Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 29

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 29
þaðan var hægt að ganga á húsþökum alveg upp á Fálkagötu. Bræðurnir fengu sellófanpoka hjá fisksalan- um á Dunhaganum, fylltu þá af vatni og létu þá síðan gossa ofan af þökunum fyrir framan saklausa vegfarend- ur. Endapunkturinn á þessu ævintýri var sá að Hrafn taldi Þorvald á að fylla stóran inn- kaupapoka af vatni, sem og Þorvaldur gerði. Síðan lét hann pokann vaða niður á Fálkagötuna þar sem hann lenti á þaki bíls sem ákaf- lega prúðbúin hjón voru í þann veginn að stíga inn í. Höggið var svo ofboðslegt að þak bílsins dældaðist og hjónin litu þannig út að öll fínheitin og lagningin skoluð- ust burt í einu vetfangi. Þor- valdur var svo hissa á áhrifa- mætti innkaupapokans að hann stóð bara á þakbrún- inni og góndi. Þar með voru bræðurnir nappaðir." Bræðurnir voru auk þess haldnir sprengjuæði og voru með mikla tilraunastarfsemi í kringum það. Tinna segir að þeir hafi verið stórhættulegir í kringum áramótin. „Eitt árið komu þeir sér upp lítilli til- raunastofu í kompu ( kjallar- anum sem lítið var notuð. Auðvitað vissu foreldrarnir ekki af þessu. Eftir áramótin rann af þeim bræðrum sprengjuæðið en einhverra hluta vegna láðist þeim að ganga frá eftir sig. Og þegar kompan var opnuð einhvern tímann um vorið blasti við ótrúleg sjón. Upplausnir stóðu í ólokuðum krukkum og herbergið var bókstaflega að tærast upp og hverfa. Allt var soðið inni fyrir. Pakka- matur og niðursuðudósir höfðu lyppast niður, vegg- fóðrið hókk í þunnum lufsum niður veggina og plastljósa- króna, sem hangið hafði í loftinu, var horfin í heilu lagi. Ég held að þeir bræður, með Hrafn í fararbroddi, hafi oft teflt á tæpasta vaðið í sínum barnaleikjum. Á þessum ár- um var mikið af húsum í byggingu í hverfinu og úti- leikir voru mikið stundaðir. Börnunum f hverfinu var skipt upp í flokka og stórir leikir voru skipulagðir. Það úði og grúði af indíánum, ræningjum og bófaflokkum. Og við, smábörnin, fengum að skrölta með sem saklaus fórnarlömb ofbeldisverka. Þetta var rosalegur hasar og það var Hrafn sem sá um að skipuleggja leikina. Auðvitað urðum við syst- urnar og vinkonur okkar oft fyrir stríðni Hrafns. Við vor- um ágætis fórnarlömb í okk- ar prúðu dúkkuleikjum. Uppáhaldsdúkkan mín var dökk og ég hafði skírt hana fleirum. Sjálfur reyndi hann fyrir sér á einhver hljóðfæri. Mér er minnisstæð risastór básúna sem hann blés í af mikilli elju á tímabili. Svo var hann kominn með heilt trommusett niðri í þvottahúsi blokkarinnar og barði það af svo miklu alefli að blokkin Mæðgurnar Tinna og Herdís í sjötugsafmæli fjölskylduföðurins, Gunnlaugs Þórðarsonar. „Dúllu". Mér fannst Hrafn leggja hana f eínelti. Hrafn hæddi hana, spottaði á allan hátt, sagði að hún væri brún eins og kúkur og uppnefndi hana „Brúndu“. Og yfir þessu fékk ég átakanlegt grátkast. Kisa varð lika fyrir barðinu á þeim bræðrum og mátti sæta mikilli tilrauna- starfsemi á meðan við syst- urnar æptum og veinuðum yfir aðförunum." TRUMBUSLÁTTUR Tinna segir að stundum hafi hún verið hrædd við Hrafn. Þegar hún var send til að vekja hann á sunnudags- morgnum brást hann oft og tíðum hinn versti við. Ef þær systur tipluðu ekki á tánum þegar hann var að læra kom hann brjálaður fram og öskr- aði á þær. Tinna segir að hann hafi hins vegar sjálfur átt það til að vera ansi há- vaðasamur ef sá gállinn var á honum. „Þetta átti til dæm- is við þegar hann var að spila plötur. Það var allt keyrt í botn þegar hann spilaði lög eins og „Allt á floti alls stað- ar“ og „í kjallaranum ú-a“. Hann spilaði líka plötur með Rolling Stones, Shadows og var um það bil að lyftast af grunni sínum. Þessar til- raunir fengu yfirleitt skjótan endi, enda gátu nágrannarn- ir ekki búið við þetta. Reynd- ar held ég að pabbi hafi oftar en ekki lent f að miðla mál- umi“ BMI kom þá ekki heim nema á sumrin. Þá var yngri systirin úti á landi eða í útlöndum. „Hrafn hefur alltaf látið sér annt um mig á sinn hátt,“ segir Tinna. „Á unglingsár- unum, þegar ég var út og suður, vissi ekkert hvað óg vildi og var í alls konar rugli eins og unglinga er siður, átti hann það til að setjast niður og spjalla við mig. Hann benti mér á bækur, sem ég ætti að lesa, og gerði stund- um athugasemd við þanka- gang minn. Hann hefur sennilega, umfram aðra, gefið mér það veganesti að hver sé sinnar gæfu smiður. Þeir bræður voru mér alltaf traustur bakhjarl í rugli ungl- ingsáranna. Þorvaldur var mér þó nær og var sá vinur og uppalandi sem kannski stýrði mér heilli til hafnar þegar á reyndi." Samband allra systkin- anna er mjög gott í dag. „Systir mín, Snædís, býr á Húsavik en við vorum mjög nánar í uppvextinum og á gagnfræðaskólaárunum var hún mín stóra fyrirmynd í líf- inu. Hrafni hef ég kannski ekki kynnst á jafnréttisgrund- velli fyrr en á fullorðinsárum. Samgangur okkar er reyndar ekki mikill en fer frekar vax- andi. Við unnum saman, að hans frumkvæði, í myndinni í skugga hrafnsins og var það samstarf bæði lær- dómsríkt og skemmtilegt. Allir vita að Hrafn er um- ÁRIN LÍÐA Minningar Tinnu um Hrafn verða færri eftir að hann byrjaði í menntaskóla en þá fékk hann herbergi niðri i kjallara. Eftir stúdentspróf fór hann til náms f Svíþjóð og deildur en þeir eru færri sem vita hvað hann getur verið skemmtilegur. Þau eru mörg fjölskylduboðin sem hann hefur lífgað upp á með skemmtilegheitum og frjórri frásagnargleði sinni.“ □ Eiginmaður Tinnu, Egill Ólafsson, dóttir þeirra, Ellen, Tinna og Hrafn. t.TBL. 1995 VIKAN 29 BERNSKUMINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.