Vikan


Vikan - 20.12.1998, Page 42

Vikan - 20.12.1998, Page 42
Texti: Guðrún Kristjánsdóttir Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson „Gerði of lítið af mér sem barn“ Ingibjörg Möller er barna- og unglingabókarithöfundur sem vakið hefur mikla athygli fyrir bækur sínar og hlotið tvenn verðlaun. Ingibjörg segir ástæðuna fyr- ir því að hún fór að skrifa ævintýrasögur vera eðlislæga forvitni, hana langaði einfaldlega að vita hvort hún gæti það! Arið 1997 barst Banda- lagi kvenna í Reykjavík á þriðja tug handrita í sam- keppni um bestu barnasög- una. Sigur úr býtum bar Ingi- björg Möller kennari og að- stoðarskólastjóri við Hlíðar- skóla í Reykjavík. I umsögn um handritið sagði meðal ann- ars: „Persónusköpun vönduð, vel byggð og spennandi, full af kímni, málfar lifandi..“ Bók þessi hefur eftir nokkrar vangaveltur fengið titilinn Ráðgáta um rauðanótt og kemur út fyrir jólin hjá Fróða. Ingibjörg er þó ekki óvön að veita verðlaunum viðtöku því árinu áður hlaut hún íslensku barnabókaverðlaunin ásamt dóttur sinni fyrir sögu sína Grillaðir bananar. Kveikjan að nýjustu bók hennar, sem eftir mikinn höf- uðverk fékk titilinn Ráðgáta um rauðanótt, er líka kennslu- efni sem hún er nú að vinna ásamt samkennara sínum um eyjarnar fyrir utan Reykjavík; Viðey, Þerney, Akurey og Engey og gerist sagan að hluta til á þeirri síðast töldu. Þannig eiga Grillaðir bananar og Ráðgáta um rauðanótt það sameiginlegt að fjalla um krakka sem lenda í ævintýrum á óbyggðum slóðum: „Þó að ég hafi fengið verðlaun fyrir handrit að barnabók tel ég að sagan geti höfðað bæði til barna og unglinga á aldrinum átta til sextán ára en söguhetj- urnar eru sjálfar um ferm- ingu.“ Þá er best að upplýsa 42 að þessi verðlaunasaga Ingi- bjargar á sér nokkra stoð í raunveruleikanum þótt ekki sé við hæfi að segja nákvæmar frá því. Sagan hefst í skóla og færist svo yfir í Engey. „í sög- unni er fjallað um mjög veikan dreng sem á sér þá ósk heitasta að fara í útilegu og eyðieyjan Engey verður fyrir valinu. Það er stelpan, sem er aðalsöguhetja bókarinnar, sem ákveður að þau fari þang- að og í sameiningu tekst þeim að fá foreldra stráksins til þess að samþykkja að þau fái að vera eina nótt. Þangað fara þau klyfjuð heilræðum,“ segir kennarinn en svo fara ævintýr- in að gerast: „Þar finna þau bát sem er falinn í sjávarhelli, eitthvað dularfullt liggur í loft- inu og meira er um manna- ferðir en eðlilegt getur talist á eyðieyju." Nú finnst Ingi- björgu nóg komið af innihaldi bókarinnar en bendir á að margar stríðsminjar séu að finna í Engey og ýmsan fróð- leik um þær í bókinni. „Eg vil taka það skýrt fram að þetta er þó alls ekki þurr fróðleik- ur.“ Þess má svo geta að marg- ir skemmtilegir karakterar koma fram í sögunni til dæmis Signý Sól sem fer út í Engey á hverju ári til þess að halda upp á brúðkaupsafmælið sitt þótt eiginmaður hennar sé löngu stunginn af. Ingibjörg segir það ekki saka að hafa spennu en mestu skipti, allavega að hennar áliti, að skapa heil- steyptar persónur. Aðspurð hvort persónur hennar eigi sér fyrirmyndir viðurkennir hún að svo sé. Til að mynda hafi hún gefið aðalpersónunni töluvert af sjálfri sér. Og svona lýsir hún henni: „Hún er manneskja sem vill hafa allt á hreinu og tekur enga áhættu. Hún er stærð- fræðilega þenkjandi og hefur þá áráttu að telja og reikna allt út. Þó er hún alls ekki nörd. Svo önnur persóna sem kemur við sögu sem er ofsa- lega köld, það er kjörkuð og forvitin." Hvernig lýsirðu þér sem barni? „Ég var mjög skipulögð og prúð og gerði eiginlega of lítið af mér sem barn. Það er kannski einmitt þess vegna sem ég er að fá út- rás svona á gamals aldri við að skrifa þessar bækur.“ Af hverju hvarflaði að þér að fara skrifa á „gamals aldri“? „Mér kom það bara ekki til hugar fyrr en eftir að ég fór að skrifa kennsluefni og vinna ýmis störf sem tengjast rit- leikni. Þá sá ég að ég gat skrif- að. Við bættist svo að hver vinur minn á fætur öðrum fór að eiga merkisafmæli og upp úr því fór ég að semja og flytja ásamt vinkonum mínum ýmis- legt skemmtiefni. Ætli ég sé ekki búin að gera 25 skemmti- dagskrár undanfarin ár. Þar fékk ég góða þjálfun." Ingibjörg segist líka hafa les- ið mikið. „Ég vandi mig á það þegar ég var að kenna í barna- skóla að lesa flestar barna- bækur sem komu út svo ég gæti rætt þær við krakkana.“ Finnst þér sögurnar hafa breyst í gegnum tíðina? „Já,“ svarar hún án umhugs- unar „það er kominn meiri húmor í bækurnar og það er það sem þurfti. Við erum í mikilli samkeppni við aðra miðla svo að sögurnar verða að vera þannig börn og ung- lingar lesi sér þær til skemmt- unar. Samt verður að vera í þeim boðskapur og rithöfund- ur verður að vera sér meðvit- aður um að það er mjög mikil ábyrgð að skrifa fyrir börn og unglinga. í mínum bókum reyni ég að koma að gildi vin- áttunnar og samstöðunnar og legg áherslu á að að krakkarn- ir spjari sig. Ég vona að þær séu hvetjandi.“ Síðan og bætir hún því við að lokum hvað það sé skrítin til- finning að sitja og semja. „Maður er næstum því eins og Guð almáttugur, ræður örlög- um sögupersóna. Þetta merki- leg tilfinning,“ segir Ingibjörg sem er fyrsti rithöfundurinn í hennar ætt. En einhversstaðar verða menn að byrja! „Þó má til gamans geta þess að systir mín, Alda Möller, gaf út bók í tilefni merkisafmælis síns í vor. Hún bað ættingja um efni í bókina og þá kom í ljós að helmingur þeirra lum- aði á frumsömdu efni.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.