Vikan - 17.09.1998, Síða 51
svæði” enn. Pað er ekki langt
síðan læknar unnu hatramm-
lega gegn þeim aðilum sem
voru að vinna á þessu sviði, en
nú hefur færst í vöxt að þeir
beini sjúklingum sínum til
þeirra í leit að aðstoð við að
auka vellíðan sjúklinganna
meðan á lyfjagjöf stendur.
Þorbjörg segir að margir
krabbameinssjúklingar komi
á stofuna og fái þar leiðbein-
ingar um hollt fæðuval og
heilbrigt líferni til að bæta líð-
an sína meðan á lyfjagjöf
standi.
Fólk en ekki vélar
Aðferð Þorbjargar byggist á
samstarfi og mannlegum sam-
skiptum. Hún telur að fólk
geri, sem betur fer, meiri
kröfur til lækna og lækninga
en áður. Það vill láta með-
höndla sig sem manneskju og
líta á sig sem heildarmynd,
þ.e.a.s. sem manneskju með
sál og mannlegar þarfir.
Læknisfræðin hefur ekki boð-
ið upp á það fram að þessu,
hinar hefðbundnu aðferðir
miðast allar við “vélarbilun”,
þ.e.a.s. að lappa upp á bilaðan
líkama en ekki að leita skýr-
inga í fleiri þáttum og vinna á
meininu á þeim forsendum.
Þessum aðferðum er fólk að
hafna og krefst þess að tekið
sé tillit til sérþarfa þess.
Orkuskortur
„Á íslandi er mikil þörf fyrir
þá þjónustu sem ég býð því
hér vantar umhyggjuna fyrir
manneskjunni.
Það ber miklu meira á orku-
skorti hér en í Danmörku.
Fólk er útkeyrt af þreytu og
stressi. Stundum langar mig til
að koma sjúklingunum sem til
mín koma í rúmið. Það koma
stundum til mín konur sem
eru örþreyttar en viðurkenna
það ekki fyrir sjálfum sér eða
öðrum. Mig langar að koma
þeim í rúmið og láta þær
liggja þar í viku eða hálfan
mánuð, þær þarfnast einfald-
lega hvíldar og tíma til að
sinna andlegum og líkamleg-
um þörfum sínum. Fólk verð-
ur að gefa sér tíma til að nær-
ast rétt og lifa á heilbrigðan
hátt. Við erum öll þess virði
að gefa okkur þann tíma og
eigum það skilið.”
Mel tingartruflan ir
„Allflestir íslendingar sem
leita til mín þjást af meltingar-
truflunum og ástæðurnar eru
margvíslegar. I mörgum til-
fellum má kenna um ofnotk-
un á penísillíni, og það á eink-
um við um börn með exem.
Oft hefur saga þeirra byrjað
með eyrnabólgum og síendur-
tekinni penísillíngjöf, maginn
og meltingin fara úr skorðum
og exemið kemur í framhaldi
af því. Penísillínið getur líka
farið illa með fullorðið fólk.
Ég hef fengið til mín sjúkling
sem átti við mjög alvarlegar
meltingartruflanir að etja,
læknar voru búnir að gefa
hann upp á bátinn. Hann var
með stöðugan niðurgang,
hafði lést um mörg kíló og var
aðframkominn af þreytu og
orkuskorti. Honum höfðu
verið gefnir tuttugu
penísillínkúrar í röð vegna
sýkinga í nefi og kinnholum.
Þessi sjúklingur var með
mjólkur- og hveitióþol, og
hann var fyrir löngu orðinn
ónæmur fyrir penísillíninu
sem hafði gereyðilagt alla
mikróflóru í þörmum hans.
Þetta er að vísu mjög alvar-
legt tilfelli, en því miður ekk-
ert einsdæmi.”
Ábyrgð einstaklingsins
„En meltingartruflanir geta
líka stafað af röngu mataræði,
því maturinn er okkar
brennsluefni og það sem við
byggjum andlega- og líkam-
lega heilsu okkar á. Við erum
sjálf ábyrg fyrir hverjum ein-
asta bita sem við látum ofan í
okkur. Það er því miður ekki
hægt að komast hjá því að
taka ábyrgð á að hver biti,
sem maður lætur inn fyrir sín-
ar varir, hafi áhrif á líðan
manns og heilsu.
Annað heilsuvandamál okk-
ar er gigtin. Margir læknar eru
farnir að ráðleggja sjúklingum
sínum að taka inn lýsi og það
er mjög ánægjulegt, lýsið gerir
örugglega miklu meira gagn
er sterarnir, þótt það sé eitt og
sér ekki nægileg vörn gegn
gigt”
Fituhrœðsla íslendinga
Omega 3 og Omega 6 fitu-
sýrur eru mjög góðar við gigt-
arsjúkdómum - og ekki bara
þeim, heldur líka alls konar
bólgum, exemi, hormóna- og
taugasjúkdómum og jafnvel
krabbameini.
Líkami okkar getur ekki
myndað þessar sýrur sjálfur
svo við verðum að fá þær úr
matnum, s.s. feitum fiski,
fiskolíum og hörfræ-, sól-
blóma- og þistilolíum. Eitt vil
ég sérstaklega undirstrika
með olíur, að þær eiga að vera
af bestu gerð, lífrænt ræktaðar
og fyrsta pressun. Þarna má
ekki spara, það margborgar
sig heilsunnar vegna að nota
góðar olíur.
Islendingar eru haldnir
óeðlilegri „fituhræðslu” og
þessa góðu fitu vantar of mik-
ið í fæðuna. Þessi fituhræðsla
á sérstaklega við konur á aldr-
inum 15-50 ára. Það virðist
enginn vita að þessar olíur eru
nauðsynlegar til að halda
okkur í kjörþyngd. Það eru
ekki olíurnar sem vinna gegn
kjörþyngdinni heldur sykur,
gosdrykkir, hvítt brauð og of
lítil neysla á grænmeti og
ávöxtum.
Ég vil samt ekki gera alla að
grænmetisætum, ég held að
þannig fæði eigi ekki við þjóð
sem býr við okkar veðurfar.
Það þarf ákveðið magn af fitu
og eggjahvítuefnum til að
halda á okkur hita og það er
varasamt að sækja þessi efni í
yfirdrifna neyslu á einföldum
kolvetnum og mjólkurafurð-
um,” sagði Þorbjörg að lok-
um.
Þorbjörg kemur reglulega til
að sinna sjúklingunum sínum
hér. Vinir hennar og velgjörð-
armenn, Rúnar og Hildur í
Yggdrasil ljá henni aðstöðu
og taka pantanir fyrir hana.
Hún setur sjúklingunum fyrir
milli heimsókna og ræðir svo
framfarirnar og skipuleggur
framhaldið í hverjum tíma.
Hún segir að ef fólk fari eftir
leiðbeiningum sem það fær
líði því strax betur, og eftir
þrjár til fjórar vitjanir sé það
farið að læra á líðan sína og
hvernig það getur sjálft haft
áhrif á hana með réttum lífs-
stíl.
Viðtal: Jóhanna Harðardóttir
Mynd: Gísli Egill Hrafnsson
51