Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 38

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 38
STJÓRNMÁL að gera lítið úr öðrum fram- bjóðendum því allir eru þeir mjög hæfir. Sumir hafa einnig gert lítið úr þeirri meiningu minni að niðurstöður prófkjörsins hafi grundvallast á því að sum- um þyki ég orðin of gömul. En þær ástæður voru bornar á borð fyrir mig sem stað- reyndir í prófkjörsbaráttunni. Fólk sagðist hafa heyrt að ég ætlaði að hætta að loknu þessu kjörtímabili en það hef Salome segir þær stundir fáar á undan- förnum árum sem hún hafi getað helgaö eiginmanni sínum, Jóel Kristni Jóelssyni, en hyggst nú ráöa bót á því. „Þökk“ sé flokkssystkinum hennar sem höfnuöu Sa- lome í prófkjöri nýveriö þrátt fyrir aö hún heföi setiö fimmtán ár á þingi fyrir flokk- inn og gegnt viröingarmesta embætti Al- þingis. Þau Salome og Jóel gengu í hjónaband áriö 1947 og fluttu þá austur í Biskupstungur. Fyrsta íbúöin var í gömlu fjósi og þar ól Salome fyrsta barn þeirra. Þegar mér var boðið 24. sætið, svokallað heiðurs- sæti, þó sagði ég að listanum væri enginn heiður að því að hafa þar konu sem hefði verið hafnað. ég aldrei sagt opinberlega. Þeim kvitt var komið á kreik síðastliðið sumar þegar um- ræða kom upp um haust- kosningar. Ég varð hins veg- ar sjálf ekki vör við þessa umræðu fyrr en ég fór á stjá að leita meðmælenda með framboði mínu. Menn höfðu þá verið að skoða möguleik- ana í stöðunni og sjónum var beint að því hvað ég hygðist fyrir. Ég veit ekki hverjir stóðu fyrir því að koma þess- ari umræðu af stað þótt ég hafi ákveöna að- ila grunaða. En þegar óþægileg staða kemur upp virðast aðgerðir yfirleitt beinast að konum. Það var einnig haft á orði að ég væri búin að sitja svo lengi á þingi. Ég er búin að gegna þingmennsku í fimmtán ár en félagi minn, Ólafur G. Einarsson, hefur verið 24 ár á þingi og þegar Matthías Mathiesen hætti hafði hann starfað sem þing- maður í 32 ár. Mér finnst þetta staðfesta það að menn höfðu ekkert á mig annað en aldur minn og kyn. Ég hef gegnt virðingarmesta emb- ætti þjóðarinnar, næst for- seta Islands, og er látin gjalda þess. Menn segja að ég hafi ekki gert neitt annað en stjórna þingfundum! Það er sagt af mikilli van- þekkingu og er reginfirra því forseti Alþingis gegnir mörg- um fleiri og meiri skyldum en stjórna fundum. Vissulega sögðu þó margir við mig að ég mætti alls ekki hætta og ætti að gefa kost á mér áfram. En það var greinilega bara ekki „rétta“ fólkiö," segir Salome og þótt hér mætti ráða að henni væri talsvert mikið niðri fyrir þá verður þess alls ekki vart f fasi hennar sem er rólegt og yfir- vegað. DÝRT MYNDI ALÞINGI ALLT Sumir hafa sagt að þú haf- ir ekki rekið nægilega míkinn áróður, að „kosningamaskín- an“ hafi hikstað? „Það er hárrétt, ég rak lít- inn áróður í prófkjörinu. Enda leit ég þannig á að ég væri nægilega vel þekkt í kjördæminu. Að mínu mati á fólk, sem er að fara í fyrsta skipti í framboð, að fá tæki- færi til þess að kynna sig. Mér finnst að þingmenn eigi ekki að standa í baráttu við þá frambjóðendur. Slíkt stuðlar ekki að öðru en pen- ingaaustri og skuldasöfnun. Það er út í hött að fólk þurfi að kaupa sér þingsæti fyrir hundruð þúsunda og jafnvel milljónir króna í hvert skipti. Þau eru dýrkeypt þingsætin þegar fólk þarf að vera að greiða fyrir þau allt kjörtíma- bilið," segir