Vikan


Vikan - 20.12.1998, Qupperneq 9

Vikan - 20.12.1998, Qupperneq 9
Halla Linker hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu þar sem hún lét nýlega af starfi sínu sem ræðismaður íslendinga í Los Angeles og svo er hún nýgift í annað sinn og ástfangin upp fyrir haus. Halla hefur lifað ævintýralegu lífi eins og kom fram í bók hennar „Uppgjör konu“ sem hún skrifaði fyrir liðlega áratug. Halla var ásamt bandarískum eiginmanni sínum Hal Linker þjóðþekkt persóna í Bandaríkjunum. Vikulegir ferðaþættir þeirra í bandaríska sjónvarpinu voru gífurlega vinsælir og Halla varð þekkt andlit í Los Angeles eins og leikaraandlitin. Og ekki spillti fýrir að Halla er gædd norrænni fegurð, Ijóshærð og bláeygð með dillandi hlátur og mikla útgeislun. Hún féll vel inn í hóp fallega og fræga fólksins í draumaborginni. Með Hal manni sínum kynntist hún borgarstjóra Los Angeles, þekktustu leikurunum, auðkýfingum og þjóðhöfðingjum. Sem ræðismenn íslands héldu þau hjónin margar veislur og bjuggu í rúm tuttugu ár í glæsilegu fjögur hundruð og tuttugu fermetra húsi með sundlaug og æv- intýralegu útsýni yfir borgina. Einbýlishúsið höfðu þau byggt utan um mikinn fjölda listmuna sem þau höfðu safnað við sjónvarpsþáttagerð á ferð um heiminn og þar þurfti að vera hátt til lofts og vítt til veggja. Stór uppstoppuð dýr, dýrahaus- ar og gripir þurftu að komast vel fyrir og svo þurfti að vera pláss fyrir mannmargar veislur. Það var því átak þegar Halla minnkaði við sig og losaði sig við stærsta hlutann af öllum dýrgripunum. En Halla hefur aldrei verið háð veraldlegum munurn og þegar hún varð ekkja seldi hún húsið sem var allt of stórt fyrir hana eina, en sonur þeirra Davíð var fluttur til Seattle þar sem hann starfar sem læknir. Og íbúðin sem Halla keypti inni í borginni á Wilshire Bou- levard er glæsileg eins og allt sem Halla kemur nálægt. Og Halla lítur aldrei til baka, hún horfir bara fram á við og í dag er hún alsæl í minni en mun þægilegri húsakynn- um. Eitt af því sem Halla var að sækjast eftir í nýju húsnæði var ör- yggi sem alltaf þarf að huga að hér í Los Angeles. Og nýja húsið uppfyllti allar þær kröfur. Húsið er hátt fjölbýlishús þar sem for- dyrið er stórt og glæsilegt og líkist helst fínu hóteli. Þar eru stórir hægindastólar og borð, speglar þekja veggina og öryggisvörður sem hleypir engum inn í lyfturnar nema vera búinn að hringja upp í íbúðina fyrst og kynna viðkomandi. Einnig eru nokkrir skjáir þar sem vörðurinn fylgist með ferðum allra á göngunum. Og þegar okkur var að garði tók bílavörður bílinn við útidyrnar og lagði honum. Að heimsókninni lokinni hringdi Halla niður og bað um að bíllinn okkar yrði sóttur. Og auðvitað var einn af dyra- vörðunum töskurnar okkar. Hvílíkur lúxus. En öryggið er mikil- vægast finnst Höllu og auðvitað hefur hún ekkert á móti þægind- unum. Hér var allt sem hún þurfti og hér leið henni strax vel. „Þegar ég sá íbúðina fyrst fannst mér nafnið mitt skrifað á hvern einasta vegg og mér fannst íbúðin passa alveg ótrúlega vel fyrir alla okkar muni sem ég flutti með mér úr húsinu,“ segir Halla þegar við tyllum okkur hjá henni í stofuna. Stóra einbýlishúsið hafði verið byggt í austurlenskum stíl og er það sá stíll sem Halla hrífst mest af. „Ég hef alltaf verið hrifnust af austurlenskum stfl og hef haldið mér við hann síðan um 1955. Ég hreifst svo af Austurlöndum. Ég gæti vel hugsað mér að búa í Japan. Ég hef aldrei verið mikið fyr- ir nútímahönnun og þoli ekki nútímahúsgögn. Finnst þau yfirleitt köld og karakterlaus. Mér finnst eitthvað svo vinalegt við þennan austurlenska stfl. Hjá mér eru að vísu stólar og sófar bara klass- ískir, hvorki mjög nýtískulegir né gamaldags. En hér er samt allt samtengt því á sófunum er til dæmis mynstrið í damaskáklæðinu kínverskir drekar.“ Fyrri eigendur íbúðarinnar höfðu greinilega verið á sömu bylgjulengd og Halla. Veggfóðrið á veggjunum er til dæmis með austurlenskum myndum. „Veggfóðrið á veggjunum var hér þegar ég kom hingað. Þetta fellur alveg saman eins og púsluspil. Ég hefði ekki þorað að kaupa þetta veggfóður. Ég hefði verið svo hrædd um að það færi of yfirþyrmandi. En það er mjög fallegt. Svo var mér sagt að veggfóðrið og uppsetningin hefði kostað um tíu þúsund dollara og það hefði ég aldrei borgað fyrir veggfóður,“ segir Halla sposk á svip. „Svo höfðu fyrri eigendur látið smíða barskáp sem er með svört- um hurðum sem falla alveg að svörtu austurlensku skápunum og öðrum hlutum í þeim stfl.“ Ibúðin er á sjöundu hæð í húsinu og frábært útsýni yfir borgina á milli stórhúsanna í götunni. Hvert sem litið er má sjá verðmæta listmuni sem hún hefur safnað í gegnum árin. 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.