Vikan


Vikan - 03.09.1998, Síða 54

Vikan - 03.09.1998, Síða 54
...þröngu íslandsbolunum sem fást í bókabúð Máls og menningar. Þeir eru bara til í barnastærðum og fara vel á íslenskum stúlkum. Gleymdu þessum XL auglýsingabolum sem gera konur ólögulegar. ...Evu Maríu í sjónvarpinu í vetur. Hún verður með hálftíma langan þátt á föstu- dagskvöldum frá og með 9. október á RÚV. Ef að líkum lætur verður þátturinn léttur, ferskur og óvenjulegur eins og Evu Maríu er lagið að gera dagskrárefni. Vonandi verður Skari skrípó (Oskar Jónasson, eiginmaður hennar) einhvern tímann með uppákomu í þættinum. Eva og Skari eru engu lík. ...leikhúsferð í Iðnó. Leikhúslífið við tjörnina er alveg frábært þessa dagana. Guðrún Ás- mundsdóttir og Erlingur Gíslason fara á kostum í Rommí. Þegar saman fara svona falleg húsakynni og jafn góður leikur og hjá leikur- unum í Rommí er það pottþétt ávísun á góða kvöldstund. ...frönsku brauðunum í La Baquette á Tryggvagötu 14. Þessi franska brauðstofa býður upp á smjördeigsbökur með fyllingu. Hægt er að borða á staðnum, eða koma þar við t.d. í hádeginu á laugardögum og taka með sér brauð með frönsku pate og franskri svínapylsu eða sælkerabrauð með myntusúkkulaði. Þannig getur maður töfrað fram dýr- indis hádegisverð sem ætti helst að standa yfir langt fram á dag. ■jTosnarrtr^." M - UKi

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.