Salome og skilja má af þessum orðum henn- ar að dýrt muni Alþingi allt. „Ég hef heldur ekki verið með neina peningamenn á bak við mig til að safna í kosningasjóði og ég er þeirr- ar skoðunar að þess ætti ekki að þurfa. Það er af þessum sökum engin afsök- un fyrir flokkinn að segja að ég hafi sofnað á verðinum. Ef flokksmenn mínir hefðu viljað hafa mig í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi alþingiskosningum þá hefðu þeir getað það. En þeir vildu það ekki og því er staðan sú sem raun ber vitni. Sumir halda að ég sjái eft- ir því að hafa tekið þátt í prófkjörinu og ég var vissu- lega vöruð við því að þetta gæti gerst. Það er alls ekki Guðrún Helgadótt- ir var ein af þeim sem hringdu í mig eftir prófkjörið og hafði sórnað nið- urstaða þess fyrir mína hönd. svo. Ég er miklu frekar mjög sátt við sjálfa mig að hafa gert þetta því nú veit ég hvar ég stend. Eftir á að hyggja þykir mér sjálfri að ég standi að vissu leyti uppi sem sig- urvegari. Það hefði borið vitni um mikið kjarkleysi að gefast upp fyrirfram af hræðslu við að falla. Þá, sem óttuðust slík örlög fyrir mína hönd, bað ég að hafa engar áhyggjur, ég myndi engin tár fella þótt svo færi. Enda gerði ég það ekki. Auðvitað var mér þó eng- an veginn sama um úrslitin. Mér brá dálítið en tilfinningin var meira í ætt við doða en anum allan daginn eftir að úrslitin voru Ijós. í þessum viðbrögðum fólst mikill styrk- ur og þau efldu mig. Ég fékk einnig bæði bréf og kort frá fólki sem ég þekkti jafnvel ekki neitt. Mér þótti óskap- lega vænt um þetta allt sam- an.“ Það hefur ekki hvarflað að þér að fara í sérframboð? „Ekki að mér en það hvarfl- aði að ýmsum öðrum. Sjálfri þótt mér slíkt aldrei geta komið til greina. Ég er allt of mikil flokksmanneskja til að velja þá leið að bregðast þessum blessaða flokki mín- um.“ Hvað þótti þér þá um það þegar þér var boðið heiðurs- sæti á framboðslistanum? „Fyrir neðan allar hellur. Ég hafði, þegar úrslit lágu fyrir, sagt að menn skyldu ekki láta sér detta í hug að ég settist í níunda sæti á list- anum og þegar mér var boð- ið 24. sætið, svokallað heið- urssæti, þá sagði ég að list- anum væri enginn heiður að því að hafa þar konu sem hefði verið hafnað. Samt sem áður lót ég tilleiðast, einkum fyrir orð eins tryggra stuðningsmanna minna. Hann benti mér á að þó ekki Handhafar forsetavalds og Vigdís Finnbogadóttir forseti. Þegar hún er fjarverandi fara forsætisráðherra, forseti Hæstaréttar og forseti Alþingis meö vald hennar. Hér vildi þannig til að tvær konur voru í þeim hópi, Salome Þorkels- dóttir og Guðrún Erlendsdóttir sem, ásamt Davíö Oddssyni, fóru meö forsetavaldið. reiði. Og vitaskuld varð ég fyrir vonbrigðum. Mér finnst hins vegar þessi úrslit miklu betri heldur en þau sem ég held að menn hafi ætlað sér að yrðu; þ.e.a.s. að ég færð- ist niður í fimmta eða sjötta sæti á listanum." HEIDURSSÆTI FYRIR NEDAN ALLAR HELLUR „í kjölfar prófkjörsins fékk ég mjög sterk viðbrögð frá fjölda fólks og ég var í sím- væri annað þá hefði ég ákveðnar skyldur gagnvart þeim þrettánhundruð níutíu og einum sem hafði kosið mig. Það er það minnsta sem ég get gert fyrir þá, þeir eiga það hjá mér.“ GUÐRÚN OG JÓHANNA Guðrún Helgadóttir stakk upp á því við félaga sína í Alþýðubandalaginu að þeir FRH. Á BLS. 48 38 VIKAN l. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.