Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 52
RNUAFMÆLI
Þegar sígild fegurð er nefnd, dettur mörgum í hug leik-
konan Catherine Deneuve - enda leitun að fegurri
konu. Afmælisdagurinn hennar er 22. október en þá
verður hún 55 ára. Catherine steig fyrst á leiksvið 13
ára að aldri og tók þá upp eftirnafn móður sinnar, sem
var leikkona, en faðir hennar Maurice Dorleac var
sviðs- og kvikmyndaleikari í Frakklandi. Catherine
varð fyrst þekkt árið 1964 fyrir leik sinn í kvimyndinni
„The Umbrellas of Cherbourg", en sú mynd hlaut
Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes
það ár. Þá var Catherine orðin móðir, átti eins árs
dreng, Christian, sem er sonur hennar og leikstjórans
Roger Vadim og árið 1972 eignaðist hún dótturina Chi-
ara, með leikaranum Marcello Mastroianni. Bæði börn-
in hafa fetað í fótspor foreldranna og lifa i heimi kvik-
mynda...
Það er ekki of djúpt í árinni tekið að
segja að forsetafrú Bandaríkjanna hafi
ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
Maðurinn hennar hefur séð til þess, sem
og stúlkan hún Monica. En ekki orð um
það meir! Nú á Hillary afmæli, verður 51
árs 26. október. Hún heitir fullu nafni
Hillary Diane Rodham og er elst þriggja
systkina, sem ólust upp við mikið ástríki.
I uppeldinu var grunnurinn lagður að lífs-
skoðun Hillary sem er: „Við höfum öll
skyldum að gegna við samfélagið" og það
er sagt að hún framfylgi þeirri lífssýn
sinni alla daga. Hillary var virk í félagslífi
á æsku- og unglingsárunum; hún var
skáti, vann með æskulýðsfélagi kirkju
sinnar og sat í stúdentaráði í háskólan-
um. Hún kynntist Bill Clinton í lagahá-
skólanum við Yale, giftist honum 1975 og
eignaðist dótturina Chelsea árið 1980. Nú
bíður heimurinn spenntur eftir því hvað
gerist næst í sápuóperu Hvíta hússins...
Winona Laura Horowitz, mun betur þekkt sem
Winona Ryder, verður 27 ára 29. október. Hún
er fædd í fylki hússins á sléttunni, Minnesota -
reyndar i bænum Winona! - og lauk þaðan leik-
listarnámi. Winona Ryder á tvö hálfsystkini og
einn albróður...