Vikan - 03.09.1998, Síða 10
Einnig voru nefndir:
FRÆCIR FYRIR FALLEGA
FRAKKONU!
Einnig voru nefndir:
Hörður Karlsson leigubilstjóri: „Fer létt
með að breyta veðrinu, ef því er að skipta".
fólk með Ijúfri framkomu sinni. Hann er mik-
ið snyrtimenni og punkturinn yfir i-ið er
hversu góður dansari hann er."
einstakri kostgæfni og umlykja þá persónu-
töfrum sínum."
Arnar Jónsson leikari: „Verður flottari með
hverju árinu sem líður. Hefur ótrúlega mikla út-
geislun svo maður tali ekki um röddina sem
hittir mann beint í hjartastað."
Axel Hallkell Jóhannesson leikmyndasmið-
ur: „Hann er einn af þessum mönnum sem eru
rólegir og yfirvegaðir. Hann hefur alveg ein-
staklega Ijúfa og þaegilega nærveru og ekki
sakar blikið í augunum."
Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir:
„Hann er prúður og virðulegur, kann sitt fag
og leggur mikla rækt við útlit sitt."
Þór Sigurgeirsson sölumaður hjá fslensk
Ameríska: „Hann hefur svo heillandi fram-
komu að konum, hvort sem þær eru f imm ára
eða sjötíu og fimm ára, finnst þær vera álfa-
prinsessur í návist hans."
Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur og
myndlistarmaður: „Einn af þessum dular-
fullu mönnum. Hann kemur manni alltaf jafn
mikið á óvart þegar maður fær að skyggnast
inn í þá heima sem hann upplifir og sýnir okk-
ur við og við. Þeir eru ótrúlega spennandi."
Helgi Óttarr Ingibjargarson: „Lítill
töframaður sem fær konur til að gera hvað
sem er, hvenær sem er."
Örn Guðmundsson danskennari og f ram-
kvæmdastjóri Listdansskóla fslands:
„Hann haggast aldrei og hefur góð áhrif á
Lárus Wöhler sölumaður hjá Honda-um-
boðinu: „Lárus er einn af þeim mönnum sem
kunna að meðhöndla viðskiptavini sína af
Valdimar Þengilsson 11 ára: „Maður fær í
hnén. Hann á eftir ða verða flottur."
Álitsgjafar:
Helga Sigrún Harðardóttir,
dagskrárstjóri Gull 909
Sunna Borg, leikkona
Unnur Arngrímsdóttir,
danskennari
Valgerður Matthíasdóttir,
dagskrárgerðarmaður á
Stöð 2
Vikan
Hvað er það sem ger-
ir menn aðlaðandi?
Hvaða menn eru
það sem geta með framkom-
unni einni saman breytt rign-
ingu í sól? Við fengum
nokkra álitsgjafa til þess að
velta fyrir sér þessum spurn-
ingum.
Bold: Helga Sigrún Harð-
ardóttir:
Karlmennirnir sem ég valdi
eiga það sameiginlegt að
vera einlægir í samskiptum
við aðra, hafa einstaklega
heillandi framkomu, heilla
fólk í kringum sig og þá sem
þeir hitta. Þeir eru þessir
traustu strákar sem maður
veit hvar maður hefur og
reyna ekkert að vera annað
en þeir eru. Þeir dáleiða
mann nánast með hugguleg-
heitum og maður getur alltaf
gengið að því vísu að líða vel
í návist þeirra.
Bold: Unnur Arngríms-
dóttir:
Að mínu mati er það fram-
koman sem skiptir öllu máli.
Aðlaðandi karlmaður er
prúður, ekki framhleypinn
og hrokafullur. Oft er það
svo að þegar maður hittir
karlmann sem ekki hefur út-
litið með sér, þá kemur í ljós
við nánari kynni að hann er
heillandi persóna. Þar skipta
greind og ^ persónutöfrar
mestu máli. Ég heillast mest
af karlmönnum sem bera
virðingu fyrir konum og
sýna það með tillitssemi í
allri framkomu. I raun og
veru skiptir útlitið minnstu
máli.
Bold: Valgerður Matthías-
dóttir:
Það er erfitt að benda á
eitthvað eitt sérstakt sem
gerir karlmann aðlaðandi.
Það er yfirleitt sambland af
mörgum eiginleikum sem
þurfa að vera til staðar. Innri
maðurinn finnst mér mest
um verður. Ef til vill má
segja að af mörgum eigin-
leikum sé sá mikilvægasti að
viðkomandi hafi húmor fyr-
ir sjálfum sér og umhverf-
inu. Það finnst mér ómetan-
legur eiginleiki.
Töskur í tísku - tíska í töskum
Texti: Lízella Myndir: Sigurjón Ragnar
Tískuheimurinn var ekki lengi að taka við sér þegar Vogue tilkynnti fyrr á þessu ári að handtöskuæði væri hafið. íslendingar eru ekki eftirbátar
Parísar- og Lundúnabúa hvað þetta varðar frekar en fyrri daginn og þess vegna ætlar Vikan að stytta þér leið að réttu handtöskunni fyrir þig:
1) Ferragamo veski úr svörtu
leðri; þau gerast vart klassískari
en þetta! (Veski: Leonard)
2) Litadýrðin frá Guess hressir
upp á drungalegt haustið. Hér er
skærblátt veski úr vinýl fyrir þá
sem vilja láta taka eftir sér. (Veski:
Leonard)
3) Stórglæsileg, drapplituð taska
fyrir nútímakonuna frá Cealic í
Frakklandi. Takið eftir handfang-
inu. (Taska: Drangey)
4) Það er liðin tíð að djörf veski
eigi bara heima í skemmtanalíf-
inu. Þessi taska á heima alls stað-
ar, hvortsem erívinnunni, á kaffi-
húsinu eða í matarboði. (Taska:
Accessorize)
5) Silfurgrár bakpoki sem uppfyll-
ir öll skilyrði Mary Poppins-tösku;
þar er hægt að koma öllu fyrir svo
lítið beri á og bakpokinn sjálfur er
glæsilegur fylgihlutur. (Bakpoki:
Accessorize)
6) Svört Daniel Ray taska sem
passar við hvað sem er og hvenær
sem er. Hún er úr næloni sem lifir
meira að segja af íslenskan vetur!
(Taska: Tösku- og hanskabúðin)