þeim lentum við tvær í tveimur neðstu sætunum. Síðan tala menn um að þetta séu ekki skref aftur á bak. Ég er alls ekki sammála því. Þetta er afturför og það er staðreynd. Ég er þó ekki ... menn höfðu ekkert á mig annað en aldur minn og kyn. Ég hef gegnt virð- ingarmesta emb- ætti þjóðarinnar, næst forseta ís- lands, og er látin gjalda þess. 1. TBL. 1995 VIKAN 37 STJORNMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.