Vikan - 20.12.1998, Qupperneq 18
Hvað með smá hjólreiða-
túr? Húsgöng og smáhlut-
ir úr smíðajárni eru í miklu
úrvali í versluninni. Þau
koma frá Tékklandi.
Allir landsmenn þekkja
Pálma Gestsson leikara
sem bregður sér á snilldar-
legan hátt í margs konar
ólík gervi og hlutverk á
leiðsviðinu. Nýjasta hlut-
verk Pálma er hinsvegar
ólíkt öllum öðrum sem
hann hefur leikið hingað
til; nýlega opnaði ný versl-
un í Hafnarfirði, verslunin
Ego Dekor, og er Pálmi
annar eigendanna.
ir
jr
PALMIGESTSIBUÐARLEIK
NÝTT OG SKEMMTILEGT AUKAHLUTVERK
Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson
Hvað var það fyrir yður? Pálmi í nýja
aukahlutverkinu.
Hvað segir þú, Pálmi, um þetta nýja hlutverk, er gaman í búðarleik? „Þetta er
fínt aukahlutverk, jú það er mjög skemmtilegt. En hvernig varð nýja hlutverk-
ið til? „Það var búið að blunda lengi í mér að gera eitthvað allt annað en að
leika. Maður verður nú alveg kolvitlaus af því að vera eingöngu í leiklistinni til lengri
tíma. Við Friðvin Guðmundsson, vinur minn, fórum að velta því
fyrir okkur að fara að gera eitthvað saman, t.d. að flytja eitthvað
sniðugt inn og fórum að kanna málið. Við vorum svo heppnir að
fá til liðs við okkur systur Friðvins, Björgu, sem hefur búið í
Tékklandi til margra ára. Hún þekkir vel til mála í því ágæta landi
og í gegnum hana komust við í samband við unga Tékka sem
hanna og smíða húsgögn og smáhluti úr smíðajárni. Þá kviknaði
hugmyndin að opna verslun með þessa muni og síðan var ekkert
annað eftir en að skella sér á þetta.“
Pálmi segist lítið mega vera að því að standa sjálfur fyrir innan
búðarborðið. „Það var ekki meiningin. Ég veit ekki einu sinni
hvort það væri vænlegt til árangurs,“ segir Pálmi og er hógværðin
uppmáluð. „En það eru nú ýmis handtökin sem þarf að gera þó
að maður sé ekki mikið að þvælast fyrir vinnandi fólki hér í versl-
uninni. Hún Björg er hér alla daga og hún á nú aðalheiðurinn af
þessu. Þetta gengur ljómandi vel. Það er auðvitað stutt síðan við
opnuðum, en þetta hefur gengið framar öllum vonum.“
Pálmi segir reksturinn góða slökun frá leiklistinni. „Ég held að það sé alveg nauðsyn-
legt, þegar líf manns er farið að snúast í kringum eitthvað eitt ákveðið starf, eins og leik-
listina í mínu tilfelli, að fara að gera eitthvað annað. Komast í snertingu við annað fólk,
annars konar starf og aðra hluti. Það er mjög mikilvægt fyrir leikarann að fylgjast með
því sem er að gerast í samfélaginu því þaðan er jú öll okkar list sprottin. Það versta sem
getur komið fyrir listamanninn er að einangrast í fagi sínu. Þá kemur fljótlega að því að
hann hefur ekki neitt að segja, ekkert fram að færa. Ef hann fylgist ekki með fólkinu þá
fylgist fólkið ekki með honum. Þannig að það er mikið atriði að lifa og hrærast svolítið í
samfélaginu."
Við fengum Pálma til þess að ganga með okkur um nýju verslunina, Ego Dekor
Bæjarhrauni 14 og eins og hans er von og vísa varð sýningarferðin tilefni til ýmissa upp-
átækja, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.
18