Vikan


Vikan - 17.09.1998, Síða 45

Vikan - 17.09.1998, Síða 45
V Hutíla Guðmunclsdóttir Sendið bréfin til: „Kœra félagsráðgjafi svarar Hu!da“ Vikan, Seljavegi 2 bréfum lesenda. 101 Reykjavík. Fyllsta trúnaðar ergietl og bréf birt itndir dtilnefni. Nelfang: vikan@frodi.is Leiðinlegur saumaklúbbur Kæra Hulda, Við erum hérna tvær vinkon- ur sem erum orðnar svo fúlar út í saumaklúbbinn okkar. Við erum búnar að vera í honum í 18 ár og oft hefur verið gam- an. Núna er hins vegar einhver stífni í hópnum, einhver met- ingur og skrýtin stemmning. Það er bara talað illa um fólk, slúðrað um einhverja þekkta á neikvæðum nótum. Svo er tal- að um megrun og megrunar- duft og ekkert annað! Við sitj- um stundum og horfum hvor á aðra hálf fúlar yfir umræð- unni. Hvað eigum við að gera? Draga okkur út úr hópnum eða segja þeim hvað okkur finnst og eiga á hættu að allt fari í háaloft? Félagsskapur- inn hefur skipt okkur máli en nú er þetta orðið eins og ein- hver keppni. Ættum við að draga okkur út úr þessu? Saumakonur Kæru „saumakortur Eftir 18 góð ár í sama sauma- klúbbnum með skemmtilegri samveru, menningarlegum umrœðum, glensi og skoðana- skiptum - sem er mikilvægur þáttur í lífi ykkar og sumra annarra, og tilhlökkunarefni - þá gerast þau undur að þar myndast stemmning metings og stífiú og umræðurnar snú- ast upp í illþolandi slúður og illmœlgi um aðra og loks hið örþreytta efiii: megrun. Og enginn fær þessu stagli breytt eða ráðið við neitt né skilið hvað olli þessum furðulegu breytingum. Móðgaði einhver einhvern? Á einhver ein í hópnum svo erfitt að hún læt- ur biturðina bitna á hinum sem ekki fá stöðvað hana? Eða eru umrœðuefnin tæmd? Varla. Er streita nútímans líka komin til ykkar og farin að valda hnignun og kulnun („burn-out"), sem kallar á ný úrrœði? Ég hygg að undirstöðutil- gangur saumaklúbba sé ekki alltafað fást við hannyrðirnar, heldur að fá tœkifæri til að hitta vinkonur sínar, rœkta tengslin, fá nauðsynlega til- breytingu frá heimili og vinnu- stað, deila góðum hugðarefn- um og e.t.v. stöku sinnum áhyggjum, standa saman. Fylla í eyður sem myndast á vissum æviskeiðum o.s.frv. - Eitt er Ijóst að ykkar klúbbur skiptir ykkur miklu og þið mynduð sakna hans flestar. Ljóst er að þið eruð sennilega nokkrar sem hafið liðið fyrir þessa neikvæðu breytingu á klúbbnum, en hafið ekki enn lagt út í að fjalla um hana op- inskátt. En þið viljið verja og varð- veita þennan gamla, góða saumaklúbb. Að draga sig út skýringalaust er sama og að tapa baráttu með söknuði og missi. - Pað er því engu að tapa. Þœr ykkar sem eru sama sinnis og þið getið komið ykkur saman um leið til að hefja þessa brýnu umrœðu um hvertstefnir, takat.d. einnfund bara í það. Það er augljóst að engu er að tapa en allt að vinna. Fari „allt upp í loft", hvað með það? Það er a.m.k. ekki verra en að hopa í þögn- inni. Rjúki einhver ein „upp" og í burtu í fiissi, þá það. Kannske varð það svo að fara. Mér finnst nœsta víst að svo til allar konurnar verði mjög fegnar þessum opnu umræð- um um mál sem ykkur er mik- ilvœgt - og leiti að góðri lausn. Fyrst 18 ár gengu Ijómandi ættu „batahorfur" að vera mjög góðar. Ef til vill koma fram óvæntar, snjallar hug- myndir til úrbóta. Talandi um þreytu, streitu, kulnun og þess háttar - gœti e.t.v. komið til greina að leita á nýjarslóðir og gera einhverjar formbreyting- ar. Hugsanlega mœtti t.d. hafa í saumaklúbbnum aukastarf- semi, svo sem leshring til til- breytingar, e.t.v. bara við og við. Þá læsuð þið eina bók eða sögu, ein hefði framsögu og svo yrðu skemmtilegar um- ræður frá mörgum hliðum. Þetta er víst nokkuð stundað núna og er vinsœlt og upp- örvandi. Svo mætti e.t.v. fara eitthvað út eða í göngutúra þegar vel viðrar. Þið ræðið þetta, tilbúnar að mæta hugsanlegu mögli, þá vœntanlega frá þeim sem kunna að vera valdar að þessu neikvæða tali. Þið rifjið upp tilgang og eðli klúbbsins og biðjið meðlimi að velja á milli þess að vera áfram í gamla andanum - eða fara ella. Slíku er erfitt að komast hjá. Niður- rifsstarfá ekki að sætta sig við. Ég trúi því að þetta muni takast ágœtlega. Góðar óskir, Hulda Netfang: vikan@frodi.is Lárátt 1. Viprar 10. Hætta 13. Veisla 16. Sjáðu 18. Bönd 21. Æst 23. Muldur Lóðrétt_______ 2. Kvað 4. Sýra 6. Úttekið 9. Rok 13. Bæn 16. Lamdi 23. Reiðihljóð 26. Tónn 8. Hárið 12. Eitur 14. Sögn 17. í húsi 19. Nart 22. Ryk 28. Fuglinn 3. Bál 5. Á fæti 7. Piltar 11. Óskar 15. Ný 20. Hljómur 24. Tölur 27. Úttekið

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.