Vikan


Vikan - 17.09.1998, Síða 10

Vikan - 17.09.1998, Síða 10
r USTINAÐ VERA Margir vita ekkert hvað varð af tíma þeirra. Þeir eru að allan daginn og þegar dagur er að kvöldi kominn bíður enn eitthvað af þeim verkefn- um sem átti að ljúka. Að loknum löngum vinnu- degi spyr margur sjálfan sig: Hvað varð af öllum þessum klukkustundum? Hvað er ég búinn að vera að gera í allan dag? Eina leiðin til að komast að því er að skrifa niður hvað þú gerðir. Það kemur ýmislegt markvert í ljós ef maður skrif- ar allt sem maður gerir. Mjög margir komast að því að allt of mikill tími fer í að koma sér að verki og skipuleggja verk- efnin. Aðrir hafa notað of mikinn tíma til að aðstoða aðra við þeirra verk. Þá fer oft mikill tími í að leita að hjálp- argögnum og upplýsingum til að geta haldið áfram verki sem hætt hefur verið við áður en það kláraðist. Skipulag Þess vegna er svo mikilvægt að skipuleggja það sem gera þarf. Taktu alltaf eina viku í senn og dreifðu verkefnunum. Það skiptir máli að vera sann- gjarn við sjálfa(n) sig og gefa sér nægan tíma fyrir hvert verkefni, en það þarf líka að vera harður á því að ljúka þeim á tilætluðum tíma. Rannsóknir hafa sýnt að 90 mínútur eru hæfilegur tími við sama verkefnið fyrir venjulegt fólk. Athygli og einbeiting manna er óskipt í 90 mínútur við hvert nýtt verkefni, eftir það fer einbeitingin að dofna og þá er best að snúa sér að öðrum verkefnum. Reyndu því að skipuleggja daginn í 90 mínútna einingum ef það er hægt, þannig nærð þú bestri nýtingu á tíma þínum og kröftum. Vertu ákveðin(n) Það reynist mörgum erfitt að halda sig við áætlunina fyrstu vikurnar, en það hefst ef hug- ur fylgir máli. Slökktu hik- laust á símanum ef hann er að eyðileggja skipulagið fyrir þér, sýndu sjálfum þér og samstarfsmönnum þínum hörku ef verið er að reyna að leiða þig burt frá verkefnun- um. Segðu hreinlega: "Nei, ég verð að ljúka þessu fyrst, ég tala við þig seinna." Láttu taka skilaboð ef þú hefur að- stöðu til þess. Það er öllum fyrir bestu að þú náir tökum á skipulaginu sem fyrst. Búðu til stundaskrá Þegar þú sérð hvernig tíma þínum er best varið (það tek- ur venjulega ekki nema tvær til þrjár vikur) þá skalt þú búa til stundaskrá yfir fasta liði í verkum þínum. Þegar það er á hreinu er auðvelt að skipu- leggja tilfallandi verkefni. Með því að hafa fasta stunda- skrá veist þú alltaf hvenær þú getur lofað þér í viss verkefni og hvenær þú hefur mesta Skipuleggðu tíma þinn Símar, fundir, pappírar, stefnumót, húsverk. Hlutir sem átti að gera í gaer. Ertu einfn) af þeim sem hafa of mikið að gera og tíminn rennur milli fingra þér eins og sandur? Þá er eins gott að byrja að skipuleggja. Þannig nærðu tökum á tímanum og andleg líðan þín batnar til muna. orku aflögu. Áður en þú veist af hefur þú fulla stjórn á tíma þínum, þú getur afkastað meiru og tekur ekki að þér meira en þú ræður við með góðu móti. 10 V.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.