Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 23
Allir vilja lifa góðu lífi en
leiðirnar til að öðlast
það eru misjafnar hjá
ólíku fólki. Það er þó eitt
frumskilyrði sem verður
að vera í lagi til þess að
maður geti orðið ham-
ingjusamur, en það er
AÐ VERA SÁTTUR VIÐ
SJÁLFAN SIG.
Hér á eftir fara nokkrar
æfingar sem stuðla að
því að sættast við sjálfa
sig. Þú þarft ekki að
hreyfa þig, aðeins að
hugsa þig í gegnum þær
reglulega. Veldu kafla
um þann eiginleika sem
þú telur standa í vegi
fyrir hamingju þinni og
farðu eftir leiðbeiningun-
um. Reynslan hefur sýnt
að þær hjálpa.
Hugmyndirnar eru
byggðar á bókinni “A
mind of your own” eftir
Betty Shine og könnun
tveggja breskra félags-
fræðinga á viðbrögðum
kvenna við íhugun.
er viðvarandi um langt
skeið ættir þú að leita
læknis. En þreyta getur
líka stafað af andlegum
orsökum og á því má
ráða bót sjálfur. Þú get-
ur læknað þreyttan
huga þinn með íhugun
og sálaræfingum og allir
dagdraumar hafa sterk-
an lækningamátt fyrir
þreyttan huga. Hér er
æfing sem hjálpað hefur
mjög mörgum í gegnum
tíðina
ímyndaðu
þér þetta:
Þú situr á svölum og
horfir út yfir hafið. Þú
heyrir öldurnar gjálfra
við ströndina og þægileg
hlý golan leikur við hör-
und þitt. Þú ert algerlega
afslöppuð og hugur þinn
tómur. Þér finnst þú
næstum svífa í lausu lofti
og þú finnur fyrir óend-
anleikanum í nálægð við
þig. Þá vaknar þú og öll
þín vandamál eru horfin.
Þessi æfing þarfnast dag-
legrar endurtekningar,
en hún hefur mjög sterk-
an lækningarmátt.
Mundu- dagdraumar
eru lækning fyrir hugann.
Biturð
Það er erfitt að lifa með
biturðinni. Þegar biturð-
in ræðst inn í huga þinn
setjast leiðar minningar
að og grafa um sig hvort
sem þær eru á rökum
reistar eða ekki. Losaðu
þig við þær! Reyndu
þessa aðferð: í hvert
skipti sem slæmar minn-
ingar sækja að þér skaltu
skrifa þær á blað. Hættu
ekki að skrifa fyrr en þú
ert búin að losa þig við
þær allar.. Geymdu
blaðið - en ekki lesa það.
Gerðu það sama næst
þegar þér líður illa. Þeg-
ar þér finnst orðið nokk-
uð langt síðan þessir
draugar ásóttu þig
skaltu ná þér í blikkfötu
eða annað eldfast ílát og
kveikja í bréfunum- án
þess að lesa þau. Og ef
óþægilegu minningarnar gera
vart við sig aftur þá endur-
tekur þú þetta, eins oft og
þarf.
ímyndaðu þér
þetta:
Þú er úti í móa og heyrir
undurfagra tónlist sem
hljómar í huga þínum. Þú
stendur upp og ferð að at-
huga hvaðan tónlistin kemur
en hljómarnir verða veikari
og veikari. Þá heyrir þú rödd
segja: “Þú heyrir ekki tón-
listina vel fyrr en þú hefur
þurrkað biturðina úr huga
þér “
Mundu - biturð sýkir hug-
ann.
Grátur
Grátur er heilsubætandi.
Þrátt fyrir það óttast margir
grátinn og láta hann draga sig
niður í hryggð og vonleysi.
Það er sama hvort ástæðan
fyrir grátinum er sorg, þreyta
eða bara þínir eigin hugarór-
ar,- gráturinn er sálarþvottur.
ímyndaðu þér
þetta:
Það er heitt og þurrt í veðri
og þú ert stödd í vel upp-
grónu þorpi eða borg.
Trén við þurra og rykuga
malargötuna eru grá og bog-
in og blómhnapparnir eru
óhreinir og óútsprungnir.
Skyndilega heyrir þú þrumu
í fjarska og stórir þungir
regndropar falla til jarðar.
Regnið steypist yfir jörðina
sem lifnar og grær. Trén
rétta úr sér, blómin springa
út og skærir sumarlitirnir
spretta fram úr grámanum.
Þú opnar augun og þér líður
eins og þú hafir hlotið
hreinsun að ofan.
Mundu - gráturinn er
hreinsun sálarinnar
Ofbeldi
Enginn hefur unnið til þess
að hann sé beittur ofbeldi eða
honum misþyrmt. Þú mátt
aldrei sætta þig við slíkt.
tmyndaðu þér
þetta:
Þú ert vitni að því að sú
manneskja, sem þér þykir
vænst um í heiminum mis-
þyrmir einhverjum öðrum.
Hann (hún) afsakar sig með
því að hann þoli ekki að þessi
manneskja ergi hann - af því
að hann elski hana.
Þú segir þessum besta ást-
vini þínum að ást afsaki ekki
ofbeldi og ef hann wnokkurn
tímann geri þetta aftur sé
sambandi ykkar og vinskap
lokið að eilífu. Og þú veist að
þú munt standa við það þrátt
fyrir að ákvörðun þín hafi ver-
ið erfið.
Mundu - ofbeldi er aldrei af-
sakanlegt.
Einvera
Allir þarfnast einveru til að
endurnýja þrótt sinn. Sumir
fyllast samviskubiti vegna
þessarar þarfar, sérstaklega
þeir sem þarfnast hennar
mest. Segðu fjölskyldunni frá
þessari þörf og farðu þess á
leit að þú fáir að njóta einveru
að minnsta kosti hálftíma á
dag. Notaðu þennan hálftíma
vel til dagdrauma, hugsunar,
skrifta eða annars sem ekki
krefst líkamlegrar hreyfingar.
Haltu huga þínum vakandi.
ímyndaðu þér
þetta:
Eftir erfiðan og annasaman
dag vaknar þú með tannpínu.
Þú ferð á fætur og leitar að
verkjatöflum sem þú finnur.
Þú sest í þægilegan stól og
finnur þegar tannpínan
minnkar og hverfur að lokum
alveg. Þú finnur allt í einu að
þú ert ein og að þér líður mjög
vel. Það er friður og sælutil-
finning í huga þínum og þú
veist að þessi stund er þitt
leyndarmál. Þú veist líka að
þessa líðan getur þú framkall-
að á hverri nóttu.
Mundu - þú getur ef þú vilt.
Texti: Jóhanna Harðardóttir
Mynd: Gunnar Gunnarsson
23