Vikan


Vikan - 17.09.1998, Síða 16

Vikan - 17.09.1998, Síða 16
Smásaga eftir Sigurgeir Jónsson, Vestmannaeyjum Lonsba Þau bjuggu í Keflavík. Höfðu flutt þangað fyrir rúmu ári. Hann var Reykvíkingur, hún að vestan. Þau höfðu kynnst í bænum, nánar tiltekið á Mímisbar á Hótel Sögu og það var afskaplega lítið róm- antískt við þá viðkynningu, fannst henni að minnsta kosti. Hún varð fljótlega ólétt og þau ákváðu að gifta sig. Síð- an voru tíu ár. Þrívegis höfðu þau flutt milli íbúða í Reykjavík og einu sinni reynt að koma undir sig fótunum með eigin íbúð. Það endaði allt í vitleysu þegar hún þurfti að ákveða hvort hún ætti að fá sér brú eða fórna tönnunum og fá sér allt falskt upp í sig. Það varð ofan á að hún fékk sér brú og þar með var draumurinn um íbúðina í Breiðholtinu að engu orðinn, reikningurinn í Landsbankanum þoldi ekki bæði afborganir af íbúð og brúarreikning frá tannlæknin- um. „Dýrasta brú á landinu,“ sagði Jói stundum en það var nú eins og það var því að það var hann, fyrst og fremst, sem hafði viljað að hún fengi sér brú. Hann var smiður og búinn að vinna hjá mörgum. Einu sinni ætlaði hann að vera snjall og þeir tóku sér bflskúr á leigu, hann og annar sem vann með honum, og fóru að vinna sjálfstætt. Þá komst Hanna að því að hlutskipti 16 vinnuveitandans er ekki alltaf öfundsvert. Fyrirtækið fór upp í loft með fullum fjand- skap eigendanna og Jói fór aftur að vinna hjá öðrum. Svo fór að dragast saman í byggingavinnu, nætur og helgidagavinna úr sögunni og ekki eftirvinna alla daga. Þeim gekk illa að láta enda ná saman og þó að hún hefði viljað fá sér vinnu þá gekk það ekki, Jói harðbannaði allt slíkt. Hann var af gamla skól- anum og vildi að húsmóðirin væri á heimilinu, sagðist ekki þola að allt væri í skít og drasli þegar hann kæmi heim og að hann þyrfti jafnvel að fara að sjá um eldamennsku og húsverk. Þá bauðst honum starf suð- ur á Keflavíkurvelli gegnum kunningja sinn. Það vantaði smið í fast starf, þokkalega borgað og meiri vinna. Auð- vitað var ekkert vit í að hafna slíku en Hanna tók ekki í mál að búa í Reykjavík og hann í vinnu suður á Velli. „Það verður enginn sjóarabragur á þessu,“ sagði hún. „Eg veit hvernig það er hjá honum Ola bróður, hann kemur heim um helgar og sjaldnast runnið af honum þegar hann fer aftur.“ Jói reyndi að malda í móinn, þau gætu keypt sér einhverja druslu sem hann færi á í vinn- una og kæmi svo aftur á kvöldin. En Hanna aftók allt slíkt, þar með væri stór hluti af kaupinu farinn í bensín, það væri miklu eðlilegra að þau flyttu suður eftir. Og það varð úr að þau fluttu búferlum til Keflavíkur, herj- uðu út lán og keyptu fokhelt. Svo dundaði Jói um helgar við að standsetja, milli þess sem hann var að smíða uppi á Velli. Og Hönnu fannst eins og það versta væri yfirstaðið. Að vísu var langt í frá að íbúðin væri fullfrágengin og langt þar til baðið yrði flísa- lagt, hvað þá þar til sett yrði parket á stofuna. Og hurðirn- ar voru af sitthvoru tagi, eitt- hvað sem þau höfðu snapað uppi í smáauglýsingum í DV. Þó fannst Hönnu hvað verst að hún sá enn minna af Jóa en meðan þau bjuggu í Reykjavík. Hann fór snemma á morgnana, borðaði í mötu- neytinu á Vellinum og kom aldrei heim fyrr en um kvöld- mat í fyrsta lagi, stundum seinna. Stundum varð hann líka að vinna um helgar. Svo hafði hann gengið í Lions, verið kosinn í stjórn og var í eilífu snatti fyrir félagið. Að auki hafði hann tekið að sér aukaverkefni í smíðum á kvöldin, þegar hann átti frí, til að eiga fyrir víxlunum í Spari- sjóðnum. Hann hafði verið fljótur að eignast kunningja, bæði í Keflavík og á Vellinum. Hún þekkti fáa, miklu dulari en hann, enda að vestan og það bjó enginn að vestan í Kefla- vík nema hún, að minnsta kosti vissi hún ekki um neinn. Hún gat varla sagt að hún kannaðist við sálu í bænum þótt hún væri búin að búa þar í rúmt ár. Einu skiptin sem hún hafði einhver samskipti við fólk var þegar hún skrapp til Reykjavíkur til að heilsa upp á Siggu, mágkonu sína. Óla, bróður sinn, sá hún nær aldrei, hann var alltaf úti á sjó. Tvisvar höfðu þessar Reykjavíkurferðir endað inni í Glæsibæ, það var Sigga sem hafði stungið upp á því, og í bæði skiptin höfðu þær fengið tilboð um partí á eftir. Hún hafði sagt nei í bæði skiptin en vissi að Siggu hafði dauð- langað, hafði sig þó ekki í það þegar mágkonan var með í för. Og nú var hana hætt að langa til Reykjavíkur, lét sér nægja að sitja heima á daginn, vaska upp og ryksuga og lesa reyfara úr Bókasafninu og hafa kvöldmatinn kláran klukkan hálfátta á kvöldin þegar Jói kom heim. Hún var löngu hætt að elda hádegis- mat. Didda fór í skólann á morgnana um svipað leyti og Jói fór í vinnuna og þær létu sér nægja eitthvert léttmeti í hádeginu, mæðgurnar, í flest- um tilfellum. Og dótturina sá hún jafnvel enn minna en Jóa, hún var rokin út strax eftir hádegið og kom stundum ekki heim fyrr en kvöldmaturinn var orðinn

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.