Vikan


Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 47

Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 47
sva ra r H ve r j u I æ kn i r i n n ? ALLTAF AÐ LÉTTAST Kæri Þorsteinn, í 8. tölublaði Vikunnar las ég bréf frá „einni í vanda“ varðandi svokallaða átsýki. Ekki veit ég hvað hægt er að gera henni til hugarléttis en ég er með spurningu svipaðs eðlis. Eg er 18 ára stelpa og ég held að ég sé með lotugræðgi. Eg svelti mig heilu dagana en gefst upp að Iokum, tæmi ís- skápinn og æli svo öllu aftur rétt eftir að ég kyngi síðasta bitanum. Vissulega hefur margt gengið á í tilfinningalíf- inu og ástæður eða orsakir eru ekki langt undan, svo það er ekki það sem ég velti fyrir mér. Eg flutti nýlega að heiman og var að vonast til að ástand mitt myndi skána eitthvað. Ég hef reynt að vera sterk og dugleg, standa af mér veðrið en ég fékk áfall þegar ég upp- götvaði það að ég léttist mjög nýlega um 4 kfló á aðeins 8 dögum. Ég er sem sagt enn að léttast - ég er núna 175 sm á hæð og rétt um 60 kfló. Ég geri mér grein fyrir vandan- um, veit að hann er geðrænn og þess vegna er ég hrædd (vil ekki lenda á hæli). Ég vona að þú sjáir þér fært að svara þessum línum mín- um þar sem ég hef þungar áhyggjur og óttast þá stefnu sem líf mitt er að taka. Horgrindin geðveika Þakka þér fyrir bréfið þitt. Ég vona að sem flestir lesi það því í því eru skilaboð sem eiga við svo margar ungar konur. Ég er líka feginn að finna að þú hefur innsœi í vanda þinn og fimnur þörf á að gera eitt- hvað í málinu. Algengt er að ungar konur, sem eiga við sama vanda og þú að stríða, sjái ekki vanda- málið og hvað þá að þær vilji horfast í augu við vandann. Eins og þú kemur inn á er or- sök vandans margþætt, gömul og ný vandamál sem hafa sam- tvinnast þér andlega og líkam- lega. Huglægir og geðrœnir þættir vandans hafa ekki verið auðveldir viðureignar, sérstak- lega vegna þess að það er mis- jafnt hvað hentar hverri ein- stakri konu. Sálgreining hjá lœkni eða sálfræðingi með eða án dáleiðslu er líklega það sem á viðflestar, en ég tel afar mikil- vœgt að gott traust skapist milli konunnar og þess sem með- höndlar hana. Leitaðu til heim- ilislæknis þíns um það hvert sé best að leita að- stoðar, en ég veit líka að á göngudeild geðdeildar Land- spítalans er hægt að fá góðar úr- lausnir. Þorsteinn BAÐPÚÐUR FER í ÖND- UNARFÆRIN Þorsteinn Njálsson Ég las grein í 9. tölublaði Vikunnar þar sem kona spurði hvort baðpúður gæti verið hættulegt börnum. Mig langar til að leggja orð í belg um þetta. Hættan felst í því að bömin eru púðruð um allan kroppinn, svo er slegið létt á til að dreifa og jafna út, þá fá bömin púðrið í öndunarfærin. Og það getur valdið ofnæmi og asma. Þetta var umtalað fyrir 30-35 árum og á sjálfsagt við ennþá. Kveðjur, amma Þakka þér fyrir ábendinguna kæra amma. Þetta er alveg rétt hjá þér. Þetta púðurbað sem börn fengu fyrir sig hér áður fyrr leiddi einmitt til þessa vanda sem þú nefnir hér. Ég vona að enginn geri þetta í dag. Barnapúður er mjög góð með- ferð á raka húð, en öllu má of- gera. Þorsteinn FLUGHRÆÐSLA Kæri Þorsteinn, Mig langar til þess að biðja þig um að gefa mér ráð vegna barnabarns míns. Þetta er 17 ára stelpa, vel gefln og listræn. Hún virðist vera í góðu jafnvægi. Núna er hún í tónlistarnámi við dansk- an skóla, þetta er fullt nám sem hún stundar. Hún er hjá vinafólki í fæði og húsnæði og hún er dugleg að skrifa for- eldrum sínum og mér. Nú kemur það sem menn reyna misjafnar. Þegar flughræðsla er á viðráð- anlegu stigi er ekki óalgengt að fólk sé að dreypa á áfengi fyrir brottför, þ.e. fullorðið fólk náttúrulega. Ekki er held- ur óalgengt að lœknar ávísi léttum róandi lyfjum til að nota áður en lagt er í hann. Ef flughræðslan eða fælnin er það mikil að fólk veigri sér við að ferðast með flugvélum þrátt fyrir brýna nauðsyn, er t.d. farið að missa af fjölskylduat- burðum vegna þessa eða farið að kvíða ferð, líkt og barna- barnið þitt, vikum eða mánuð- um fyrir ferð, þá er vandinn orðinn annar og meiri. Úr- lausnir sem þarfað grípa til verða sem þjáir hana, hún er svo of- boðslega flug- hrædd - hún er nú þegar farin að hugsa um flugið heim jólafríinu sínu og kvíð- ir svo fyrir. Þessi hræðsla hel- tekur hana. Hún hringdi í mig í morgun að leita ráða. Kæri Þorsteinn, geturðu gefið mér ráð fyrir hana? Mamma hennar er líka svona flughrædd en enginn annar í fjölskyldunni. Með fyrirfram þakklæti og kærri kveðju, Ein af vilja gerð Kœra amma, Það er ekki auðvelt að vera flughræddur í dag á þessum tímum mikilla ferðalaga. Þetta vandamál er þó algengara en margur heldur og úriausnir því umfangsmeiri. Mörg flugfélög hafa upp á námskeið að bjóða fyrir svona einstaklinga sem er sjálfsagt að nýta sér. Geðlæknar og sál- frœðingar aðstoða líka marga. Afnæming, t.d. með dáleiðslu, reynist líka mörgum gagnleg. Fáðu stúlkuna til að leita sér hjálpar. Hún á það skilið að njóta jólanna í faðmi fjöl- skyldunnar á íslandi. Þorsteinn Netfang: vikan@frodi.is 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.