Vikan


Vikan - 17.09.1998, Page 20

Vikan - 17.09.1998, Page 20
Notið sumarblómakörfuna fyrír inniblómin á veturna Blómakarfan úr garbinum eba af svölunum komin inn til vetrardvalar. Burkninn þarf töluverba birtu yfir veturinn þótt hann megi ekki standa á allt of björtum stab yfir sumarib. Beinviburinn og siöngunetib eru aubveld í mebförum. Chrysanthemum plantan lifir ekki af veturinn, ab minnsta kosti ekki blóm- strandi, en vib getum sett abra plöntu í hennar stab um leib og nýjar, blómstrandi plöntur koma á markabinn. Þab voru þær Helga Thorberg og Kristín Bára Gunnarsdóttir í Blómálfinum á Vesturgötu sem skreyttu fyrir okkur körfuna. [Ljósmynd: Bragi Þór Jósefsson). Nú er ekki ástæða til að hafa blómakörfurnar og - kerin lengur úti í garði. Óhjákvæmilegt er annað en að taka inn þessi ílát, að minnsta kosti þau þeirra sem ekki þola að standa úti allan veturinn. Venjulega stingum við þessu garðdóti í geymsl- una með sólhúsgögnun- um og sláttuvélinni en hvers vegna ekki að nota þetta til skrauts innan- dyra í vetur? ,, Til hvers væri það, ” spyr nú áreið- anlega einhver ,,og hvernig er hægt að nota þetta ,, útidót" svo vel fari innan dyra?" Jú, ekkert er einfaldara. Það má koma pottablóm- um fyrir í blómaílátunum og leyfa þeim þannig að halda áfram að þjóna hlutverki sínu í stað þess að láta þau rykfalla uppi á hillu eða úti í horni geymslunnar. Venjulega eru þessi útiílát nokkuð stór og geta því farið vel á göngum eða á stigapöllum. Þeir, sem búa í fjölbýlishúsi, gætu hresst upp á sameignina með því að koma fallegri blómakörfu fyr- ir á stigapallinum, ekki síst þar sem birta er góð og plönt- ur eiga gott með að lifa af vet- urinn. Stigapallar í fjölbýlis- húsum eru nefnilega ákjósan- legir staðir fyrir blómin okkar á veturna. Þar er oftast næg birta og einnig nokkuð svalt, að minnsta kosti miðað við það sem er inni í íbúðunum. í blóma allt árið Hér sýnum við ykkur blóma- körfu sem notuð var undir sumarblóm úti í garði í sumar. Hún hefur verið fyllt af gróskumiklum pottablómum. Gott er að byrja á því að setja plast, innan í körfuna svona rétt til að koma í veg fyrir að vatn renni niður á gólf ef okk- ur skyldi verða á að vökva svolítið rösklega. Auðvitað verður þar að auki að hafa skálar undir pottunum eða pottahlífar utan um þá svo minni hætta sé á að vatn fari út um allt þegar við vökvum. Ekki er ólíklegt að þið eigið eitthvað af pottablómum sem þið gætuð sett í körfuna en síðan má fara og kaupa sér blómstrandi pottablóm til þess að lífga upp á útlitið. í körfunni er burkni, afbrigði af beinviði og loks slöngunet. Upp úr stendur svo blóm- strandi chrysanthemum planta. Hún á auðvitað ekki eftir að standa í blóma í körfunni í all- an vetur. Aður en langt líður myndum við geta skipt henni út fyrir jólastjörnu. Eftir ára- mótin kæmi svo röðin að alparósinni og með vorinu væri hægt að fjárfesta í hor- tensíu. Þá værum við búin að vera með blómstrandi blóma- körfu allan veturinn og aftur væri komið vor og tími til að flytja körfuna út í garð eða út á svalir og fylla hana af sumar- blómum. 20

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.