Vikan - 17.09.1998, Qupperneq 53
Hefðu þau ekki skilið að skiptum gætu
Julia Roberts og fyrrverandi eiginmaður
hennar, Lyle Lovett, haldið saman upp á
afmælin sín og látið veisluna standa í 5
daga. Julia verður 31 árs 28. október og
Lyle 41 árs I. nóvember, en þar sem
hjónabandið stóð stutt eru litlar líkur á
sameiginlegri veislu. Julia Roberts heitir
réttu nafni Julie Fionna. Pabbi hennar
seldi ryksugur og móðir hennar starf-
aði sem ritari í kirkju. Þau slitu sam-
vistum þegar Julia var 4 ára og fað-
ir hennar lést úr krabbameini
fimm árum síðar. Julia tók það
mjög nærri sér, enda voru þau
feðgin afar náin.
Julia tók nokkur námskeið í
fjölmiðlafræði, fór svo til
Lisu systur sinnar, sem
vann við leiklist í New
York og reyndi fyrir sér
sem leikkona. Ekkert
gekk fyrr en Eric, bróðir
þeirra og þekktur leikari,
fékk leikstjóra myndarinnar
„Blood Red" til að lofa systur
sinni að vera með í þeirri mynd. Fram-
tíðin var ráðin... Julia Roberts er mikil
hannyrðakona og sagt er að á milli töku-
atriða sitji hún og prjóni eða kenni öðrum
að prjóna. Hún man vel eftir því hvernig
það er að vera fátækur og gefur því stór-
an hluta tekna sinna til líknarmála. Þegar
hún er spurð um ævi sína svarar hún
gjarnan: „Besta svarið er að svara
engu..."
Aðrir frægir, fæddir á þessu Viku-tímabili:
Pablo Picasso (f. 25. október 1881-d. 1973),
K.D.Lang (2.nóvember 1961) og Benjamin
Netanyahu (2l.október 1949).
„Rós Vikunnar" fær að þessu sinni Linda Ósk Sigurðardóttir, 18 ára
Reykvíkingur. í bréfi, sem fylgdi með til blaðsins, þar sem Linda Ósk
er tilnefnd, segir að þessi unga stúlka sem hefur verið bundin við hjóla-
stól frá barnæsku, geti verið mörgum gott fordæmi. Linda Ósk er bjart-
sýn og lætur ekkert aftra sér frá því að láta drauma sína rætast. Hún er
nýkomin frá Portúgal þar sem hún og unnusti hennar innsigluðu sam-
band sitt með hringum og óskum við unga parinu gæfu og gengis um
ókomna framtíð! Pað eru íslenskir blómaframleiðendur sem senda
Lindu Ósk tuttugu rósir.
Linda Ósk Sigurðardóttir,
Grettisgötu 10,
101 Reykjavík
Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er,
hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykjavík
og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu
og fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni.