Vikan


Vikan - 03.09.1998, Page 44

Vikan - 03.09.1998, Page 44
Háttvísi Rómur CMS hlátur Ekki tala of mikið! Samantekt: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir úrTízku bókinni Tímarnir breytast og mennirnir með - en eru þær breytingar endi- lega alltaf af hinu góða? Getur ekki verið best að halda einfaldar lífsreglur þótt þær séu komnar til ára sinna? Við flettum upp í um hálfrar aldar gamalli bók, Tízkubók- inni, eftir Mary Young; bók, sem margar ungar konur á fimmta áratugn- um nýttu sér. Kannski geta nútímakonur lært eitthvað af þessum kafla úr bókinni... að flissa Þetta er mjög óskemmtilegt, bæði fyrir yður sjálfa og aðra. I rauninni telja margir það ókurteisi. Þér vitið það af reynslu, að því oftar, sem þér leyfið yður það, því meiri tök- um virðist það ná á yður. Ef mögulegt er, ættuð þér að ganga á brott og dveljast ein- hvers staðar í einrúmi á meðan þér eruð að jafna yður. Og skil- yrðislaust verðið þér að ganga á brott frá þeirri persónu, sem er yður samsek í að flissa. að hvísla Þetta er ósmekklegt, hvernig sem á það er litið. Þér eigið á hættu að verða talin ókurteis, leiðinleg eða jafnvel illgjörn. Verst af öllu er að hvísla með lófann fyrir trekt. að tala of mikið Þetta er oft talinn vera mjög kvenlegur löstur, enda þótt við getum sagt það „svona okkar á milli“ að karlmennirnir eru engu betri. Eitt sinn starfaði ég með manni, sem viðurkenndi það, að hann væri iðulega haldinn „munnræpu“. - Það er heilnæmt fyrir yður að spyrja sjálfa yður, hvort það, sem þér eruð að segja... a) sé raunverulega umtals- vert b) geti, ef til vill, vakið áhuga annarra c) sé, ef til vill, öðrum til leiðinda d) mætti segja í styttra máli, gagnorðar og greinilegar að tala of hátt Þetta getur verið ókvenlegt, uppskafningslegt og ónær- gætnislegt. að nota skrílmál og bölva Þetta er ekki síður ókven- legt og mjög ógeðfellt. Meira að segja getur verið að sumir líti á það sem „fordild“. óþolandi í „sambúð“ Svarrandi rómur Hræðilega tilbreytingalaus rödd Skrækur rómur Tuldrandi rödd Óbein svör við spurningum Lang- lokusvör við spurningum, með svarið aftast í ræðunni Skyndileg, hávær hróp Snögg hlátrasköll Að tala við fólk innan úr öðru herbergi Að tala við fólk á meðan þér hraðið yður á brott Samtals ,Jorskrift“ Gerið yður far um að beina rödd yðar í átt til þess eða þeirra, sem þér eruð að ræða við. Þegar þér eruð í samræð- um, verðið þér að leyfa við- mælendum yðar að ljúka setn- ingu, áður en þér hefjið máls. Yfirleitt verið þér að reyna að Það getur verið ókvenlegt og uppskafningslegt að tala of hátt. Þér verðið að ganga á brott frá þeirri persónu sem er yður sam- sek í að flissa. halda yður við umræðuefnið, þ.e. gerið yður ekki seka um að „ganga algjörlega framhjá" því málefni sem við yður er rætt, til þess að geta komið að einhverju, sem þér hafið beð- ið óþreyjufull með að segja.Gætið þess vel að þér fáið áheyrn, þegar, eða á meðan þér talið. Ég á við þetta: ekki koma stikandi inn í stofu, romsandi upp sex til sjö setningum, án tillits til þess hvort sá aðili, sem þér eruð að ávarpa, er ef til vill að einbeita sér að einhverju öðru (eins og að sinna bréfaskrift- um eða að tala í síma). Þá ger- ist aðeins það, að viðkomandi persóna biður yður að endur- taka það sem þér sögðuð. ■ 44

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.