Vikan - 17.09.1998, Síða 41
Eins og allir vita hafa margir
frægir popparar og aðrir tón-
listarmenn fyrst litið dagsins
ljós á írlandi og nægir þar að
þar nefna Dubliners og U2
sem öll heimsbyggðin þekkir.
Hljómsveitin tók upp sína
fyrstu plötu í hljóðveri sem
heitir Windmill Lane. Þeir eru
ófáir ferðalangarnir sem gera
sér ferð að hljóðverinu og
skrifa skilaboð á veggina fyrir
utan. Skilaboðin koma frá öll-
um heimshornum og eru
mörg og mismunandi. Joe
skrifar: „U2, þið hafið breytt
lífi mínu, þakka ykkur fyrir,“
og annar heimspekingur hefur
skrifað: „Stríð er eins og
pizza; skilur alls staðar eftir
sig rauða bletti“.
VÍN OG AÐRAR VEIGAR
Áhugamenn um dýrar veigar
ættu ekki að láta hjá líða að
heimsækja Old Jameson
Distillery, brugghúsið sem
framleiðir hið fræga Jameson
víski. írska vískíið á rætur sín-
ar að rekja allt aftur til ó.ald-
ar. Í safninu er ferðast í gegn-
um framleiðsluferlið í fylgd
leiðsögumanns og í lokin eru
nokkrir gestanna fengnir til
þess að smakka mismunandi
tegundir og er galdurinn sá að
þekkja úr hið eina sanna
viskíbragð; Jamesons bragðið.
Safnið er skemmtilegt og sýn-
ir á myndrænan hátt hvernig
vinnan fór fram á árum áður
þegar allt var meira og minna
unnið í höndunum, áður en
nútímavélar og tækni leystu
mannfólkið af hólmi. Irar
framleiða einnig Guinness
bjórinn, eina frægustu bjór-
tegund heimsbyggðarinnar.
Guinness Hopstore er safn
sem sýnir á sama hátt fram-
leiðslu bjórsins sem hefur ver-
ið bruggaður þar síðan 1759.
Bjórinn er nú framleiddur um
allan heim og nægir dagsfram-
leiðslan til þess að fylla rúm-
lega 10 milljónir bjórkolla á
hverjum degi. Guinness fyrir-
tækið er meðal annars þekkt
fyrir skemmtilegar auglýsing-
ar og í safninu má sjá margar
þeirra bæði gamlar og nýjar.
PÖBBARNIR í DUBLIN
„Það væri óleysanleg þraut
að ætla sér að ganga um
Dublin án þess að rekast á
pöbb,“ segir Leopold Bloom í
hinni frægu skáldsögu James
Joyce, Ulysses. Það sama á við
um daginn í dag. í borginni
eru 1.000 pöbbar og sá elsti,
The Brazen Head, heldur upp
á 800 hundruð ára afmælið nú
í ár. Það sem kemur kannski
helst á óvart er opnunartím-
inn, pöbbunum er lokað um
klukkan hálf ellefu á kvöldin.
En þeir sem vilja halda áfram
að skemmta sér geta um helg-
ar fundið næturklúbba sem
eru opnir frameftir nóttu. Það
er gaman að eyða kvöldinu í
litlu götunum í Temple Bar
hverfinu. Þar er pöbb á hverju
horni, stemmningin há-
stemmd, allir eru í góðu skapi
og syngja hástöfum með
hljómsveitinni eða geislaspil-
aranum.
En þeir sem ekki nenna að
sitja inni á pöbbum geta fund-
ið ýmsa aðra skemmtun við
hæfi. Því það er sama hvort
sólin skín eða næturmyrkrið
ráði ríkjum, alls staðar er hægt
að rekast á eitthvað skemmti-
legt í iðandi mannlífinu á göt-
um borgarinnar.
Fjölskrúðugt götulíf
Veggurinn í Windmill Lane
Auglýsingarnar frá Guinness
sýna jákvæða mynd af bjór-
drykkju; þeir sem drekka bjór
verða stórir og sterkir
3l\MESO\
3AMI:.SUiV