Vikan


Vikan - 20.12.1995, Qupperneq 32

Vikan - 20.12.1995, Qupperneq 32
VOLVUSPAIN Völvan sá í fyrra að í Frakklandi myndi Edou- ard Balladur valda hneyksli. í ársbyrjun fékk hann á baukinn fyrir símahleranir. ■ Norska ríkisstjórnin mætir þrýstingi um að setja á laggirnar sjóð til að fjármagna velferðar- kerfið. ■ ( Svíþjóð ákveður Peter Wal- lenberg að afsala sér völdum í stærsta iðnaðarléni Evr- ópu yfir til næstu kyn- slóðar. Wallenberg hef- ur verið við stjómvölinn í 14 ár og fyrirtækin sem hann stýrir - m.a. Electrolux, Ericsson og Saab - hafa aldrei staðið betur. ■ Ofsabræði brýst út hjá grænu flokkunum f Sví- þjóð þegar kemur í Ijós að Svíar ætli að ganga á bak orða sinna um að draga úr notkun kjarnorkurafveitu. ■ Svíar og Finnar horfa fram á bættan fjár- hag. Fjárhagslegir eiginhagsmunir láta til sín taka á ný um allan hnöttinn. Þjóðernishollusta veg- ur þungt og þessi öfl verða mik- ils ráðandi á árinu. Valdhafar munu geta starfaö saman þegar hagsmunir þeirra og sannfæring fara saman og hinir djarfari þeirra geta síðan notað sér slíkt samkomulag sem réttlætingu á því að gera það sem þeir sjálfir telja nauðsynlegt, eins og raunin var í Bosníustríðinu. NORÐURLÖND ■ Gleðitíðindi berast úr dönsku konungsfjölskyldunni þegar til- kynnt verður að Alexandra prins- essa og Jóakim prins eigi von á erfingja á árinu. Hinn konunglegi Völvan kvað ekki verða sérlega kátt í höllinni hjá Bretadrottn- ingu á árinu. Og Díana veitti BBC sjónvarpsvið- tal ... EVRÓPA Völvan segir Jacques Chirac Frakklandsforseta í hættu og ótt- ast að jafnvel verði gerð tilraun til að ráða hann af dögum á ár- inu. Þó dregur úr óvinsældum Chiracs vegna síendurtekinna tilraunasprenginga þegar Frakk- land skrifar undir sáttmála um bann við kjarnorkutilrauna- sprengingum. ■ Radovan Karadzic verður ákærður fyrir verstu stríðs- glæpi síðan í heimsstyrjöldinni síðari og dæmdur, að honum sjálfum fjarverandi, í lífstíðar- fangelsi af stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. ■ Vopnahléð í Bosníu verður skammvinnt og herstyrkur NATO mun eiga fullt í fangi með að ráða við aðstæöur, segir völvan þung á brún. Völvan telur einnig að múslimar muni leita blóðugra hefnda í Sarajevo, svo á þeim slóðum er enga hvíld að finna fyrir langhrjáða landsmenn. ■ I Bretlandi sýnist völvunni Verkamannaflokkurinn mynda næstu ríkisstjórn en hvern þann sem situr við stjórnvölinn vantar peninga til menntunar, heilbrigð- ismóla, almenningsfarartækja og umhverfisverndar. Völvan sagði Jeltsín verða fyrir áfalli á árinu en Gorbasjev gera vart við sig. Staða Jeltsíns veikist. Gor- bachev í framboð? erfingi fæðist í merki Sporðdrek- ans árið 1996 og völvan segist sjá annað barn Alexöndru og Jóakims árið 1999. Prinsessan fær þannig nóg um að hugsa á næstunni en völvan spáir því að umskiptin og flutningarnir frá Hong Kong til Suður-Jótlands verði henni erfið. ■ Völvan segist sjá mikla birtu í kringum dönsku konungsfjöl- skylduna. Völvan man glöggt þá tíð er Kristján X var konungur ls- lands og Danmerkur og hún bendir á að drottningin hafi fæðst prinsessa af íslandi og beri því íslenska nafnið Þórhildur. ■ Ríkisarfi Danmerkur, krón- prins Friðrik, finnur ekki konu við sitt hæfi á árinu og heldur því áfram piparsveinalífi sínu, þótt öll spjót standi nú á honum að velja sér tilvonandi drottningu. Hann herðir þó leitina og fregna er að vænta af honum árið 1997, segir völvan. ■ Uffe Ellemann-Jensen situr með sárt ennið eftir að vera hafn- að sem aðalritara NATO - en ekki lengi. Völvan bendir á að hann sé í stjórnarandstöðu við minnihlutar- íkisstjórn og ekki sé langt í vand- ræði ef andstöðuflokkarnir finni til- efni til að taka höndum saman. I Hvað bresku hirðina varðar segir völvan fólk þar hafa lært af mistökum undanfarinna ára og Sophie Rhys-Jones verði hjálpað til að takast á við þá stöðugu fjölmiðlaathygli, sem fylgir því að vera gift einum af prinsum heims- ins, eftir að hún og Ját- varður prins ganga í það heilaga í vor. ■ Eftir morðið á Rabin, koma (sraelar til með að leggja sig fram um að sáttum við ná- granna sína og 1996 verður árið sem mynd kemst á sjálf- stætt, palestínskt ríki, þótt friður fyrir íslömskum öfga- mönnum sé eng- an veginn tryggð- ur, segir völvan. ■ Jarðskjálfti verður í Oslóar- firði á árinu. Skjálftinn veldur flóðbylgju sem veldur nokkrum usla. Einnig verða mikil flóð í Austur-Noregi á árinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.