Vikan


Vikan - 20.12.1995, Page 32

Vikan - 20.12.1995, Page 32
VOLVUSPAIN Völvan sá í fyrra að í Frakklandi myndi Edou- ard Balladur valda hneyksli. í ársbyrjun fékk hann á baukinn fyrir símahleranir. ■ Norska ríkisstjórnin mætir þrýstingi um að setja á laggirnar sjóð til að fjármagna velferðar- kerfið. ■ ( Svíþjóð ákveður Peter Wal- lenberg að afsala sér völdum í stærsta iðnaðarléni Evr- ópu yfir til næstu kyn- slóðar. Wallenberg hef- ur verið við stjómvölinn í 14 ár og fyrirtækin sem hann stýrir - m.a. Electrolux, Ericsson og Saab - hafa aldrei staðið betur. ■ Ofsabræði brýst út hjá grænu flokkunum f Sví- þjóð þegar kemur í Ijós að Svíar ætli að ganga á bak orða sinna um að draga úr notkun kjarnorkurafveitu. ■ Svíar og Finnar horfa fram á bættan fjár- hag. Fjárhagslegir eiginhagsmunir láta til sín taka á ný um allan hnöttinn. Þjóðernishollusta veg- ur þungt og þessi öfl verða mik- ils ráðandi á árinu. Valdhafar munu geta starfaö saman þegar hagsmunir þeirra og sannfæring fara saman og hinir djarfari þeirra geta síðan notað sér slíkt samkomulag sem réttlætingu á því að gera það sem þeir sjálfir telja nauðsynlegt, eins og raunin var í Bosníustríðinu. NORÐURLÖND ■ Gleðitíðindi berast úr dönsku konungsfjölskyldunni þegar til- kynnt verður að Alexandra prins- essa og Jóakim prins eigi von á erfingja á árinu. Hinn konunglegi Völvan kvað ekki verða sérlega kátt í höllinni hjá Bretadrottn- ingu á árinu. Og Díana veitti BBC sjónvarpsvið- tal ... EVRÓPA Völvan segir Jacques Chirac Frakklandsforseta í hættu og ótt- ast að jafnvel verði gerð tilraun til að ráða hann af dögum á ár- inu. Þó dregur úr óvinsældum Chiracs vegna síendurtekinna tilraunasprenginga þegar Frakk- land skrifar undir sáttmála um bann við kjarnorkutilrauna- sprengingum. ■ Radovan Karadzic verður ákærður fyrir verstu stríðs- glæpi síðan í heimsstyrjöldinni síðari og dæmdur, að honum sjálfum fjarverandi, í lífstíðar- fangelsi af stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. ■ Vopnahléð í Bosníu verður skammvinnt og herstyrkur NATO mun eiga fullt í fangi með að ráða við aðstæöur, segir völvan þung á brún. Völvan telur einnig að múslimar muni leita blóðugra hefnda í Sarajevo, svo á þeim slóðum er enga hvíld að finna fyrir langhrjáða landsmenn. ■ I Bretlandi sýnist völvunni Verkamannaflokkurinn mynda næstu ríkisstjórn en hvern þann sem situr við stjórnvölinn vantar peninga til menntunar, heilbrigð- ismóla, almenningsfarartækja og umhverfisverndar. Völvan sagði Jeltsín verða fyrir áfalli á árinu en Gorbasjev gera vart við sig. Staða Jeltsíns veikist. Gor- bachev í framboð? erfingi fæðist í merki Sporðdrek- ans árið 1996 og völvan segist sjá annað barn Alexöndru og Jóakims árið 1999. Prinsessan fær þannig nóg um að hugsa á næstunni en völvan spáir því að umskiptin og flutningarnir frá Hong Kong til Suður-Jótlands verði henni erfið. ■ Völvan segist sjá mikla birtu í kringum dönsku konungsfjöl- skylduna. Völvan man glöggt þá tíð er Kristján X var konungur ls- lands og Danmerkur og hún bendir á að drottningin hafi fæðst prinsessa af íslandi og beri því íslenska nafnið Þórhildur. ■ Ríkisarfi Danmerkur, krón- prins Friðrik, finnur ekki konu við sitt hæfi á árinu og heldur því áfram piparsveinalífi sínu, þótt öll spjót standi nú á honum að velja sér tilvonandi drottningu. Hann herðir þó leitina og fregna er að vænta af honum árið 1997, segir völvan. ■ Uffe Ellemann-Jensen situr með sárt ennið eftir að vera hafn- að sem aðalritara NATO - en ekki lengi. Völvan bendir á að hann sé í stjórnarandstöðu við minnihlutar- íkisstjórn og ekki sé langt í vand- ræði ef andstöðuflokkarnir finni til- efni til að taka höndum saman. I Hvað bresku hirðina varðar segir völvan fólk þar hafa lært af mistökum undanfarinna ára og Sophie Rhys-Jones verði hjálpað til að takast á við þá stöðugu fjölmiðlaathygli, sem fylgir því að vera gift einum af prinsum heims- ins, eftir að hún og Ját- varður prins ganga í það heilaga í vor. ■ Eftir morðið á Rabin, koma (sraelar til með að leggja sig fram um að sáttum við ná- granna sína og 1996 verður árið sem mynd kemst á sjálf- stætt, palestínskt ríki, þótt friður fyrir íslömskum öfga- mönnum sé eng- an veginn tryggð- ur, segir völvan. ■ Jarðskjálfti verður í Oslóar- firði á árinu. Skjálftinn veldur flóðbylgju sem veldur nokkrum usla. Einnig verða mikil flóð í Austur-Noregi á árinu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.