Vikan


Vikan - 20.12.1998, Side 16

Vikan - 20.12.1998, Side 16
ert sérstaklega vel að selja í ferðina. En við fórum nú samt, níu talsins, sex áhugasamar konur, við Sigurður og Bjartur. Síðan höfum við farið árlega slíka ferð til Mallorca. Við vor- um lengi að burðast við að fá Samvinnuferðir-Landsýn í lið með okkur, þeir seldu fyrir okkur miðana og greiddu svo- lítið götu okkar, en tóku þetta aldrei alveg upp á sína arma.“ GÖNGUFERÐIR HEIMfl OG HEIMAN Gönguferðimar nutu sívax- andi vinsælda og fljótlega var stofnaður klúbbur, Göngu- garpar, í kringum þær. Akveð- inn kjarni í klúbbnum ákvað að ganga saman á íslandi allar verslunarmannahelgar og eru þessar ferðir orðnar sex talsins. „Við byrjuðum á Vestfjörðum og tókum þann pól í hæðina að ganga á milli þorpa. Við göng- um á daginn, farangurinn er fluttur með bílum eða bátum á milli staða og gistum svo í gisti- heimilum, félagsheimilum eða skólum. Við erum einnig búin að fara á Hornstrandir og nú erum við búin að vera þrjú sumur á Austfjörðum og erum að ganga þá einn af öðrum. Byrjuðum í Vatnsskarði og gengum um Stóru-Urð og það- an niður til Borgarfjarðar eystra. Núna erum við komin niður í Breiðdal. Við göngum alltaf yfir einhver fjallaskörð, þetta eru allt gamlar þjóðleið- ir, við lesum okkur til um það sem gerst hefur á þessum leið- um. Vinur minn, sem er sér- fræðingur í íslendingasögun- um, fræðir okkur um sögur, sem gerst hafa á þessum slóð- um, og við leitum uppi þjóð- sögur. Við höfum miðað við að vera um 20 manns í þessum ferðum, en þetta er alls ekki lokaður klúbbur og nýtt fólk er hjartanlega velkomið." í fyrravor komu svo góðir samstarfsaðilar inn í Mallorca ferðirnar. Ferðaskrifstofan Úr- val-Útsýn hafði samband við þau og bað þau að skipuleggja, fyrir íþróttadeild ferðaskrif- stofunnar, ferðir til Mallorca í svipuðum anda og þau voru búin að þróa. „Okkar ferðir voru frekar gönguferðir en náttúruskoðunarferðir, eins og ferðin sem við höfðum upphaf- 16 lega farið með Svíunum, og þannig var fyrsta ferðin sem við fórum um páskana í fyrra fyrir Úrval-Útsýn. Ferðin gekk frábærlega vel, enda geta þess- ar ferðir ekki gengið öðruvísi, svo framarlega sem ekkert óvænt kemur upp á. Þetta er svo frábært land og fjöllin eru engu lík. Við dveljum í klaustri sem heitir Lluc. Það er yndis- legur staður, nokkurs konar miðpunktur eyjarinnar, við getum sagt að þessi staður sé nokkurs konar Þingvellir þeirra Mallorca búa. Þarna er góð aðstaða og eyjarskeggjar nota þennan stað fyrir ýmis- konar samkomur og hátíða- höld. í klaustrinu er svart madonnulíkneski en sagan segir að að Máradrengur hafi fundið líkneskið og farið með það í kapellu nokkra. Þaðan hafi hún horfið þrisvar sinnum og alltaf fundist aftur í sama dalnum, þannig að menn hafa ákveðið að þar vilji hún vera. í dag er klaustrið nokkurs konar griðastaður þeirra sem þangað koma í pflagrímaferðir til þess að skoða madonnuna, það er ekkert þorp á Mallorca sem ekki skipuleggur pflagríma- ferðir þangað. Þessi staður hef- ur mikil áhrif á mann. Ég fór alvarlega að hugsa um hvort tilbeiðsla aldanna verði eftir í loftinu. En hvað á maður ann- að að hugsa þegar maður kem- ur á svona stað? Þarna í kring- um klaustrið eru hæstu fjöll eyjarinnar, þar höfum við bækistöð og skipuleggjum gönguferðirnar út frá klaustr- inu.“ HEIMURINN KANNAÐUR Á GÖNGUSKÓM Það er ekki nokkur vafi í huga mínum að gönguferðirn- ar eiga hug Steinunnar allan og hún er dreymin á svip þegar hún segir frá gönguferðum eft- ir smyglarastígum, hertogastíg- um í mismikilli hæð yfir sjávar- máli og vellíðaninni sem fylgir því að koma á afskekktan bóndabæ í dalverpi sem selur besta appelsínusafa í heimi. Ég er þegar hér er komið sögu komin með hælsæri og orðin lofthrædd í huganum og spyr Seinunni hvort þetta sé ekki erfitt? „ Ég segi alltaf að ef fólk hafi gengið á Esjuna með svona þokkalegu móti þá geti það farið þessar ferðir. Það er auðvitað lýjandi að ganga dag eftir dag, við erum 5-6 daga á göngu, en ég hvet alltaf fólkið eindregið til að taka sér frídag, það er enginn skyldugur til að ganga með alla dagana. Það segir sína sögu að þeir sem einu sinni eru búnir að fara í svona ferð segja allir sem einn að þetta sé rétti ferðamátinn til þess að skoða heiminn. Þess vegna fórum við að athuga fleiri möguleika og þá komu Pýreneafjöllin inn í myndina. Við fórum til Spánar til að kanna möguleika á ferðum til Pýreneafjallanna. Fórum í tvo þjóðgarða og lögðum grunn að gönguferðum þangað. Það er mikill áhugi á þessum ferðum hjá íþróttadeild Úrvals - Út- sýnar og þar var stofnaður klúbbur, Gönguhrólfar, í kringum þessar ferðir. Tvær ferðir í Pýreneafjöllin voru auglýstar í sumar og seldist strax upp í þær báðar. Þannig að við vorum mjög ánægð að vera komin með góða sam- starfsaðila fyrir þessar ferðir, eftir að hafa séð um þær meira og minna sjálf með öllu sem því fylgdi.“ SKAMMAÐIST SÍN EKKIFYRIR SÁRS AUKANN En það átti ekki fyrir þeim að liggja að uppskera saman ár- angur erfiðisins. Steinunn var skilin áður en kom að fyrstu ferðinni á nýjar slóðir. I byrjun janúar skildi leiðir. Og mánuð- irnir eftir áramót, sem nota þurfti til þess að leggja loka- hönd á undirbúning ferðanna, reyndust Steinunni erfiðir og sársaukafullir. „I janúar og febrúar fannst mér ég alltaf sökkva dýpra og dýpra. Það gerist eitthvað innra með

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.