Vikan


Vikan - 20.12.1998, Page 21

Vikan - 20.12.1998, Page 21
vorum stödd í Edinborg var hann til dæmis í vinnuferð í Brussel. Hafrún er frá Grund- arfirði, sálfræðingur að mennt og er lektor við Queen Marg- areth's College. María Hilmarsdóttir hefur lokið mastersnámi í listasögu og rekur Gallerí Kúnst í Edn- inborg þar sem hún leggur áherslu á að kynna Skotum ís- lenska list. Hún er frá Pat- reksfirði en hefur verið í Ed- inborg frá því 1991. Maður hennar er skoskur tölvufræð- ingur sem vinnur í kjarnorku- stöðinni í Sellafield. Hrafnhildur Pálsdóttir er „bara af Seltjarnarnesi“ eins og hún orðar það. Hún kom til Skotlands til að stunda mastersnám í rekstrarhag- fræði fyrir einum fimm árum. Hennar maður er írskur og starfar hjá viskífyrirtæki í Perth. Þangað ekur hann á hverjum morgni og þykir ekki mikið, enda er hann ekki nema 50 mínútur á leiðinni. Sjálf vann Hrafnhildur síðast hjá skoska blaðinu Scotsman. Birna Einarsdóttir starfaði hjá markaðsdeild Islands- banka þar til henni datt í hug að sækja um starf hjá Royal Bank of Scotland sem hún fékk. Birna gefur ekkert upp um það hverjar framtíðará- ætlanirnar séu en er ánægð í nýja starfinu þótt vinnuálagið sé engu minna en heima á Is- landi. Það kemur okkur á óvart því alltaf er sagt að hvergi vinni fólk lengri vinnu- dag en einmitt á íslandi. Sif Stefánsdóttir er ættuð frá Egilsstöðum en bjó síðast í Hafnarfirði. Hún kom með til Edinborgar með manni og þremur sonum í ársbyrjun þar sem eiginmaðurinn stundar framhaldsnám í sjúkraþjálfun. Ekki sami vinnuandinn Vinnuna og stéttaskipting- una í Skotlandi ber á góma. Þær segja að vinnan sé hér allt öðruvísi en heima. Fólk kynn- ist lítið, vinni mikið og það sé lítið hlegið og flissað á vinnu- stöðunum. Andinn sé ekki jafn léttur og skemmtilegur og á mörgum vinnustöðum á íslandi. Það vanti alveg að fólk setjist niður á kaffistof- Það eru kræsingar á borði i sauma- klúbbnum i Edin- borg. Hrafnhildur og María eru til vinstri og Sif og Birna til hægri. María segir frá því hvernig hún hefur reynt að halda manninum heima á aðfangadaqskvöld. Sif (t.v.) er ekki ánægð á svip en Hrafnhild kannast við lýsinguna. dur (t.h.) unni og spjalli saman. Það eina sem menn geri sameigin- lega sé að fara stöku sinnum á pöbb. Stéttaskiptingin sé líka greinileg. Það sé ekki sam- gangur milli yfirmanna og undirmanna frekar en milli þeirra sem eru lægra settir í þjóðfélaginu og hinna sem hærra tróna. Auðvelt sé að greina fólk eftir stéttum af málfarinu en svo sé líka hægt að sjá hvaðan fólk kemur á því hvernig fólk klæðir sig og hvar það láti klippa sig. Þetta síðasta vekur furðu okkar sem erum nýkomin að heim- an. Aðgreining eftir tungutaki er ekki svo óeðlileg en að klippingin geti komið upp um stétt þína, þar er sannarlega merkilegt. „Eg held, sem betur fer, að enn sé það svo heima að fólk sé metið eftir eigin verðleik- um en ekki stöðunni, sem það gegnir, og vonandi á það ekki eftir að breytast,“ segir ein og önnur bætir við: „Mér finnst maður vera farinn að heyra miklu meira en áður á því hvernig fólk er máli farið, hvort það sé illa menntað eða „illa upp alið“.“ Og nú er skotið inn í: „Margt lang- skólagengið fólk á því miður ekki sérlega auðvelt með að tjá sig heldur." Jólin alltal otarlega í huga En jólin eru að nálgast og það er greinilegt að hugur stúlknanna leitar heim á jól- unum. Þær hlæja reyndar að því hversu erfitt sé að fá mennina til að skilja að jólin byrja þegar kirkjuklukkurnar hringja klukkan sex á að- fangadag. Þær hafa allar lagt sig fram um að halda í ís- lensku jólin en það er stund- um erfitt að finna fyrir jólastemmningunni. María segir að stundum hafi verið hringt í manninn hennar á að- fangadagskvöld og kunningj- arnir viljað fá hann með sér á pöbb. „Eg get ekki komið, hún María er að halda upp á jólin,“ hefur hún heyrt hann segja í mæðutón. Hinar tvær, sem eiga sér útlenda menn, gætu sagt svipaðar sögur. Það, sem þeim finnst þó einna verst við skosku og írsku jólin, er hvað áfengi og jólahald virðast nátengd á þessum slóðum. Á aðfanga- dag skemmti fólk sér og þá gjaran samfara töluverðri drykkju. Á jóladagsmorgun sé aftur fengið sér í glas og hald- ið áfram allan daginn. Þær segja að fólk sé að fá sér í glas í tíma og ótíma og lítið gaman sé að koma til dæmis með barnabörnin í heimsókn ef amma og afi hafi fengið sér hressilega neðan í því rétt áður en gestina beri að garði og hafi því lítinn áhuga á gest- unum. Jólahaldið sjálft sé líka mun einfaldara og tilþrifa- minna en við eigum að venj- ast, sums staðar séu ekki einu sinni sett upp jólatré! Það er skemmtilegt að fylgj- ast með samtali stúlknanna fimm. Skoðanir þeirra eru lík- ar um margt þótt þær greini á um annað. Löngunin til að viðhalda tengslum við fjöl- skyldurnar heima á íslandi og þörfin fyrir að heyra íslensk- una og láta börnin ekki gleyma henni verður einnig til að ylja okkur um hjartaræt- urnar. Saumaklúbburinn á áreiðanlega eftir að verða þeim til ánægju þótt ekki hafi handavinna verið að tefja fyr- ir þetta kvöldið, enda eru saumklúbbar ekki lengur saumaklúbbar í þess orðs merkingu. Þeir eru til þess gerðir að koma saman og njóta samveru við annað fólk sem hefur sömu eða svipuð áhugamál. Vinkonur okkar í Edinborg ætla að hittast fljótlega aftur. Við lofum að koma ekki í næsta saumaklúbb svo þær geti spjallað saman ótruflaðar af blossunum frá flassi ljós- myndarans og suðinu í segul- bandi blaðamannsins. 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.