Vikan


Vikan - 20.08.1998, Page 30

Vikan - 20.08.1998, Page 30
VIVALDIHAUSTBOÐ MARGRÉTAR Margrét Pálmadóttir tónlistamaður er þekkt fyrir listræna hæfileika á mörgum sviðum. Flestum er kunn- ugt um hæfileika hennar á söngsviðinu, en færri vita að hún er listakokkur og skreytir matarborð af mik- illi snilld. Margrét hélt haustboð í anda Vivaldi og gefur okkur uppskriftirnar. Og gleymið ekki að láta Vivaldi hljóma um stofuna á meðan þið neytið réttanna! BRUSCHETTA Forréttur - brauö í ofni 1 Mílanóbrauð (8-10 sneið- ar. Fæst t.d. í Björnsbakaríi en einnig má nota „gamal- dags” franskbrauð.) 30 kokkteiltómatar ólífuolía hvítlaukur basilíkumlauf Brauðið er skorið í 2.5 sm þykkar sneiðar og þær settar í 120 gráðu heitan ofn í fimm mínútur. Teknar út og smurð- ar með ólífuolíu. Hvítlaukur skorinn í þunnar sneiðar og lagður ofan á. Tómatar skorn- ir í þrennt og lagðir þétt ofan á brauðsneiðarnar. Basilíkum laufin söxuð og þeim stráð yfir. Brauðsneiðarnar lagðar á rist og settar aftur inn í heitan ofninn í 10-12 mínútur. MELANZANE ALFORNO Eggaldin í ofni 2 dósir niðursoðnir tómatar, heilir 1 poki Gauda-Mozarella, gratínostur 1 meðalstór laukur hvítlaukur, 3 rif 2 eggaldin salt ólífuolía basilíkumlauf, söxuð Skerið eggaldin í 1/2 sm þykkar sneiðar og stráið salti á þær til þess að beiskur safinn náist út. Tekur um 30

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.